Eigum erindi á vettvangi SÞ Formenn félaga SÞ á Norðurlöndum skrifar 13. september 2013 07:00 Norðurlöndin hafa margt fram að færa í samstarfi Sameinuðu þjóðanna, SÞ. Framlag þeirra til mannúðarstarfs SÞ er stórt, þau eru í forystu í mannréttindamálum – ekki síst stúlkna og kvenna – og þau hafa gott orðspor. Margir Norðurlandabúar hafa, allt frá því að Tryggvi Lie og Dag Hammarskjöld voru framkvæmdastjórar SÞ, verið í áberandi stöðum innan kerfis SÞ. Martti Ahtisaari, fyrrverandi forseti Finnlands, hefur lagt mikið af mörkum sem sáttasemjari á vegum SÞ, hin danska Ellen Margrethe Løj er sérstakur sendifulltrúi SÞ í Líberíu og okkar eigin Vigdís Finnbogadóttir er velgjörðarsendiherra Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO. Á Norðurlöndunum er fyrir hendi stofnanaþekking og drifkraftur sem er þörf á til að endurbæta og styrkja Sameinuðu þjóðirnar. Því er óheppilegt hve áberandi fjarvera Norðurlandanna í valdamestu stofnun SÞ, Öryggisráðinu, hefur verið á síðustu árum. Ísland tapaði kosningum til Öryggisráðsins 2008 fyrir Austurríki og Tyrklandi en litlu munaði að Finnland kæmist inn síðasta haust þegar það atti kappi við Ástralíu og Lúxemborg. Á sama tíma mistókst Svíþjóð að ná sæti í Mannréttindaráði SÞ. Alþjóðlega friðarstofnunin, IPI, lagði nýlega mat á framboð Finnlands til Öryggisráðsins. Í skýrslu IPI er staðfest að orðstír Norðurlandanna sé góður og að þau séu mikils metin innan SÞ. Það er að hluta tengt ríkum vilja þeirra til að leggja sitt af mörkum og því að þau séu laus við dulda hagsmuni. Norræna módelið skiptir verulega miklu máli en þegar fleiri ríki og samfélög keppa um athygli þarf bæði pólitískan vilja og sjálfstraust til að markaðssetja sig, segir IPI.Mörg atriði sameina Norðurlöndin hafa að einhverju leyti ólíka nálgun í alþjóðasamstarfi en mörg atriði sameina þau. Þar á meðal er þróun alþjóðalaga, jafnréttismál og viljinn til að koma í veg fyrir átök. Sterk norræn gildi eru verndun mannréttinda, sjálfbær þróun, straumlínulögun þróunarsamvinnu og aukin skilvirkni og gegnsæi í starfi SÞ, svo dæmi séu tekin. Norðurlöndin geta einnig lagt af mörkum til nútímalegrar þróunar á Öryggisráðinu og starfsháttum þess. IPI ráðleggur Finnlandi að draga ekki úr þátttöku sinni innan SÞ eftir tapið í kosningum um sæti í Öryggisráðinu, heldur þvert á móti tvíeflast í t.d. samningaviðræðum og við lausn átaka. Öll Norðurlöndin þurfa að beita sömu nálgun. IPI undirstrikar einnig þörfina á að koma betur á framfæri skuldbindingum og árangri í alþjóðasamstarfi, að setja skýrari markmið í þróunarsamvinnu, byrja kosningabaráttu snemma og vera ákveðin. Með því að leggja meira af mörkum til friðargæslu SÞ geta aðildarríkin styrkt stöðu sína innan SÞ, segir í skýrslunni. Norðurlöndin hafa í dag einungis 288 manns í friðargæsluaðgerðum sem leiddar eru af Sameinuðu þjóðunum, þrátt fyrir góðan orðstír í friðargæslustörfum. IPI leggur til að Finnland leggi meira af mörkum til lausna átaka í Afríku. Sama verkefni er á dagskrá sænsku ríkisstjórnarinnar, sem samþykkti nýlega að senda 70 friðargæsluliða til Malí. Því þyrfti að fylgja eftir með enn frekara frumkvæði. Einmitt nú er mikið rætt um mikilvægi þess að styrkja norræna samvinnu. Því eru ummæli utanríkisráðherra Svíþjóðar, Carls Bildt, um að hverfa eigi frá norrænni samvinnu um málefni SÞ og samræma þau heldur innan ESB bæði órökrétt og óheppileg. Með samstarfi um málefni SÞ taka Norðurlöndin sýnilega ábyrgð á störfum Sameinuðu þjóðanna. Það er sérstaklega mikilvægt fyrir Ísland og Noreg, sem eru ekki í ESB. IPI-skýrslan hringir bjöllum á Norðurlöndum og er ákall um endurnýjaðan stuðning við SÞ. Sænska ríkisstjórnin tilkynnti fyrir níu árum um framboð sitt í sæti í Öryggisráðinu 2017-2018. Til að standa undir slíku framboði þarf fjármagn, mannafla og umfram allt pólitískan vilja. Með afdráttarlausum vilja, skýru upphafi á kosningabaráttu og stuðningi frá grannríkjunum gæti gilt fyrir Norðurlöndin að allt er þegar þrennt er, varðandi þátttöku í Öryggisráði SÞ. Greinin birtist á Norðurlöndunum í dag, föstudaginn 13. september 2013. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Sjá meira
Norðurlöndin hafa margt fram að færa í samstarfi Sameinuðu þjóðanna, SÞ. Framlag þeirra til mannúðarstarfs SÞ er stórt, þau eru í forystu í mannréttindamálum – ekki síst stúlkna og kvenna – og þau hafa gott orðspor. Margir Norðurlandabúar hafa, allt frá því að Tryggvi Lie og Dag Hammarskjöld voru framkvæmdastjórar SÞ, verið í áberandi stöðum innan kerfis SÞ. Martti Ahtisaari, fyrrverandi forseti Finnlands, hefur lagt mikið af mörkum sem sáttasemjari á vegum SÞ, hin danska Ellen Margrethe Løj er sérstakur sendifulltrúi SÞ í Líberíu og okkar eigin Vigdís Finnbogadóttir er velgjörðarsendiherra Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO. Á Norðurlöndunum er fyrir hendi stofnanaþekking og drifkraftur sem er þörf á til að endurbæta og styrkja Sameinuðu þjóðirnar. Því er óheppilegt hve áberandi fjarvera Norðurlandanna í valdamestu stofnun SÞ, Öryggisráðinu, hefur verið á síðustu árum. Ísland tapaði kosningum til Öryggisráðsins 2008 fyrir Austurríki og Tyrklandi en litlu munaði að Finnland kæmist inn síðasta haust þegar það atti kappi við Ástralíu og Lúxemborg. Á sama tíma mistókst Svíþjóð að ná sæti í Mannréttindaráði SÞ. Alþjóðlega friðarstofnunin, IPI, lagði nýlega mat á framboð Finnlands til Öryggisráðsins. Í skýrslu IPI er staðfest að orðstír Norðurlandanna sé góður og að þau séu mikils metin innan SÞ. Það er að hluta tengt ríkum vilja þeirra til að leggja sitt af mörkum og því að þau séu laus við dulda hagsmuni. Norræna módelið skiptir verulega miklu máli en þegar fleiri ríki og samfélög keppa um athygli þarf bæði pólitískan vilja og sjálfstraust til að markaðssetja sig, segir IPI.Mörg atriði sameina Norðurlöndin hafa að einhverju leyti ólíka nálgun í alþjóðasamstarfi en mörg atriði sameina þau. Þar á meðal er þróun alþjóðalaga, jafnréttismál og viljinn til að koma í veg fyrir átök. Sterk norræn gildi eru verndun mannréttinda, sjálfbær þróun, straumlínulögun þróunarsamvinnu og aukin skilvirkni og gegnsæi í starfi SÞ, svo dæmi séu tekin. Norðurlöndin geta einnig lagt af mörkum til nútímalegrar þróunar á Öryggisráðinu og starfsháttum þess. IPI ráðleggur Finnlandi að draga ekki úr þátttöku sinni innan SÞ eftir tapið í kosningum um sæti í Öryggisráðinu, heldur þvert á móti tvíeflast í t.d. samningaviðræðum og við lausn átaka. Öll Norðurlöndin þurfa að beita sömu nálgun. IPI undirstrikar einnig þörfina á að koma betur á framfæri skuldbindingum og árangri í alþjóðasamstarfi, að setja skýrari markmið í þróunarsamvinnu, byrja kosningabaráttu snemma og vera ákveðin. Með því að leggja meira af mörkum til friðargæslu SÞ geta aðildarríkin styrkt stöðu sína innan SÞ, segir í skýrslunni. Norðurlöndin hafa í dag einungis 288 manns í friðargæsluaðgerðum sem leiddar eru af Sameinuðu þjóðunum, þrátt fyrir góðan orðstír í friðargæslustörfum. IPI leggur til að Finnland leggi meira af mörkum til lausna átaka í Afríku. Sama verkefni er á dagskrá sænsku ríkisstjórnarinnar, sem samþykkti nýlega að senda 70 friðargæsluliða til Malí. Því þyrfti að fylgja eftir með enn frekara frumkvæði. Einmitt nú er mikið rætt um mikilvægi þess að styrkja norræna samvinnu. Því eru ummæli utanríkisráðherra Svíþjóðar, Carls Bildt, um að hverfa eigi frá norrænni samvinnu um málefni SÞ og samræma þau heldur innan ESB bæði órökrétt og óheppileg. Með samstarfi um málefni SÞ taka Norðurlöndin sýnilega ábyrgð á störfum Sameinuðu þjóðanna. Það er sérstaklega mikilvægt fyrir Ísland og Noreg, sem eru ekki í ESB. IPI-skýrslan hringir bjöllum á Norðurlöndum og er ákall um endurnýjaðan stuðning við SÞ. Sænska ríkisstjórnin tilkynnti fyrir níu árum um framboð sitt í sæti í Öryggisráðinu 2017-2018. Til að standa undir slíku framboði þarf fjármagn, mannafla og umfram allt pólitískan vilja. Með afdráttarlausum vilja, skýru upphafi á kosningabaráttu og stuðningi frá grannríkjunum gæti gilt fyrir Norðurlöndin að allt er þegar þrennt er, varðandi þátttöku í Öryggisráði SÞ. Greinin birtist á Norðurlöndunum í dag, föstudaginn 13. september 2013.
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar