Eigum erindi á vettvangi SÞ Formenn félaga SÞ á Norðurlöndum skrifar 13. september 2013 07:00 Norðurlöndin hafa margt fram að færa í samstarfi Sameinuðu þjóðanna, SÞ. Framlag þeirra til mannúðarstarfs SÞ er stórt, þau eru í forystu í mannréttindamálum – ekki síst stúlkna og kvenna – og þau hafa gott orðspor. Margir Norðurlandabúar hafa, allt frá því að Tryggvi Lie og Dag Hammarskjöld voru framkvæmdastjórar SÞ, verið í áberandi stöðum innan kerfis SÞ. Martti Ahtisaari, fyrrverandi forseti Finnlands, hefur lagt mikið af mörkum sem sáttasemjari á vegum SÞ, hin danska Ellen Margrethe Løj er sérstakur sendifulltrúi SÞ í Líberíu og okkar eigin Vigdís Finnbogadóttir er velgjörðarsendiherra Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO. Á Norðurlöndunum er fyrir hendi stofnanaþekking og drifkraftur sem er þörf á til að endurbæta og styrkja Sameinuðu þjóðirnar. Því er óheppilegt hve áberandi fjarvera Norðurlandanna í valdamestu stofnun SÞ, Öryggisráðinu, hefur verið á síðustu árum. Ísland tapaði kosningum til Öryggisráðsins 2008 fyrir Austurríki og Tyrklandi en litlu munaði að Finnland kæmist inn síðasta haust þegar það atti kappi við Ástralíu og Lúxemborg. Á sama tíma mistókst Svíþjóð að ná sæti í Mannréttindaráði SÞ. Alþjóðlega friðarstofnunin, IPI, lagði nýlega mat á framboð Finnlands til Öryggisráðsins. Í skýrslu IPI er staðfest að orðstír Norðurlandanna sé góður og að þau séu mikils metin innan SÞ. Það er að hluta tengt ríkum vilja þeirra til að leggja sitt af mörkum og því að þau séu laus við dulda hagsmuni. Norræna módelið skiptir verulega miklu máli en þegar fleiri ríki og samfélög keppa um athygli þarf bæði pólitískan vilja og sjálfstraust til að markaðssetja sig, segir IPI.Mörg atriði sameina Norðurlöndin hafa að einhverju leyti ólíka nálgun í alþjóðasamstarfi en mörg atriði sameina þau. Þar á meðal er þróun alþjóðalaga, jafnréttismál og viljinn til að koma í veg fyrir átök. Sterk norræn gildi eru verndun mannréttinda, sjálfbær þróun, straumlínulögun þróunarsamvinnu og aukin skilvirkni og gegnsæi í starfi SÞ, svo dæmi séu tekin. Norðurlöndin geta einnig lagt af mörkum til nútímalegrar þróunar á Öryggisráðinu og starfsháttum þess. IPI ráðleggur Finnlandi að draga ekki úr þátttöku sinni innan SÞ eftir tapið í kosningum um sæti í Öryggisráðinu, heldur þvert á móti tvíeflast í t.d. samningaviðræðum og við lausn átaka. Öll Norðurlöndin þurfa að beita sömu nálgun. IPI undirstrikar einnig þörfina á að koma betur á framfæri skuldbindingum og árangri í alþjóðasamstarfi, að setja skýrari markmið í þróunarsamvinnu, byrja kosningabaráttu snemma og vera ákveðin. Með því að leggja meira af mörkum til friðargæslu SÞ geta aðildarríkin styrkt stöðu sína innan SÞ, segir í skýrslunni. Norðurlöndin hafa í dag einungis 288 manns í friðargæsluaðgerðum sem leiddar eru af Sameinuðu þjóðunum, þrátt fyrir góðan orðstír í friðargæslustörfum. IPI leggur til að Finnland leggi meira af mörkum til lausna átaka í Afríku. Sama verkefni er á dagskrá sænsku ríkisstjórnarinnar, sem samþykkti nýlega að senda 70 friðargæsluliða til Malí. Því þyrfti að fylgja eftir með enn frekara frumkvæði. Einmitt nú er mikið rætt um mikilvægi þess að styrkja norræna samvinnu. Því eru ummæli utanríkisráðherra Svíþjóðar, Carls Bildt, um að hverfa eigi frá norrænni samvinnu um málefni SÞ og samræma þau heldur innan ESB bæði órökrétt og óheppileg. Með samstarfi um málefni SÞ taka Norðurlöndin sýnilega ábyrgð á störfum Sameinuðu þjóðanna. Það er sérstaklega mikilvægt fyrir Ísland og Noreg, sem eru ekki í ESB. IPI-skýrslan hringir bjöllum á Norðurlöndum og er ákall um endurnýjaðan stuðning við SÞ. Sænska ríkisstjórnin tilkynnti fyrir níu árum um framboð sitt í sæti í Öryggisráðinu 2017-2018. Til að standa undir slíku framboði þarf fjármagn, mannafla og umfram allt pólitískan vilja. Með afdráttarlausum vilja, skýru upphafi á kosningabaráttu og stuðningi frá grannríkjunum gæti gilt fyrir Norðurlöndin að allt er þegar þrennt er, varðandi þátttöku í Öryggisráði SÞ. Greinin birtist á Norðurlöndunum í dag, föstudaginn 13. september 2013. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Norðurlöndin hafa margt fram að færa í samstarfi Sameinuðu þjóðanna, SÞ. Framlag þeirra til mannúðarstarfs SÞ er stórt, þau eru í forystu í mannréttindamálum – ekki síst stúlkna og kvenna – og þau hafa gott orðspor. Margir Norðurlandabúar hafa, allt frá því að Tryggvi Lie og Dag Hammarskjöld voru framkvæmdastjórar SÞ, verið í áberandi stöðum innan kerfis SÞ. Martti Ahtisaari, fyrrverandi forseti Finnlands, hefur lagt mikið af mörkum sem sáttasemjari á vegum SÞ, hin danska Ellen Margrethe Løj er sérstakur sendifulltrúi SÞ í Líberíu og okkar eigin Vigdís Finnbogadóttir er velgjörðarsendiherra Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO. Á Norðurlöndunum er fyrir hendi stofnanaþekking og drifkraftur sem er þörf á til að endurbæta og styrkja Sameinuðu þjóðirnar. Því er óheppilegt hve áberandi fjarvera Norðurlandanna í valdamestu stofnun SÞ, Öryggisráðinu, hefur verið á síðustu árum. Ísland tapaði kosningum til Öryggisráðsins 2008 fyrir Austurríki og Tyrklandi en litlu munaði að Finnland kæmist inn síðasta haust þegar það atti kappi við Ástralíu og Lúxemborg. Á sama tíma mistókst Svíþjóð að ná sæti í Mannréttindaráði SÞ. Alþjóðlega friðarstofnunin, IPI, lagði nýlega mat á framboð Finnlands til Öryggisráðsins. Í skýrslu IPI er staðfest að orðstír Norðurlandanna sé góður og að þau séu mikils metin innan SÞ. Það er að hluta tengt ríkum vilja þeirra til að leggja sitt af mörkum og því að þau séu laus við dulda hagsmuni. Norræna módelið skiptir verulega miklu máli en þegar fleiri ríki og samfélög keppa um athygli þarf bæði pólitískan vilja og sjálfstraust til að markaðssetja sig, segir IPI.Mörg atriði sameina Norðurlöndin hafa að einhverju leyti ólíka nálgun í alþjóðasamstarfi en mörg atriði sameina þau. Þar á meðal er þróun alþjóðalaga, jafnréttismál og viljinn til að koma í veg fyrir átök. Sterk norræn gildi eru verndun mannréttinda, sjálfbær þróun, straumlínulögun þróunarsamvinnu og aukin skilvirkni og gegnsæi í starfi SÞ, svo dæmi séu tekin. Norðurlöndin geta einnig lagt af mörkum til nútímalegrar þróunar á Öryggisráðinu og starfsháttum þess. IPI ráðleggur Finnlandi að draga ekki úr þátttöku sinni innan SÞ eftir tapið í kosningum um sæti í Öryggisráðinu, heldur þvert á móti tvíeflast í t.d. samningaviðræðum og við lausn átaka. Öll Norðurlöndin þurfa að beita sömu nálgun. IPI undirstrikar einnig þörfina á að koma betur á framfæri skuldbindingum og árangri í alþjóðasamstarfi, að setja skýrari markmið í þróunarsamvinnu, byrja kosningabaráttu snemma og vera ákveðin. Með því að leggja meira af mörkum til friðargæslu SÞ geta aðildarríkin styrkt stöðu sína innan SÞ, segir í skýrslunni. Norðurlöndin hafa í dag einungis 288 manns í friðargæsluaðgerðum sem leiddar eru af Sameinuðu þjóðunum, þrátt fyrir góðan orðstír í friðargæslustörfum. IPI leggur til að Finnland leggi meira af mörkum til lausna átaka í Afríku. Sama verkefni er á dagskrá sænsku ríkisstjórnarinnar, sem samþykkti nýlega að senda 70 friðargæsluliða til Malí. Því þyrfti að fylgja eftir með enn frekara frumkvæði. Einmitt nú er mikið rætt um mikilvægi þess að styrkja norræna samvinnu. Því eru ummæli utanríkisráðherra Svíþjóðar, Carls Bildt, um að hverfa eigi frá norrænni samvinnu um málefni SÞ og samræma þau heldur innan ESB bæði órökrétt og óheppileg. Með samstarfi um málefni SÞ taka Norðurlöndin sýnilega ábyrgð á störfum Sameinuðu þjóðanna. Það er sérstaklega mikilvægt fyrir Ísland og Noreg, sem eru ekki í ESB. IPI-skýrslan hringir bjöllum á Norðurlöndum og er ákall um endurnýjaðan stuðning við SÞ. Sænska ríkisstjórnin tilkynnti fyrir níu árum um framboð sitt í sæti í Öryggisráðinu 2017-2018. Til að standa undir slíku framboði þarf fjármagn, mannafla og umfram allt pólitískan vilja. Með afdráttarlausum vilja, skýru upphafi á kosningabaráttu og stuðningi frá grannríkjunum gæti gilt fyrir Norðurlöndin að allt er þegar þrennt er, varðandi þátttöku í Öryggisráði SÞ. Greinin birtist á Norðurlöndunum í dag, föstudaginn 13. september 2013.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun