Fyrirgefning – ekki alltaf svarið Sólveig Anna Bóasdóttir skrifar 16. apríl 2013 07:00 Fyrirgefning er fallegt orð og eins þykir fagurt að fyrirgefa í mannlegum samskiptum. Sérstaklega í kristnu samhengi. Ekki er hægt að skýra það með því að margir ritningarstaðir í Biblíunni séu tengdir fyrirgefningunni. Þeir tiltölulega fáu fyrirgefningartextar sem finnast í Nýja testamentinu fjalla fyrst og fremst um fyrirgefningu Guðs og Jesú á syndum manna, og eiga það sameiginlegt að það er hinn valdameiri sem fyrirgefur þeim valdaminni. Hvað þá með ritningarstaði í Nýja testamentinu þar sem fyrirgefning í mannlegum samskiptum kemur fyrir? Eitt aðalþemað í því sambandi er hvernig fyrirgefning manna tengist fyrirgefningu Guðs. Hvergi sést þetta betur en í bæninni Faðir vor. Matteusarguðspjall orðar þetta þannig: Fyrirgef oss vorar skuldir svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum, en hjá Lúkasi segir: fyrirgef oss vorar syndir, enda fyrirgefum vér öllum vorum skuldunautum. Hvernig ber að skilja þessa bæn? Má skilja það svo að við manneskjur verðum að fyrirgefa hver annarri svo Guð geti fyrirgefið okkur eða biðjum við Guð að fyrirgefa okkur vegna þess að við fyrirgefum? Hvað ef við fyrirgefum ekki, mun Guð þá ekki heldur fyrirgefa okkur? Til að svara þessu skulum við líta á fyrirgefningarlíkan Nýja testamentisins. Þar finnum við ákveðna mynd af samskiptum landeiganda og leiguliða þegar rætt er um fyrirgefningu. Þessi mynd hefur síðan verið yfirfærð á andlegan veruleika, á samband Guðs og manna. Það sem vekur athygli er að fyrirgefningin streymir aðeins í eina átt: frá þeim valdameiri til hins valdaminni. Það er ekki mögulegt frá sjónarhóli Nýja testamentisins að valdaminni einstaklingur fyrirgefi þeim valdameiri. Nema þá valdastaðan milli þeirra breytist.Hjálpar ekki alltaf Þá er valdastaða Jesú innan guðspjallanna breytileg. Dæmi um það er þegar Jesús segir við bersyndugu konuna: Syndir þínar eru fyrirgefnar (Lúk 7:48). Þá er hann valdamikill. Sú valdastaða er gjörbreytt þegar búið var að negla hann á kross. Hinn krossfesti Jesús biður Guð að fyrirgefa þeim sem krossfestu hann. Hann segir ekki: Syndir ykkar eru fyrirgefnar, heldur vísar því til þess sem valdið hefur. „Faðir, fyrirgef þeim því að þeir vita ekki hvað þeir gjöra“ (Lúk 23:34). Jesús er ekki í aðstöðu til að fyrirgefa niðurlægður og negldur á kross: Guð einn hefur vald til þess. Þetta líkan fyrirgefningar sem blasir við okkar í Nýja testamentinu finnum við einnig þar sem talað er um fyrirgefningu milli manna. Hún er aðeins möguleg að uppfylltum vissum skilyrðum. Þau eru að sá sem fyrirgefur verði að vera valdameiri eða að minnsta kosti jafnoki þess sem fyrirgefninguna á að fá. Páll postuli hvetur til fyrirgefningar í Síðara Korintubréfi en hvergi hvetur hann til þess að valdaminna fólk fyrirgefi þeim valdameiri: Fyrirgefning er einungis möguleg milli jafningja. Er þetta fyrirgefningarlíkan Nýja testamentisins gagnlegt í dag? Ég tel það. Sérstaklega held ég að þeir sem vinna með einstaklingum sem brotið hefur verið á, svo sem þolendum ýmiss konar ofbeldis, andlegs, líkamlegs og kynferðislegs, geti haft visst gagn af því að styðjast við það. Valdasjónarmið þau sem koma fram í því eru þrátt fyrir allt alls ekki fjarri okkar veruleika. Öll tengsl okkar við annað fólk eru valdatengsl ef því er að skipta. Í ofbeldisaðstæðum nær annar aðilinn valdi yfir hinum og í krafti þess valds getur hann beitt ofbeldi. Að losna undan sálrænu valdi persónu sem hefur meitt mann og sært er mjög erfitt og tal um fyrirgefningu hjálpar ekki alltaf í þeim aðstæðum. Ef gerandinn hvorki viðurkennir verknað sinn né reynir að bæta fyrir brot sitt skyldum við, með vísan í Nýja testamentið, sleppa öllu tali um fyrirgefningu. Þótt fyrirgefningin sé okkur kristnum kær er hún ekki alltaf svarið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrirgefning er fallegt orð og eins þykir fagurt að fyrirgefa í mannlegum samskiptum. Sérstaklega í kristnu samhengi. Ekki er hægt að skýra það með því að margir ritningarstaðir í Biblíunni séu tengdir fyrirgefningunni. Þeir tiltölulega fáu fyrirgefningartextar sem finnast í Nýja testamentinu fjalla fyrst og fremst um fyrirgefningu Guðs og Jesú á syndum manna, og eiga það sameiginlegt að það er hinn valdameiri sem fyrirgefur þeim valdaminni. Hvað þá með ritningarstaði í Nýja testamentinu þar sem fyrirgefning í mannlegum samskiptum kemur fyrir? Eitt aðalþemað í því sambandi er hvernig fyrirgefning manna tengist fyrirgefningu Guðs. Hvergi sést þetta betur en í bæninni Faðir vor. Matteusarguðspjall orðar þetta þannig: Fyrirgef oss vorar skuldir svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum, en hjá Lúkasi segir: fyrirgef oss vorar syndir, enda fyrirgefum vér öllum vorum skuldunautum. Hvernig ber að skilja þessa bæn? Má skilja það svo að við manneskjur verðum að fyrirgefa hver annarri svo Guð geti fyrirgefið okkur eða biðjum við Guð að fyrirgefa okkur vegna þess að við fyrirgefum? Hvað ef við fyrirgefum ekki, mun Guð þá ekki heldur fyrirgefa okkur? Til að svara þessu skulum við líta á fyrirgefningarlíkan Nýja testamentisins. Þar finnum við ákveðna mynd af samskiptum landeiganda og leiguliða þegar rætt er um fyrirgefningu. Þessi mynd hefur síðan verið yfirfærð á andlegan veruleika, á samband Guðs og manna. Það sem vekur athygli er að fyrirgefningin streymir aðeins í eina átt: frá þeim valdameiri til hins valdaminni. Það er ekki mögulegt frá sjónarhóli Nýja testamentisins að valdaminni einstaklingur fyrirgefi þeim valdameiri. Nema þá valdastaðan milli þeirra breytist.Hjálpar ekki alltaf Þá er valdastaða Jesú innan guðspjallanna breytileg. Dæmi um það er þegar Jesús segir við bersyndugu konuna: Syndir þínar eru fyrirgefnar (Lúk 7:48). Þá er hann valdamikill. Sú valdastaða er gjörbreytt þegar búið var að negla hann á kross. Hinn krossfesti Jesús biður Guð að fyrirgefa þeim sem krossfestu hann. Hann segir ekki: Syndir ykkar eru fyrirgefnar, heldur vísar því til þess sem valdið hefur. „Faðir, fyrirgef þeim því að þeir vita ekki hvað þeir gjöra“ (Lúk 23:34). Jesús er ekki í aðstöðu til að fyrirgefa niðurlægður og negldur á kross: Guð einn hefur vald til þess. Þetta líkan fyrirgefningar sem blasir við okkar í Nýja testamentinu finnum við einnig þar sem talað er um fyrirgefningu milli manna. Hún er aðeins möguleg að uppfylltum vissum skilyrðum. Þau eru að sá sem fyrirgefur verði að vera valdameiri eða að minnsta kosti jafnoki þess sem fyrirgefninguna á að fá. Páll postuli hvetur til fyrirgefningar í Síðara Korintubréfi en hvergi hvetur hann til þess að valdaminna fólk fyrirgefi þeim valdameiri: Fyrirgefning er einungis möguleg milli jafningja. Er þetta fyrirgefningarlíkan Nýja testamentisins gagnlegt í dag? Ég tel það. Sérstaklega held ég að þeir sem vinna með einstaklingum sem brotið hefur verið á, svo sem þolendum ýmiss konar ofbeldis, andlegs, líkamlegs og kynferðislegs, geti haft visst gagn af því að styðjast við það. Valdasjónarmið þau sem koma fram í því eru þrátt fyrir allt alls ekki fjarri okkar veruleika. Öll tengsl okkar við annað fólk eru valdatengsl ef því er að skipta. Í ofbeldisaðstæðum nær annar aðilinn valdi yfir hinum og í krafti þess valds getur hann beitt ofbeldi. Að losna undan sálrænu valdi persónu sem hefur meitt mann og sært er mjög erfitt og tal um fyrirgefningu hjálpar ekki alltaf í þeim aðstæðum. Ef gerandinn hvorki viðurkennir verknað sinn né reynir að bæta fyrir brot sitt skyldum við, með vísan í Nýja testamentið, sleppa öllu tali um fyrirgefningu. Þótt fyrirgefningin sé okkur kristnum kær er hún ekki alltaf svarið.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun