Sprengja frá síðari heimstyrjöldinni í Eldey Hugrún Halldórsdóttir skrifar 14. janúar 2013 19:49 Tortryggilegur hlutur sem fannst í Eldey um helgina er talinn vera sprengja frá stríðsárunum og rannsakar sprengjudeild Landhelgisgæslunnar nú myndir af fundinum. Sigurður Harðarson fór um helgina í sína áttundu ferð til Eldeyjar, einnar stærstu súlubyggðar í Evrópu, til að yfirfara myndavélabúnað fyrir sumarið. Þegar allt var hins vegar klappað og klárt kom í ljós að fluginu heim hafði seinkað. „Þyrlan þurfti að fara í sjúkraflug þannig að þeir sögðu að þeir myndu gefa okkur klukkutíma, einn og hálfan í viðbót og þá notuðum við tímann til að rölta um eyjuna. Aðstoðarmenn mínir, myndatökumaður frá ykkur og sonur hans, þeir fundu þessa sprengju, sem við höldum að sé sprengja, það hátt frá sjó að hún hefur ekki komið nema úr lofti," segir Sigurður. Hvaðan heldurðu að hún komi? „Ég heyrði í gamla daga að herinn notaði Eldey sem skotmark og það er spurning hvort að þetta sé það." Þeir félagar höfðu samband við sprengjudeild landhelgisgæslunnar og til stóð að mannskapur frá henni kæmi með þyrlunni út í eyna en ákveðið var að bíða með ferðina um sinn, fyrst yrðu myndirnar af þessum tortryggilega hlut yfirfarnar. „Svo meta þeir bara hvort að þetta sé eitthvað sem þarf að gera. Kannski gera þeir hana óvirka á staðnum en ég hef ekki trú á að þeir flytji hana neitt. Hún er þannig staðsett, það er mjög erfitt. Þeir verða að finna út úr því, ég treysti þeim til þess." Bannað er að fara út í eyna án leyfis og enginn má fara þangað eftir að súlan kemur. Sprengjudeildin verður að hafa hraðar hendur ef hún vill fá botn í málið á næstunni því fuglarnir hafa komið tvö ár í röð í hádeginu þann 22.janúar. „Það er tilviljun að ég veit það. Ég var í sambandi við vélarnar og sá engan fugl fyrir hádegi, en rétt eftir hádegi þá var eyjan þakin í bæði skiptin sko, alveg fullt af fugli," segir Sigurður á morgun. Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Sjá meira
Tortryggilegur hlutur sem fannst í Eldey um helgina er talinn vera sprengja frá stríðsárunum og rannsakar sprengjudeild Landhelgisgæslunnar nú myndir af fundinum. Sigurður Harðarson fór um helgina í sína áttundu ferð til Eldeyjar, einnar stærstu súlubyggðar í Evrópu, til að yfirfara myndavélabúnað fyrir sumarið. Þegar allt var hins vegar klappað og klárt kom í ljós að fluginu heim hafði seinkað. „Þyrlan þurfti að fara í sjúkraflug þannig að þeir sögðu að þeir myndu gefa okkur klukkutíma, einn og hálfan í viðbót og þá notuðum við tímann til að rölta um eyjuna. Aðstoðarmenn mínir, myndatökumaður frá ykkur og sonur hans, þeir fundu þessa sprengju, sem við höldum að sé sprengja, það hátt frá sjó að hún hefur ekki komið nema úr lofti," segir Sigurður. Hvaðan heldurðu að hún komi? „Ég heyrði í gamla daga að herinn notaði Eldey sem skotmark og það er spurning hvort að þetta sé það." Þeir félagar höfðu samband við sprengjudeild landhelgisgæslunnar og til stóð að mannskapur frá henni kæmi með þyrlunni út í eyna en ákveðið var að bíða með ferðina um sinn, fyrst yrðu myndirnar af þessum tortryggilega hlut yfirfarnar. „Svo meta þeir bara hvort að þetta sé eitthvað sem þarf að gera. Kannski gera þeir hana óvirka á staðnum en ég hef ekki trú á að þeir flytji hana neitt. Hún er þannig staðsett, það er mjög erfitt. Þeir verða að finna út úr því, ég treysti þeim til þess." Bannað er að fara út í eyna án leyfis og enginn má fara þangað eftir að súlan kemur. Sprengjudeildin verður að hafa hraðar hendur ef hún vill fá botn í málið á næstunni því fuglarnir hafa komið tvö ár í röð í hádeginu þann 22.janúar. „Það er tilviljun að ég veit það. Ég var í sambandi við vélarnar og sá engan fugl fyrir hádegi, en rétt eftir hádegi þá var eyjan þakin í bæði skiptin sko, alveg fullt af fugli," segir Sigurður á morgun.
Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Sjá meira