Innlent

Hálka og krapi er víða á vegum landsins

Víða er hálka og krapi á vegum og svo gengur á með snörpum vindhviðum um vestanvert landið. Ekki er þó vitað um alvarleg slys í umferðinni.

Ökumaður slapp ómeiddur þegar hann missti stjórn á bíl sínum í vindhviðu í grennd við Grundarfjörð seint í gærkvöldi og hafnaði utan vegar. Björgunarsveitarmenn komu honum til aðstoðar.

Öðrum ökumanni varð líka hált á akstrinum suður i Garði á Reykjanesi um svipað leiti og braut bíllinn sér leið í gegnum grindverk og hafnaði í húsagarði. Maðurinn meiddist ekki.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu bendir á að niðurföll hafa stíflast á sumum götum og þar myndast talsverðir pollar auk þess sem hálka er á bílaplönum og á minni götum, þar sem ekki er saltað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×