Lífríkið í Lagarfljóti sagt vera á vonarvöl Garðar Örn Úlfarsson skrifar 12. mars 2013 13:00 Trjágróður fellur ofan í Lagarfljót með bakkanum sem brotnað hefur austan við ána, til móts við flugvöllinn á Egilsstöðum. Aðsend mynd. Mynd/Úr einkasafni. "Þetta er nýjasta sjokkið. Fljótið er orðið svo dökkt að sólarljós kemst ekki niður og þar með fer þörungagróðurinn. Lífríkið er nánast búið í Lagarfljóti," segir Gunnar Jónsson, formaður bæjarráðs Fljótsdalshéraðs, um óbirta skýrslu varðandi lífríki Lagarfljóts eftir byggingu Kárahnjúkavirkjunar. Fljótið er dekkra en áður og botngróður dafnar illa. Fiskar og fuglar eru í hættu. Á undanförnum mánuðum hefur Landsvirkjun kynnt skýrslur um landbrot á bökkum Lagarfljóts og um áhrif Kárahnjúkavirkjunar á vatnsstöðu og grunnvatnsstöðu í ánni. Landbrotið er mikið og vatnsmagnið í Lagarfljóti er meira en öll reiknilíkön sýndu. Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs vill að Landsvirkjun grípi til aðgerða til að hindra landbrotið eins og sagði í Fréttablaðinu í gær. Gunnar Jónsson segir að nýjasta "sjokkið" hafi komið á síðasta fundi samskiptanefndar Fljótsdalshéraðs og Landsvirkjunar. Lagarfljót sé orðið mun dekkra en áður og það hindri ljóstillífun í þörungablóma. "Fiskur er því mikið til að hverfa úr fljótinu og sá fiskur sem þó er eftir er horaður. Þetta hefur síðan áhrif á þverárnar þar sem verið hefur veiði á sumrin á fiski sem gengur upp í árnar úr fljótinu. Það er allt að dragast saman," útskýrir Gunnar sem kveður áhrifin einnig ná til fuglalífs. "Ég spurði um lóminn, sem er nú rödd vorsins fyrir mér. Lómurinn kemur til með að nánast fara sögðu þeir," segir Gunnar sem fékk ekki afrit af lífríkisskýrslunni á fyrrnefndum fundi. "Við fengum ekki skýrsluna í hendurnar en engu að síður eru þetta niðurstöðurnar." Á fundi samskiptanefndarinnar voru hin háa vatnsstaða og landbrotið rædd. Landsvirkjun segir vatnsmagnið "ívið" meira en reiknað hafi verið með en bæjarstjórnin segir það vera "töluvert" meira. "Þetta vatnsmagn sem er umfram er þrjátíu rúmmetrar á sekúndu. Hvað framleiða þessir aukalítrar mikið af rafmagni og peningum fyrir Landsvirkjun? Það er það sem við förum í núna í framhaldi af þessum ósköpum öllum," segir Gunnar. Magnús Þór Gylfason, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, segir lífríkisskýrslu ekki tilbúna. Komið hafi fram í skýrslu fyrir umhverfismat á sínum tíma að skilyrði lífríkis í Lagarfljóti myndu rýrna þegar rennslið ykist. Einnig að aukning svifaurs myndi líklega rýra gönguskilyrði fiska um Lagarfljót. "Landsvirkjun mun funda með Veiðifélagi Lagarfljóts og fara yfir stöðuna með því. Ákvarðanir um framhald rannsókna, mótvægisaðgerða og eða annarra aðgerða verða teknar í samráði við félagið," segir Magnús Þór Gylfason. Tengdar fréttir Bújarðir og minjar í hættu við Lagarfljót "Landsvirkjun hefur aldrei viljað koma almennilega að þessu máli en það er kannski að breytast núna,“ segir Gunnar Jónsson, formaður bæjarráðs Fljótsdalshéraðs, um áhyggjur heimamanna af landbroti við Lagarfljót. Gunnar segir að í skýrslu um vatnsstöðuna í Lagarfljóti komi fram að vatnsmagnið sé töluvert meira en öll reiknilíkön vegna Kárahnúkavirkjunar gerðu ráð fyrir. 11. mars 2013 06:00 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Fleiri fréttir Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Sjá meira
"Þetta er nýjasta sjokkið. Fljótið er orðið svo dökkt að sólarljós kemst ekki niður og þar með fer þörungagróðurinn. Lífríkið er nánast búið í Lagarfljóti," segir Gunnar Jónsson, formaður bæjarráðs Fljótsdalshéraðs, um óbirta skýrslu varðandi lífríki Lagarfljóts eftir byggingu Kárahnjúkavirkjunar. Fljótið er dekkra en áður og botngróður dafnar illa. Fiskar og fuglar eru í hættu. Á undanförnum mánuðum hefur Landsvirkjun kynnt skýrslur um landbrot á bökkum Lagarfljóts og um áhrif Kárahnjúkavirkjunar á vatnsstöðu og grunnvatnsstöðu í ánni. Landbrotið er mikið og vatnsmagnið í Lagarfljóti er meira en öll reiknilíkön sýndu. Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs vill að Landsvirkjun grípi til aðgerða til að hindra landbrotið eins og sagði í Fréttablaðinu í gær. Gunnar Jónsson segir að nýjasta "sjokkið" hafi komið á síðasta fundi samskiptanefndar Fljótsdalshéraðs og Landsvirkjunar. Lagarfljót sé orðið mun dekkra en áður og það hindri ljóstillífun í þörungablóma. "Fiskur er því mikið til að hverfa úr fljótinu og sá fiskur sem þó er eftir er horaður. Þetta hefur síðan áhrif á þverárnar þar sem verið hefur veiði á sumrin á fiski sem gengur upp í árnar úr fljótinu. Það er allt að dragast saman," útskýrir Gunnar sem kveður áhrifin einnig ná til fuglalífs. "Ég spurði um lóminn, sem er nú rödd vorsins fyrir mér. Lómurinn kemur til með að nánast fara sögðu þeir," segir Gunnar sem fékk ekki afrit af lífríkisskýrslunni á fyrrnefndum fundi. "Við fengum ekki skýrsluna í hendurnar en engu að síður eru þetta niðurstöðurnar." Á fundi samskiptanefndarinnar voru hin háa vatnsstaða og landbrotið rædd. Landsvirkjun segir vatnsmagnið "ívið" meira en reiknað hafi verið með en bæjarstjórnin segir það vera "töluvert" meira. "Þetta vatnsmagn sem er umfram er þrjátíu rúmmetrar á sekúndu. Hvað framleiða þessir aukalítrar mikið af rafmagni og peningum fyrir Landsvirkjun? Það er það sem við förum í núna í framhaldi af þessum ósköpum öllum," segir Gunnar. Magnús Þór Gylfason, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, segir lífríkisskýrslu ekki tilbúna. Komið hafi fram í skýrslu fyrir umhverfismat á sínum tíma að skilyrði lífríkis í Lagarfljóti myndu rýrna þegar rennslið ykist. Einnig að aukning svifaurs myndi líklega rýra gönguskilyrði fiska um Lagarfljót. "Landsvirkjun mun funda með Veiðifélagi Lagarfljóts og fara yfir stöðuna með því. Ákvarðanir um framhald rannsókna, mótvægisaðgerða og eða annarra aðgerða verða teknar í samráði við félagið," segir Magnús Þór Gylfason.
Tengdar fréttir Bújarðir og minjar í hættu við Lagarfljót "Landsvirkjun hefur aldrei viljað koma almennilega að þessu máli en það er kannski að breytast núna,“ segir Gunnar Jónsson, formaður bæjarráðs Fljótsdalshéraðs, um áhyggjur heimamanna af landbroti við Lagarfljót. Gunnar segir að í skýrslu um vatnsstöðuna í Lagarfljóti komi fram að vatnsmagnið sé töluvert meira en öll reiknilíkön vegna Kárahnúkavirkjunar gerðu ráð fyrir. 11. mars 2013 06:00 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Fleiri fréttir Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Sjá meira
Bújarðir og minjar í hættu við Lagarfljót "Landsvirkjun hefur aldrei viljað koma almennilega að þessu máli en það er kannski að breytast núna,“ segir Gunnar Jónsson, formaður bæjarráðs Fljótsdalshéraðs, um áhyggjur heimamanna af landbroti við Lagarfljót. Gunnar segir að í skýrslu um vatnsstöðuna í Lagarfljóti komi fram að vatnsmagnið sé töluvert meira en öll reiknilíkön vegna Kárahnúkavirkjunar gerðu ráð fyrir. 11. mars 2013 06:00