Enski boltinn

Maicon til sölu á tombóluverði

Ein verstu kaup Man. City síðustu árin voru kaupin á brasilíska bakverðinum Maicon frá Inter síðasta sumar. Hann kostaði félagið þrjár milljónir punda.

Maicon hafði verið mikið meiddur og hefur í raun aldrei náð sér almennilega á strik síðustu árin.

Það stöðvaði ekki Man. City frá því að bjóða honum tæplega 19 milljónir króna í vikulaun. Nú er mál að linni og leikmaðurinn er kominn á sölulista. Stóra spurningin er hvort eitthvað lið vilji kaupa hann? Hann mun í það minnsta fást fyrir klink að því er enskir fjölmiðlar segja.

Það er stundum sagt að ferli Maicon hafi lokið er Gareth Bale gerði grín að honum í Meistaradeildarleik árið 2010. Þá skoraði Bale þrennu gegn Inter á útivelli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×