Fyrirgefning – ekki alltaf svarið Sólveig Anna Bóasdóttir skrifar 16. apríl 2013 07:00 Fyrirgefning er fallegt orð og eins þykir fagurt að fyrirgefa í mannlegum samskiptum. Sérstaklega í kristnu samhengi. Ekki er hægt að skýra það með því að margir ritningarstaðir í Biblíunni séu tengdir fyrirgefningunni. Þeir tiltölulega fáu fyrirgefningartextar sem finnast í Nýja testamentinu fjalla fyrst og fremst um fyrirgefningu Guðs og Jesú á syndum manna, og eiga það sameiginlegt að það er hinn valdameiri sem fyrirgefur þeim valdaminni. Hvað þá með ritningarstaði í Nýja testamentinu þar sem fyrirgefning í mannlegum samskiptum kemur fyrir? Eitt aðalþemað í því sambandi er hvernig fyrirgefning manna tengist fyrirgefningu Guðs. Hvergi sést þetta betur en í bæninni Faðir vor. Matteusarguðspjall orðar þetta þannig: Fyrirgef oss vorar skuldir svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum, en hjá Lúkasi segir: fyrirgef oss vorar syndir, enda fyrirgefum vér öllum vorum skuldunautum. Hvernig ber að skilja þessa bæn? Má skilja það svo að við manneskjur verðum að fyrirgefa hver annarri svo Guð geti fyrirgefið okkur eða biðjum við Guð að fyrirgefa okkur vegna þess að við fyrirgefum? Hvað ef við fyrirgefum ekki, mun Guð þá ekki heldur fyrirgefa okkur? Til að svara þessu skulum við líta á fyrirgefningarlíkan Nýja testamentisins. Þar finnum við ákveðna mynd af samskiptum landeiganda og leiguliða þegar rætt er um fyrirgefningu. Þessi mynd hefur síðan verið yfirfærð á andlegan veruleika, á samband Guðs og manna. Það sem vekur athygli er að fyrirgefningin streymir aðeins í eina átt: frá þeim valdameiri til hins valdaminni. Það er ekki mögulegt frá sjónarhóli Nýja testamentisins að valdaminni einstaklingur fyrirgefi þeim valdameiri. Nema þá valdastaðan milli þeirra breytist.Hjálpar ekki alltaf Þá er valdastaða Jesú innan guðspjallanna breytileg. Dæmi um það er þegar Jesús segir við bersyndugu konuna: Syndir þínar eru fyrirgefnar (Lúk 7:48). Þá er hann valdamikill. Sú valdastaða er gjörbreytt þegar búið var að negla hann á kross. Hinn krossfesti Jesús biður Guð að fyrirgefa þeim sem krossfestu hann. Hann segir ekki: Syndir ykkar eru fyrirgefnar, heldur vísar því til þess sem valdið hefur. „Faðir, fyrirgef þeim því að þeir vita ekki hvað þeir gjöra“ (Lúk 23:34). Jesús er ekki í aðstöðu til að fyrirgefa niðurlægður og negldur á kross: Guð einn hefur vald til þess. Þetta líkan fyrirgefningar sem blasir við okkar í Nýja testamentinu finnum við einnig þar sem talað er um fyrirgefningu milli manna. Hún er aðeins möguleg að uppfylltum vissum skilyrðum. Þau eru að sá sem fyrirgefur verði að vera valdameiri eða að minnsta kosti jafnoki þess sem fyrirgefninguna á að fá. Páll postuli hvetur til fyrirgefningar í Síðara Korintubréfi en hvergi hvetur hann til þess að valdaminna fólk fyrirgefi þeim valdameiri: Fyrirgefning er einungis möguleg milli jafningja. Er þetta fyrirgefningarlíkan Nýja testamentisins gagnlegt í dag? Ég tel það. Sérstaklega held ég að þeir sem vinna með einstaklingum sem brotið hefur verið á, svo sem þolendum ýmiss konar ofbeldis, andlegs, líkamlegs og kynferðislegs, geti haft visst gagn af því að styðjast við það. Valdasjónarmið þau sem koma fram í því eru þrátt fyrir allt alls ekki fjarri okkar veruleika. Öll tengsl okkar við annað fólk eru valdatengsl ef því er að skipta. Í ofbeldisaðstæðum nær annar aðilinn valdi yfir hinum og í krafti þess valds getur hann beitt ofbeldi. Að losna undan sálrænu valdi persónu sem hefur meitt mann og sært er mjög erfitt og tal um fyrirgefningu hjálpar ekki alltaf í þeim aðstæðum. Ef gerandinn hvorki viðurkennir verknað sinn né reynir að bæta fyrir brot sitt skyldum við, með vísan í Nýja testamentið, sleppa öllu tali um fyrirgefningu. Þótt fyrirgefningin sé okkur kristnum kær er hún ekki alltaf svarið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Fyrirgefning er fallegt orð og eins þykir fagurt að fyrirgefa í mannlegum samskiptum. Sérstaklega í kristnu samhengi. Ekki er hægt að skýra það með því að margir ritningarstaðir í Biblíunni séu tengdir fyrirgefningunni. Þeir tiltölulega fáu fyrirgefningartextar sem finnast í Nýja testamentinu fjalla fyrst og fremst um fyrirgefningu Guðs og Jesú á syndum manna, og eiga það sameiginlegt að það er hinn valdameiri sem fyrirgefur þeim valdaminni. Hvað þá með ritningarstaði í Nýja testamentinu þar sem fyrirgefning í mannlegum samskiptum kemur fyrir? Eitt aðalþemað í því sambandi er hvernig fyrirgefning manna tengist fyrirgefningu Guðs. Hvergi sést þetta betur en í bæninni Faðir vor. Matteusarguðspjall orðar þetta þannig: Fyrirgef oss vorar skuldir svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum, en hjá Lúkasi segir: fyrirgef oss vorar syndir, enda fyrirgefum vér öllum vorum skuldunautum. Hvernig ber að skilja þessa bæn? Má skilja það svo að við manneskjur verðum að fyrirgefa hver annarri svo Guð geti fyrirgefið okkur eða biðjum við Guð að fyrirgefa okkur vegna þess að við fyrirgefum? Hvað ef við fyrirgefum ekki, mun Guð þá ekki heldur fyrirgefa okkur? Til að svara þessu skulum við líta á fyrirgefningarlíkan Nýja testamentisins. Þar finnum við ákveðna mynd af samskiptum landeiganda og leiguliða þegar rætt er um fyrirgefningu. Þessi mynd hefur síðan verið yfirfærð á andlegan veruleika, á samband Guðs og manna. Það sem vekur athygli er að fyrirgefningin streymir aðeins í eina átt: frá þeim valdameiri til hins valdaminni. Það er ekki mögulegt frá sjónarhóli Nýja testamentisins að valdaminni einstaklingur fyrirgefi þeim valdameiri. Nema þá valdastaðan milli þeirra breytist.Hjálpar ekki alltaf Þá er valdastaða Jesú innan guðspjallanna breytileg. Dæmi um það er þegar Jesús segir við bersyndugu konuna: Syndir þínar eru fyrirgefnar (Lúk 7:48). Þá er hann valdamikill. Sú valdastaða er gjörbreytt þegar búið var að negla hann á kross. Hinn krossfesti Jesús biður Guð að fyrirgefa þeim sem krossfestu hann. Hann segir ekki: Syndir ykkar eru fyrirgefnar, heldur vísar því til þess sem valdið hefur. „Faðir, fyrirgef þeim því að þeir vita ekki hvað þeir gjöra“ (Lúk 23:34). Jesús er ekki í aðstöðu til að fyrirgefa niðurlægður og negldur á kross: Guð einn hefur vald til þess. Þetta líkan fyrirgefningar sem blasir við okkar í Nýja testamentinu finnum við einnig þar sem talað er um fyrirgefningu milli manna. Hún er aðeins möguleg að uppfylltum vissum skilyrðum. Þau eru að sá sem fyrirgefur verði að vera valdameiri eða að minnsta kosti jafnoki þess sem fyrirgefninguna á að fá. Páll postuli hvetur til fyrirgefningar í Síðara Korintubréfi en hvergi hvetur hann til þess að valdaminna fólk fyrirgefi þeim valdameiri: Fyrirgefning er einungis möguleg milli jafningja. Er þetta fyrirgefningarlíkan Nýja testamentisins gagnlegt í dag? Ég tel það. Sérstaklega held ég að þeir sem vinna með einstaklingum sem brotið hefur verið á, svo sem þolendum ýmiss konar ofbeldis, andlegs, líkamlegs og kynferðislegs, geti haft visst gagn af því að styðjast við það. Valdasjónarmið þau sem koma fram í því eru þrátt fyrir allt alls ekki fjarri okkar veruleika. Öll tengsl okkar við annað fólk eru valdatengsl ef því er að skipta. Í ofbeldisaðstæðum nær annar aðilinn valdi yfir hinum og í krafti þess valds getur hann beitt ofbeldi. Að losna undan sálrænu valdi persónu sem hefur meitt mann og sært er mjög erfitt og tal um fyrirgefningu hjálpar ekki alltaf í þeim aðstæðum. Ef gerandinn hvorki viðurkennir verknað sinn né reynir að bæta fyrir brot sitt skyldum við, með vísan í Nýja testamentið, sleppa öllu tali um fyrirgefningu. Þótt fyrirgefningin sé okkur kristnum kær er hún ekki alltaf svarið.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun