Innlent

Mjög góð loðnuveiði á Breiðafirði

Mjög góð loðnuveiði var á Breiðafirði í gær og fram á nótt og eru þó nokkur skip á landleið með fullfermi og þau sem eftir eru munu að líkindum fylla sig um leið og veiðin glæðist aftur í birtingu.

Líkur benda til að þetta sé svonefnd vestanganga, sem ekki fer hringinn í kringum landið áður en hún hrygnir.

Að sögn skipstjórans á Vilhelm Þorsteinssyni var þetta besti dagurinn á vertíðinni til þessa og algengt að skipin væru að fá 500 til 600 tonn í kasti. Þá spillir ekki að blíðskapar veður er á Breiðafirði.

Vonir glæðast nú aftur um að það náist að veiða allann kvótann á þessari vertíð, en fyrir nokkrum dögum voru sjómenn orðnir vondaufir um það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×