Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Víkingur 3-2 Stefán Árni Pálsson á Samsungvellinum skrifar 12. maí 2013 00:01 Stjarnan vann fínan sigur, 3-2, á nýliðum Víkings frá Ólafsvík. Jóhann Laxdal átti frábæran leik fyrir Stjörnuna og gerði tvö mörk. Víkingar hafa því tapað fyrstu tveim leikjum tímabilsins en Stjörnumenn unnu í kvöld sinn fyrsta sigur á mótinu. Leikurinn hófst vel fyrir heimamenn en Stjörnumenn voru ekki lengi að komast í takt við leikinn. Halldór Orri Björnsson, leikmaður Stjörnunnar, gerði fyrsta mark leiksins eftir rúmlega tíu mínútna leik þegar hann skallaði boltann í netið. Aðeins þremur mínútum síðar skoraði Jóhann Laxdal annað mark leiksins eftir frábært þríhyrningsspil við Veigar Pál Gunnarsson. Staðan orðin 2-0 eftir aðeins stundarfjórðung. Leikurinn róaðist heldur eftir mörkin en Stjarnan hafði samt fín tök á leiknum út hálfleikinn. Staðan var því 2-0 í hálfleik og útlitið svart fyrir gestina. Víkingar mættu virkilega ákveðnir til leiks í síðari hálfleiknum og náðu að minnka muninn fljótlega. Björn Pálsson, fyrrum leikmaður Stjörnunnar, kom boltanum í netið þegar aðeins fjórar mínútur voru liðnar af síðari hálfleiknum og hleyptu gestirnir spennu í leikinn. Stjörnumenn settu strax í annan gír þegar markið kom og ætluðu sér greinilega að skora þriðja markið fljótlega. Það kom á 72. mínútu þegar Jóhann Laxdal nýttu sér slæm varnarmistök Ólsara og vippaði boltanum í netið. Víkingar neituðu að gefast upp og náðu að minnka muninn í 3-2 í viðbótartíma þegar Damir Muminovic skallaði boltann í netið. Mikil spenna var á lokamínútum leiksins en í raun var sigur Stjörnunnar aldrei í hættu. Niðurstaðan því sanngjarn sigur Stjörnunnar 3-2. Logi: Gott að ná í fyrsta sigurinn„Það er alltaf gott að vinna,“ sagði Logi Ólafsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigurinn í kvöld. „Við vissum að þeir væru góðir í föstum leikatriðum og vorum búnir að kortleggja þá vel. Það var planið að koma í veg fyrir mörk frá þeim en það hreinlega tókst ekki í dag.“ „Hinsvegar áttum við að gera miklum fleiri mörk og ég er sérstaklega ánægður með fyrri hálfleikinn hjá mínum mönnum. Ég er aftur á móti ekki sáttur með þau mörk sem við fáum á okkur.“ „Þegar menn koma út í síðari hálfleikinn og halda kannski að þetta sé komið þá fara hlutir oft illa. Víkingur Ólafsvík er með flott lið og ég er ekki nægilega sáttur með hvernig við nálguðumst leikinn í þeim síðari.“ „En það mikilvægasta er að við náðum í stigin þrjú og það er frábært,“ sagði Logi að lokum.Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Loga hér að ofan. Björn Pálsson: Kannski erum við bara byrjendur í þessari deild og þurfum aðeins að slappa af.„Ég er bara gríðarlega svekktur með skelfilega byrjun,“ sagði Björn Pálsson, leikmaður Víkings, eftir tapið í kvöld. „Við í raun köstuðum þessu frá okkur í byrjun og leikurinn varð svakalega erfiður eftir það.“ „Það er alltaf erfitt þegar maður grefur sér holu í byrjun leiks og er alltaf að reyna komast uppúr henni allan leikinn.“ „Kannski erum við bara byrjendur og þurfum bara að skoða andlega þáttinn miklu meira, slappa aðeins af og njóta þess að spila fótbolta.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Björn með því að ýta hér. Jóhann Laxdal: Gott að komast á sigurbraut„Það er alltaf gott að komast á sigurbraut,“ sagði Jóhann Laxdal, markaskorari Stjörnunnar, eftir leikinn í kvöld. „Við áttum skilið að fá eitt stig út úr fyrsta leiknum en í kvöld áttum við öll stigin skilið. Við spiluðum á köflum mjög vel, létum boltann ganga hratt og þetta var bara virkilega flott inná milli.“ „Við vorum miklu betri í fyrri hálfleiknum og ég hefði til að mynda átt að skora annað mark í kvöld, skaut boltanum bara yfir en ég á það inni síðar í sumar.“ „Menn héldu kannski að þetta væri komið í hálfleik en fótboltaleikur er auðvitað 90 mínútur og Víkingar börðust allan tímann eins og ljón.“ „Það er alltaf frábært að spila hér og Silfurskeiðin ávallt mögnuð, við verðum flottir á þessum velli í sumar.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Jóhann með því að ýta hér. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira
Stjarnan vann fínan sigur, 3-2, á nýliðum Víkings frá Ólafsvík. Jóhann Laxdal átti frábæran leik fyrir Stjörnuna og gerði tvö mörk. Víkingar hafa því tapað fyrstu tveim leikjum tímabilsins en Stjörnumenn unnu í kvöld sinn fyrsta sigur á mótinu. Leikurinn hófst vel fyrir heimamenn en Stjörnumenn voru ekki lengi að komast í takt við leikinn. Halldór Orri Björnsson, leikmaður Stjörnunnar, gerði fyrsta mark leiksins eftir rúmlega tíu mínútna leik þegar hann skallaði boltann í netið. Aðeins þremur mínútum síðar skoraði Jóhann Laxdal annað mark leiksins eftir frábært þríhyrningsspil við Veigar Pál Gunnarsson. Staðan orðin 2-0 eftir aðeins stundarfjórðung. Leikurinn róaðist heldur eftir mörkin en Stjarnan hafði samt fín tök á leiknum út hálfleikinn. Staðan var því 2-0 í hálfleik og útlitið svart fyrir gestina. Víkingar mættu virkilega ákveðnir til leiks í síðari hálfleiknum og náðu að minnka muninn fljótlega. Björn Pálsson, fyrrum leikmaður Stjörnunnar, kom boltanum í netið þegar aðeins fjórar mínútur voru liðnar af síðari hálfleiknum og hleyptu gestirnir spennu í leikinn. Stjörnumenn settu strax í annan gír þegar markið kom og ætluðu sér greinilega að skora þriðja markið fljótlega. Það kom á 72. mínútu þegar Jóhann Laxdal nýttu sér slæm varnarmistök Ólsara og vippaði boltanum í netið. Víkingar neituðu að gefast upp og náðu að minnka muninn í 3-2 í viðbótartíma þegar Damir Muminovic skallaði boltann í netið. Mikil spenna var á lokamínútum leiksins en í raun var sigur Stjörnunnar aldrei í hættu. Niðurstaðan því sanngjarn sigur Stjörnunnar 3-2. Logi: Gott að ná í fyrsta sigurinn„Það er alltaf gott að vinna,“ sagði Logi Ólafsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigurinn í kvöld. „Við vissum að þeir væru góðir í föstum leikatriðum og vorum búnir að kortleggja þá vel. Það var planið að koma í veg fyrir mörk frá þeim en það hreinlega tókst ekki í dag.“ „Hinsvegar áttum við að gera miklum fleiri mörk og ég er sérstaklega ánægður með fyrri hálfleikinn hjá mínum mönnum. Ég er aftur á móti ekki sáttur með þau mörk sem við fáum á okkur.“ „Þegar menn koma út í síðari hálfleikinn og halda kannski að þetta sé komið þá fara hlutir oft illa. Víkingur Ólafsvík er með flott lið og ég er ekki nægilega sáttur með hvernig við nálguðumst leikinn í þeim síðari.“ „En það mikilvægasta er að við náðum í stigin þrjú og það er frábært,“ sagði Logi að lokum.Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Loga hér að ofan. Björn Pálsson: Kannski erum við bara byrjendur í þessari deild og þurfum aðeins að slappa af.„Ég er bara gríðarlega svekktur með skelfilega byrjun,“ sagði Björn Pálsson, leikmaður Víkings, eftir tapið í kvöld. „Við í raun köstuðum þessu frá okkur í byrjun og leikurinn varð svakalega erfiður eftir það.“ „Það er alltaf erfitt þegar maður grefur sér holu í byrjun leiks og er alltaf að reyna komast uppúr henni allan leikinn.“ „Kannski erum við bara byrjendur og þurfum bara að skoða andlega þáttinn miklu meira, slappa aðeins af og njóta þess að spila fótbolta.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Björn með því að ýta hér. Jóhann Laxdal: Gott að komast á sigurbraut„Það er alltaf gott að komast á sigurbraut,“ sagði Jóhann Laxdal, markaskorari Stjörnunnar, eftir leikinn í kvöld. „Við áttum skilið að fá eitt stig út úr fyrsta leiknum en í kvöld áttum við öll stigin skilið. Við spiluðum á köflum mjög vel, létum boltann ganga hratt og þetta var bara virkilega flott inná milli.“ „Við vorum miklu betri í fyrri hálfleiknum og ég hefði til að mynda átt að skora annað mark í kvöld, skaut boltanum bara yfir en ég á það inni síðar í sumar.“ „Menn héldu kannski að þetta væri komið í hálfleik en fótboltaleikur er auðvitað 90 mínútur og Víkingar börðust allan tímann eins og ljón.“ „Það er alltaf frábært að spila hér og Silfurskeiðin ávallt mögnuð, við verðum flottir á þessum velli í sumar.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Jóhann með því að ýta hér.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira