Innlent

Bílbeltin björguðu tveimur ungum konum í bílveltu

Betur fór en á horfðist þegar bíll, með tveimur ungum konum um borð, fór út af þjóðveginum neðan við Bakkaselsbrekku í Öxnadal í gærkvöldi og valt fimm til sjö veltur uns hann staðnæmdist á hjólunum liðlega 60 metra frá veginum.

Þær voru nokkuð lemstraðar eftir öryggisbeltin og önnur hlaut skurð á höfði og voru þær fluttar á sjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar.

Border Collie hundur, sem einnig var í bílnum, hvarf út í náttmyrkrið og er ófundinn. Lögregla segir að ekki hefði þurft að spyrja að leikslokum, ef konurnar, sem eru 18 og 19 ára, hefðu ekki verið í bílbeltum. Bíllinn er ónýtur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×