Umferðarmenningin hefur farið batnandi Óli Kristján Ármannsson skrifar 30. ágúst 2013 07:00 Kristján Ólafur Guðnason aðstoðaryfirlögregluþjónn og Rannveig Þórisdóttir stjórnandi upplýsinga- og áætlunardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fara yfir tölurnar. Fréttablaðið/ÓKÁ „Samstillt átak lögreglu og fjölda annara hefur náð til ökumanna,“ segir Rannveig Þórisdóttir, stjórnandi upplýsinga- og áætlunardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Rannveig og Kristján Ólafur Guðnason, aðstoðaryfirlögregluþjónn, hafa tekið saman skýrslu þar sem leitað er skýringa á umtalsverðri fækkun umferðarslysa síðustu ár. Samanteknar tölur sýna að frá árinu 2008 hefur slysum á höfuðborgarsvæðinu fækkað um 30 prósent og um 32 prósent á landinu öllu. Þá hefur slösuðum á höfuðborgarsvæðinu fækkað um 37 prósent og um 34 prósent annars staðar. „Þetta er þróun sem virðist halda sér nokkurn vegin inn í 2013, þótt greina megi einhverja aukningu slysa í ár,“ segir Kristján. Með skýrlunni er brugðist við almennum skýringum sem kastað hefur verið fram um orsök fækkunar slysa, til dæmis að hærra eldsneytisverð hafi kallað fram samdrátt í umferð og breytt aksturslag. „Það er ekki að umferðarþungi skipti þarna máli. Hann hefur sveiflast og er sá sami 2012 og 2008 um leið og slysum hefur fækkað,“ segir Kristján. Vitnað er til talna Umferðarstofu sem sýni að flest slys megi rekja til gáleysis ökumanna eða rangra aðgerða þeirra. Þar eru undir þættir á borð við akstur undir áhrifum og of hraður akstur. Tölurnar sýni hins vegar að slysum vegna áhættuhegðunar hafi fækkað mjög. Til dæmis er 44 prósenta fækkun slysa þar sem ekið var gegn rauðu ljósi. Þá hefur slysum ungra ökumanna fækkað jafnt og þétt. Slys í þeim hópi hafi verið tæplega 60 prósent færri árið 2012 en 2007. „Það er erfitt að benda á eitthvað eitt sem orsakaþátt, líklegra að þarna spili saman fleiri þættir,“ segir Rannveig. Þar nefna þau meðal annars aukið og breytt eftirlit þar sem áhersla hafi verið lögð á sýnileika lögreglu. Sömuleiðis geti spilað inn í breytt lagaumhverfi varðandi punktasöfunun og akstursbann ungra ökumanna og breytingar á tilhögun ökukennslu. Ekki sé til dæmis loku fyrir það skotið að um leið og æfingaakstur með forráðamanni geri ökunema gott, þá sé í því falin ákveðin endurmenntun fyrir reyndari ökumanninn. Kristján bendir líka á að vegbætur á stöðum þar sem slys hafi verið tíð skipti líka miklu máli. Dæmi séu um dramatíska fækkun slysa með því einu að koma fyrir hringtorgi. „Ökumenn eru orðnir betri en áður, bæði ábyrgari og varkárari og við stöndum vel í samanburði við Norðurlöndin,“ segir Kristján. Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
„Samstillt átak lögreglu og fjölda annara hefur náð til ökumanna,“ segir Rannveig Þórisdóttir, stjórnandi upplýsinga- og áætlunardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Rannveig og Kristján Ólafur Guðnason, aðstoðaryfirlögregluþjónn, hafa tekið saman skýrslu þar sem leitað er skýringa á umtalsverðri fækkun umferðarslysa síðustu ár. Samanteknar tölur sýna að frá árinu 2008 hefur slysum á höfuðborgarsvæðinu fækkað um 30 prósent og um 32 prósent á landinu öllu. Þá hefur slösuðum á höfuðborgarsvæðinu fækkað um 37 prósent og um 34 prósent annars staðar. „Þetta er þróun sem virðist halda sér nokkurn vegin inn í 2013, þótt greina megi einhverja aukningu slysa í ár,“ segir Kristján. Með skýrlunni er brugðist við almennum skýringum sem kastað hefur verið fram um orsök fækkunar slysa, til dæmis að hærra eldsneytisverð hafi kallað fram samdrátt í umferð og breytt aksturslag. „Það er ekki að umferðarþungi skipti þarna máli. Hann hefur sveiflast og er sá sami 2012 og 2008 um leið og slysum hefur fækkað,“ segir Kristján. Vitnað er til talna Umferðarstofu sem sýni að flest slys megi rekja til gáleysis ökumanna eða rangra aðgerða þeirra. Þar eru undir þættir á borð við akstur undir áhrifum og of hraður akstur. Tölurnar sýni hins vegar að slysum vegna áhættuhegðunar hafi fækkað mjög. Til dæmis er 44 prósenta fækkun slysa þar sem ekið var gegn rauðu ljósi. Þá hefur slysum ungra ökumanna fækkað jafnt og þétt. Slys í þeim hópi hafi verið tæplega 60 prósent færri árið 2012 en 2007. „Það er erfitt að benda á eitthvað eitt sem orsakaþátt, líklegra að þarna spili saman fleiri þættir,“ segir Rannveig. Þar nefna þau meðal annars aukið og breytt eftirlit þar sem áhersla hafi verið lögð á sýnileika lögreglu. Sömuleiðis geti spilað inn í breytt lagaumhverfi varðandi punktasöfunun og akstursbann ungra ökumanna og breytingar á tilhögun ökukennslu. Ekki sé til dæmis loku fyrir það skotið að um leið og æfingaakstur með forráðamanni geri ökunema gott, þá sé í því falin ákveðin endurmenntun fyrir reyndari ökumanninn. Kristján bendir líka á að vegbætur á stöðum þar sem slys hafi verið tíð skipti líka miklu máli. Dæmi séu um dramatíska fækkun slysa með því einu að koma fyrir hringtorgi. „Ökumenn eru orðnir betri en áður, bæði ábyrgari og varkárari og við stöndum vel í samanburði við Norðurlöndin,“ segir Kristján.
Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira