Innlent

Óveður á Kjalarnesi og undir Hafnafjalli

Óveður er á Kjalarnesi og undir Hafnafjalli. Vindur gengur hinsvegar mikið niður á þessum slóðum og norðanverðu Snæfellsnesi eftir því sem líður á morguninn.

Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að á Vesturlandi sé óveður í Kolgrafafirði og undir Búlandshöfða. Ófært og stórhríð er á Fróðárheiði. Snjóþekja er á öllum leiðum á norðanverðu Snæfellsnesi.

Þá er tekið fram að hálka og krap er á festum helstu vegum landsins þennan morguninn og víða þungfært.

Það er þæfingsfærð á Sandskeiði og á Hellisheiði en þar er líka skafrenningur, hálka og skafrenningur er í Þrengslum.

Snjóþekja og éljagangnr er á Bröttubrekku og snjóþekja á Holtavörðuheiði og unnið að mokstri. Hálka eða hálkublettir eru á öðrum leiðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×