Fyrirgefning – ekki alltaf svarið Sólveig Anna Bóasdóttir skrifar 16. apríl 2013 07:00 Fyrirgefning er fallegt orð og eins þykir fagurt að fyrirgefa í mannlegum samskiptum. Sérstaklega í kristnu samhengi. Ekki er hægt að skýra það með því að margir ritningarstaðir í Biblíunni séu tengdir fyrirgefningunni. Þeir tiltölulega fáu fyrirgefningartextar sem finnast í Nýja testamentinu fjalla fyrst og fremst um fyrirgefningu Guðs og Jesú á syndum manna, og eiga það sameiginlegt að það er hinn valdameiri sem fyrirgefur þeim valdaminni. Hvað þá með ritningarstaði í Nýja testamentinu þar sem fyrirgefning í mannlegum samskiptum kemur fyrir? Eitt aðalþemað í því sambandi er hvernig fyrirgefning manna tengist fyrirgefningu Guðs. Hvergi sést þetta betur en í bæninni Faðir vor. Matteusarguðspjall orðar þetta þannig: Fyrirgef oss vorar skuldir svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum, en hjá Lúkasi segir: fyrirgef oss vorar syndir, enda fyrirgefum vér öllum vorum skuldunautum. Hvernig ber að skilja þessa bæn? Má skilja það svo að við manneskjur verðum að fyrirgefa hver annarri svo Guð geti fyrirgefið okkur eða biðjum við Guð að fyrirgefa okkur vegna þess að við fyrirgefum? Hvað ef við fyrirgefum ekki, mun Guð þá ekki heldur fyrirgefa okkur? Til að svara þessu skulum við líta á fyrirgefningarlíkan Nýja testamentisins. Þar finnum við ákveðna mynd af samskiptum landeiganda og leiguliða þegar rætt er um fyrirgefningu. Þessi mynd hefur síðan verið yfirfærð á andlegan veruleika, á samband Guðs og manna. Það sem vekur athygli er að fyrirgefningin streymir aðeins í eina átt: frá þeim valdameiri til hins valdaminni. Það er ekki mögulegt frá sjónarhóli Nýja testamentisins að valdaminni einstaklingur fyrirgefi þeim valdameiri. Nema þá valdastaðan milli þeirra breytist.Hjálpar ekki alltaf Þá er valdastaða Jesú innan guðspjallanna breytileg. Dæmi um það er þegar Jesús segir við bersyndugu konuna: Syndir þínar eru fyrirgefnar (Lúk 7:48). Þá er hann valdamikill. Sú valdastaða er gjörbreytt þegar búið var að negla hann á kross. Hinn krossfesti Jesús biður Guð að fyrirgefa þeim sem krossfestu hann. Hann segir ekki: Syndir ykkar eru fyrirgefnar, heldur vísar því til þess sem valdið hefur. „Faðir, fyrirgef þeim því að þeir vita ekki hvað þeir gjöra“ (Lúk 23:34). Jesús er ekki í aðstöðu til að fyrirgefa niðurlægður og negldur á kross: Guð einn hefur vald til þess. Þetta líkan fyrirgefningar sem blasir við okkar í Nýja testamentinu finnum við einnig þar sem talað er um fyrirgefningu milli manna. Hún er aðeins möguleg að uppfylltum vissum skilyrðum. Þau eru að sá sem fyrirgefur verði að vera valdameiri eða að minnsta kosti jafnoki þess sem fyrirgefninguna á að fá. Páll postuli hvetur til fyrirgefningar í Síðara Korintubréfi en hvergi hvetur hann til þess að valdaminna fólk fyrirgefi þeim valdameiri: Fyrirgefning er einungis möguleg milli jafningja. Er þetta fyrirgefningarlíkan Nýja testamentisins gagnlegt í dag? Ég tel það. Sérstaklega held ég að þeir sem vinna með einstaklingum sem brotið hefur verið á, svo sem þolendum ýmiss konar ofbeldis, andlegs, líkamlegs og kynferðislegs, geti haft visst gagn af því að styðjast við það. Valdasjónarmið þau sem koma fram í því eru þrátt fyrir allt alls ekki fjarri okkar veruleika. Öll tengsl okkar við annað fólk eru valdatengsl ef því er að skipta. Í ofbeldisaðstæðum nær annar aðilinn valdi yfir hinum og í krafti þess valds getur hann beitt ofbeldi. Að losna undan sálrænu valdi persónu sem hefur meitt mann og sært er mjög erfitt og tal um fyrirgefningu hjálpar ekki alltaf í þeim aðstæðum. Ef gerandinn hvorki viðurkennir verknað sinn né reynir að bæta fyrir brot sitt skyldum við, með vísan í Nýja testamentið, sleppa öllu tali um fyrirgefningu. Þótt fyrirgefningin sé okkur kristnum kær er hún ekki alltaf svarið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Fyrirgefning er fallegt orð og eins þykir fagurt að fyrirgefa í mannlegum samskiptum. Sérstaklega í kristnu samhengi. Ekki er hægt að skýra það með því að margir ritningarstaðir í Biblíunni séu tengdir fyrirgefningunni. Þeir tiltölulega fáu fyrirgefningartextar sem finnast í Nýja testamentinu fjalla fyrst og fremst um fyrirgefningu Guðs og Jesú á syndum manna, og eiga það sameiginlegt að það er hinn valdameiri sem fyrirgefur þeim valdaminni. Hvað þá með ritningarstaði í Nýja testamentinu þar sem fyrirgefning í mannlegum samskiptum kemur fyrir? Eitt aðalþemað í því sambandi er hvernig fyrirgefning manna tengist fyrirgefningu Guðs. Hvergi sést þetta betur en í bæninni Faðir vor. Matteusarguðspjall orðar þetta þannig: Fyrirgef oss vorar skuldir svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum, en hjá Lúkasi segir: fyrirgef oss vorar syndir, enda fyrirgefum vér öllum vorum skuldunautum. Hvernig ber að skilja þessa bæn? Má skilja það svo að við manneskjur verðum að fyrirgefa hver annarri svo Guð geti fyrirgefið okkur eða biðjum við Guð að fyrirgefa okkur vegna þess að við fyrirgefum? Hvað ef við fyrirgefum ekki, mun Guð þá ekki heldur fyrirgefa okkur? Til að svara þessu skulum við líta á fyrirgefningarlíkan Nýja testamentisins. Þar finnum við ákveðna mynd af samskiptum landeiganda og leiguliða þegar rætt er um fyrirgefningu. Þessi mynd hefur síðan verið yfirfærð á andlegan veruleika, á samband Guðs og manna. Það sem vekur athygli er að fyrirgefningin streymir aðeins í eina átt: frá þeim valdameiri til hins valdaminni. Það er ekki mögulegt frá sjónarhóli Nýja testamentisins að valdaminni einstaklingur fyrirgefi þeim valdameiri. Nema þá valdastaðan milli þeirra breytist.Hjálpar ekki alltaf Þá er valdastaða Jesú innan guðspjallanna breytileg. Dæmi um það er þegar Jesús segir við bersyndugu konuna: Syndir þínar eru fyrirgefnar (Lúk 7:48). Þá er hann valdamikill. Sú valdastaða er gjörbreytt þegar búið var að negla hann á kross. Hinn krossfesti Jesús biður Guð að fyrirgefa þeim sem krossfestu hann. Hann segir ekki: Syndir ykkar eru fyrirgefnar, heldur vísar því til þess sem valdið hefur. „Faðir, fyrirgef þeim því að þeir vita ekki hvað þeir gjöra“ (Lúk 23:34). Jesús er ekki í aðstöðu til að fyrirgefa niðurlægður og negldur á kross: Guð einn hefur vald til þess. Þetta líkan fyrirgefningar sem blasir við okkar í Nýja testamentinu finnum við einnig þar sem talað er um fyrirgefningu milli manna. Hún er aðeins möguleg að uppfylltum vissum skilyrðum. Þau eru að sá sem fyrirgefur verði að vera valdameiri eða að minnsta kosti jafnoki þess sem fyrirgefninguna á að fá. Páll postuli hvetur til fyrirgefningar í Síðara Korintubréfi en hvergi hvetur hann til þess að valdaminna fólk fyrirgefi þeim valdameiri: Fyrirgefning er einungis möguleg milli jafningja. Er þetta fyrirgefningarlíkan Nýja testamentisins gagnlegt í dag? Ég tel það. Sérstaklega held ég að þeir sem vinna með einstaklingum sem brotið hefur verið á, svo sem þolendum ýmiss konar ofbeldis, andlegs, líkamlegs og kynferðislegs, geti haft visst gagn af því að styðjast við það. Valdasjónarmið þau sem koma fram í því eru þrátt fyrir allt alls ekki fjarri okkar veruleika. Öll tengsl okkar við annað fólk eru valdatengsl ef því er að skipta. Í ofbeldisaðstæðum nær annar aðilinn valdi yfir hinum og í krafti þess valds getur hann beitt ofbeldi. Að losna undan sálrænu valdi persónu sem hefur meitt mann og sært er mjög erfitt og tal um fyrirgefningu hjálpar ekki alltaf í þeim aðstæðum. Ef gerandinn hvorki viðurkennir verknað sinn né reynir að bæta fyrir brot sitt skyldum við, með vísan í Nýja testamentið, sleppa öllu tali um fyrirgefningu. Þótt fyrirgefningin sé okkur kristnum kær er hún ekki alltaf svarið.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar