Handbolti

Sverre: Þetta var mikið stríð

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd / Vilhelm Gunnarsson
Sverre Jakobsson átti stórbrotinn leik í íslensku vörninni gegn Makedóníu í dag.

Strákarnir unnu fjögurra marka sigur, 23-19, en það var fyrst og fremst vörn og markvarsla sem voru í aðalhlutverki hjá strákunum okkar að þessu sinni.

„Það var hrikalega erfitt að glíma við þá. Þetta var mikið stríð og maður er þreyttur núna. Ég er afskaplega glaður að þetta hafi gengið upp," sagði Sverre við Arnar Björnsson eftir leikinn í kvöld.

„Leikskipulagið gekk fullkomnlega upp. Þetta kostaði vissulega mikil átök en við fórum inn í leikinn með það fyrir augum að gefa allt af okkur."

Sóknarleikur Íslands hikstaði á löngum köflum í dag en það kom ekki að sök að þessu sinni.

„Vörnin verður að halda þegar sóknin á ekki sína bestu daga. Mestu skiptir að við unnum. Þett var afar sætur sigur og skemmtilegur leikur - sérstaklega fyrir varnarmann eins og mig."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×