Lífið

Rauður varalitur getur bjargað deginum

Marín Manda skrifar
Sóley Kristjánsdóttir.
Sóley Kristjánsdóttir.
Lifið kíkti í snyrtibudduna hjá Sóleyju Kristjánsdóttur fyrirsætu sem  starfar hjá Ölgerðinni sem vörumerkjastjóri. 

"Ég er alltaf með rauðan varalit í töskunni ef það dettur inn tilefni. Hann hentar líka vel ef maður er litlaus og í daufu skapi, þá hressist maður við. Ég er með Maybelline Red Passion,“ segir Sóley Kristjánsdóttir. 

„Svo er ég núna að nota Loréal Volume Million maskarann, þennan gyllta. Ég nota yfirleitt frekar mikinn maskara og vil frekar hafa augnhárin þykk þar sem þau eru ekki mjög löng. 

Litlu naglalökkin frá Loréal eru frábær en ég á örugglega fimmtán mismunandi liti. Þetta er frábær stærð því naglalökk verða leiðinleg með aldrinum og þessi haldast einstaklega lengi. Fínt að vera með í töskunni af því að nútímakonur hafa ekki mikinn tíma til að sitja og naglalakka sig.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.