Álag og þreyta veldur mistökum Ólafur G. Skúlason skrifar 21. desember 2013 06:00 Síðustu daga höfum við verið rækilega minnt á þá miklu ábyrgð sem heilbrigðisstarfsmenn bera. Fjallað hefur verið um tíðni svokallaðra læknamistaka sem réttara væri að nefna mistök í heilbrigðisþjónustu þar sem læknar eru ekki þeir einu sem gera mistök, þau gerum við öll. Í umfjöllun síðustu daga hefur verið kastað fram að árlega látist hér á landi 170 sjúklingar vegna mistaka. Sú tala er yfirfærð frá erlendum rannsóknum og ber að taka henni með fyrirvara, einkum þar sem engin rannsókn hefur verið gerð á tíðni dauðsfalla vegna mistaka á Íslandi að mér vitandi. Vissulega eiga slík mistök sér stað og er ég ekki að reyna að draga úr þeim raunveruleika en ég leyfi mér að taka umræddri tölu með fyrirvara. Í fjölmiðlum hefur verið rekið mál hjúkrunarfræðings sem hefur réttarstöðu grunaðs manns vegna mistaka í starfi sem leiddu til andláts sjúklings. Þetta er hræðilegt atvik og hefur mikil áhrif á alla þá sem að málinu koma, aðstandendur sjúklingsins, hjúkrunarfræðinginn sjálfan og alla heilbrigðisstarfsmenn hér á landi. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur ítrekað bent á mikilvægi þess að öryggi sjúklinga sé haft að leiðarljósi í allri heilbrigðisþjónustu og beint athygli ráðamanna og þjóðarinnar á það ástand sem skapast hefur innan heilbrigðiskerfisins vegna niðurskurðar. Vitað er að með auknu álagi og þreytu starfsmanna eykst tíðni mistaka og afleiðingarnar geta orðið alvarlegar.Lágmarkshvíld skert Mér er fyrirmunað að skilja hvers vegna stétt eins og hjúkrunarfræðingar sem koma beint að meðferð sjúklinga hafi í sínum kjarasamningum undanþágu frá lögbundinni hvíld. Þannig má skerða 11 klukkustunda lágmarkshvíld þeirra niður í átta klukkustundir einu sinni í viku. Slíkt eykur á þreytu þeirra og með því síaukna álagi sem skapast hefur í heilbrigðiskerfinu er komin hættuleg blanda af yfirkeyrðu og þreyttu starfsfólki. Það vekur undrun mína að aðrar stéttir, svo sem flugfreyjur, flugmenn og vöruflutningabílstjórar, þurfa að hlíta ströngum reglum um hvíld en fólk sem vinnur með líf annarra í höndunum virðist geta unnið lengur, meira og með fráviksheimild frá lágmarkshvíld. Rannsóknir hafa sýnt fram á það að með því að hafa vel mannað af hjúkrunarfræðingum aukast gæði þjónustu á sjúkrahúsum, dánartíðni minnkar, fylgikvillar meðferða verða sjaldséðari, legudögum fækkar og ánægja skjólstæðinga eykst til muna. Raunin er sú að víðsvegar í heilbrigðiskerfi nútímans hefur verið sparað mikið í hjúkrunarþjónustu sem hefur bein áhrif á öryggi þjónustunnar. Það að tryggja skjólstæðingum góða hjúkrun minnkar kostnað og eykur framlegð heilbrigðiskerfisins. Hjúkrunarfræðingarnir verða þó að vera upplagðir til að sinna hjúkrunarstarfinu. Fagfólk í heilbrigðiskerfinu hefur velferð skjólstæðinga sinna að leiðarljósi þegar það kemur fram og talar um hvað betur megi fara í heilbrigðiskerfinu. Það verður að taka mark á því þegar það gerir slíkt því hér er um öryggi okkar allra að ræða. Ég fagna því að ríkisstjórnin og Alþingi hafa tekið visst skref í endurreisn heilbrigðiskerfisins með nýju fjárlagafrumvarpi og vona ég að sú þróun sé komin til að vera. Við viljum öll eiga kost á öruggri heilbrigðisþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Síðustu daga höfum við verið rækilega minnt á þá miklu ábyrgð sem heilbrigðisstarfsmenn bera. Fjallað hefur verið um tíðni svokallaðra læknamistaka sem réttara væri að nefna mistök í heilbrigðisþjónustu þar sem læknar eru ekki þeir einu sem gera mistök, þau gerum við öll. Í umfjöllun síðustu daga hefur verið kastað fram að árlega látist hér á landi 170 sjúklingar vegna mistaka. Sú tala er yfirfærð frá erlendum rannsóknum og ber að taka henni með fyrirvara, einkum þar sem engin rannsókn hefur verið gerð á tíðni dauðsfalla vegna mistaka á Íslandi að mér vitandi. Vissulega eiga slík mistök sér stað og er ég ekki að reyna að draga úr þeim raunveruleika en ég leyfi mér að taka umræddri tölu með fyrirvara. Í fjölmiðlum hefur verið rekið mál hjúkrunarfræðings sem hefur réttarstöðu grunaðs manns vegna mistaka í starfi sem leiddu til andláts sjúklings. Þetta er hræðilegt atvik og hefur mikil áhrif á alla þá sem að málinu koma, aðstandendur sjúklingsins, hjúkrunarfræðinginn sjálfan og alla heilbrigðisstarfsmenn hér á landi. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur ítrekað bent á mikilvægi þess að öryggi sjúklinga sé haft að leiðarljósi í allri heilbrigðisþjónustu og beint athygli ráðamanna og þjóðarinnar á það ástand sem skapast hefur innan heilbrigðiskerfisins vegna niðurskurðar. Vitað er að með auknu álagi og þreytu starfsmanna eykst tíðni mistaka og afleiðingarnar geta orðið alvarlegar.Lágmarkshvíld skert Mér er fyrirmunað að skilja hvers vegna stétt eins og hjúkrunarfræðingar sem koma beint að meðferð sjúklinga hafi í sínum kjarasamningum undanþágu frá lögbundinni hvíld. Þannig má skerða 11 klukkustunda lágmarkshvíld þeirra niður í átta klukkustundir einu sinni í viku. Slíkt eykur á þreytu þeirra og með því síaukna álagi sem skapast hefur í heilbrigðiskerfinu er komin hættuleg blanda af yfirkeyrðu og þreyttu starfsfólki. Það vekur undrun mína að aðrar stéttir, svo sem flugfreyjur, flugmenn og vöruflutningabílstjórar, þurfa að hlíta ströngum reglum um hvíld en fólk sem vinnur með líf annarra í höndunum virðist geta unnið lengur, meira og með fráviksheimild frá lágmarkshvíld. Rannsóknir hafa sýnt fram á það að með því að hafa vel mannað af hjúkrunarfræðingum aukast gæði þjónustu á sjúkrahúsum, dánartíðni minnkar, fylgikvillar meðferða verða sjaldséðari, legudögum fækkar og ánægja skjólstæðinga eykst til muna. Raunin er sú að víðsvegar í heilbrigðiskerfi nútímans hefur verið sparað mikið í hjúkrunarþjónustu sem hefur bein áhrif á öryggi þjónustunnar. Það að tryggja skjólstæðingum góða hjúkrun minnkar kostnað og eykur framlegð heilbrigðiskerfisins. Hjúkrunarfræðingarnir verða þó að vera upplagðir til að sinna hjúkrunarstarfinu. Fagfólk í heilbrigðiskerfinu hefur velferð skjólstæðinga sinna að leiðarljósi þegar það kemur fram og talar um hvað betur megi fara í heilbrigðiskerfinu. Það verður að taka mark á því þegar það gerir slíkt því hér er um öryggi okkar allra að ræða. Ég fagna því að ríkisstjórnin og Alþingi hafa tekið visst skref í endurreisn heilbrigðiskerfisins með nýju fjárlagafrumvarpi og vona ég að sú þróun sé komin til að vera. Við viljum öll eiga kost á öruggri heilbrigðisþjónustu.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun