Enski boltinn

Rodgers sannfærði mig um að fara til Swansea

Stefán Árni Pálsson skrifar
Brendan Rodgers og Jonjo Shelvey ræða saman á síðustu leiktíð.
Brendan Rodgers og Jonjo Shelvey ræða saman á síðustu leiktíð. Mynd / Getty Images
Eins og margir hafa lesið er miðjumaðurinn Jonjo Shelvey á leiðinni til Swansea frá Liverpool.

Nú berast fregnir af því frá Englandi að það var Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, sem sannfærði Shelvey um að það væri gott skref fyrir feril hans að færa sig yfir til Swansea.

Swansea greiddi sex milljónir punda fyrir leikmanninn í vikunni en hann mun að öllum líkindum vera fastamaður í byrjunarliði Swansea á næsta tímabili.

„Það var erfið ákvörðun að yfirgefa Liverpool,“ sagði Shelvey.

„Það var samt sem áður heillandi að fara yfir til Swansea sem er klúbbur sem spilar svipaðan fótbolta og Liverpool, enda var Rodgers sjóri Swansea fyrir nokkru.“

„Brendan [Rodgers] sagði við mig að hann myndi aldrei hleypa mér til félags sem væri ekki að fara reynast mér vel. Hann sagð við mig að Swansea væri fullkomið lið fyrir mig.“

„Hann gat ekki lofað mér föstu sæti í byrjunarliði Liverpool og sagði því við mig að ef ég myndi fá tækifæri til að ganga til liðs við Swansea ætti ég að taka því.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×