Eyjamenn nutu guðlegrar forsjár Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. janúar 2013 09:35 Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir að guðleg forsjón, yfirvegun íbúa og sameiginlegt átak allra landsmanna hafi orðið Eyjamönnum að mildi hörmunanóttina 23. janúar 1973. Elliði ritar pistil í Fréttablaðið í dag í tilefni þess að fjörutíu ár eru liðin frá eldgosinu á Heimaey. Þar segir hann að æðruleysi, kraftur og einurð Eyjamanna í bland við gott skipulag og góða aðstoð hafi skapað árangur þessara mestu mannflutninga í sögu landsins. „Hvorki meira né minna en 2,5% þjóðarinnar áttu öryggi sitt undir því að komast frá eldsprungunni sem opnaðist nánast við bæjardyr þeirra. Í ávarpi sínu á gosnóttinni sagði Kristján Eldjárn, þáverandi forseti: „Leggur drottinn líkn með þraut" og má það til sanns vegar færa. Enginn veit hvernig farið hefði ef ekki hefði þá líkn verið að finna í þessari þraut að veður var gott í árstíð þegar allra veðra var von." Elliði segir til marks um einstakt geðslag Eyjamanna að þeir hafi aldrei tapað trúnni. „...og hugur flestra stefndi heim allan þann tíma sem eldur brann í jörðu heima í Eyjum. Þegar tæpast stóð var meira að segja gripið til þess ráðs að dæla sjó á glóandi hraunið til að hægja á eyðileggingarmættinum. Vandséð er að nokkru sinni hafi mannkynið gengið fastar fram gegn náttúruöflunum en þegar Eyjamenn – með dyggum stuðningi velunnara hér á landi og erlendis – réðust til atlögu gegn virku eldfjalli með hugrekkið og hugvitið sem sín vopn," eins og segir í pistli Elliða. Elliði líkur pistlinum með því að þakka landsmönnum öllum og vinaþjóðum kærlega fyrir ómetanlega aðstoð. „Þeim sem völdu að flytja ekki aftur heim til Eyja að gosi loknu vil ég þakka sérstaklega þann hlýhug sem þeir sýna ætíð heimahögunum. Verðmætin sem Vestmannaeyjar eiga í brottfluttum Eyjamönnum eru ómæld. Þeirra lóð á vogarskálar velgengni Eyjanna vega þungt. Sjálfur vil ég sérstaklega færa þeirri kynslóð sem valdi að flytja til baka það hugrekki sem hún sýndi á tímum sem án vafa voru þeir tvísýnustu í sögu byggðar í Vestmannaeyjum. Henni ber þakka það góða samfélag sem við Eyjamenn eigum í dag." Pistilinn í heild sinni má finna hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Fjörutíu ár frá upphafi gossins á Heimaey Fyrir fjörutíu árum hófst eldgos á Heimaey. Blómlegt byggðarlag með rúmlega 5.000 íbúa breyttist sem hendi væri veifað í flakandi eldsár og öskuskafla. Íslendingar allir voru þar minntir á að manneskjan er smá, líf og lán valt og veikt. Eyjamenn máttu í nauð sinni flýja heimili sín í fullkominni og algerri óvissu um framtíðina. Eignatjónið varð gríðarlegt og persónulegt áfall íbúanna mikið og sennilega mun meira en seinni tíma söguskýringar hafa viljað gangast við. Í næstum hálft ár ríkti tími óvissunnar. 23. janúar 2013 06:00 Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Fleiri fréttir Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Sjá meira
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir að guðleg forsjón, yfirvegun íbúa og sameiginlegt átak allra landsmanna hafi orðið Eyjamönnum að mildi hörmunanóttina 23. janúar 1973. Elliði ritar pistil í Fréttablaðið í dag í tilefni þess að fjörutíu ár eru liðin frá eldgosinu á Heimaey. Þar segir hann að æðruleysi, kraftur og einurð Eyjamanna í bland við gott skipulag og góða aðstoð hafi skapað árangur þessara mestu mannflutninga í sögu landsins. „Hvorki meira né minna en 2,5% þjóðarinnar áttu öryggi sitt undir því að komast frá eldsprungunni sem opnaðist nánast við bæjardyr þeirra. Í ávarpi sínu á gosnóttinni sagði Kristján Eldjárn, þáverandi forseti: „Leggur drottinn líkn með þraut" og má það til sanns vegar færa. Enginn veit hvernig farið hefði ef ekki hefði þá líkn verið að finna í þessari þraut að veður var gott í árstíð þegar allra veðra var von." Elliði segir til marks um einstakt geðslag Eyjamanna að þeir hafi aldrei tapað trúnni. „...og hugur flestra stefndi heim allan þann tíma sem eldur brann í jörðu heima í Eyjum. Þegar tæpast stóð var meira að segja gripið til þess ráðs að dæla sjó á glóandi hraunið til að hægja á eyðileggingarmættinum. Vandséð er að nokkru sinni hafi mannkynið gengið fastar fram gegn náttúruöflunum en þegar Eyjamenn – með dyggum stuðningi velunnara hér á landi og erlendis – réðust til atlögu gegn virku eldfjalli með hugrekkið og hugvitið sem sín vopn," eins og segir í pistli Elliða. Elliði líkur pistlinum með því að þakka landsmönnum öllum og vinaþjóðum kærlega fyrir ómetanlega aðstoð. „Þeim sem völdu að flytja ekki aftur heim til Eyja að gosi loknu vil ég þakka sérstaklega þann hlýhug sem þeir sýna ætíð heimahögunum. Verðmætin sem Vestmannaeyjar eiga í brottfluttum Eyjamönnum eru ómæld. Þeirra lóð á vogarskálar velgengni Eyjanna vega þungt. Sjálfur vil ég sérstaklega færa þeirri kynslóð sem valdi að flytja til baka það hugrekki sem hún sýndi á tímum sem án vafa voru þeir tvísýnustu í sögu byggðar í Vestmannaeyjum. Henni ber þakka það góða samfélag sem við Eyjamenn eigum í dag." Pistilinn í heild sinni má finna hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Fjörutíu ár frá upphafi gossins á Heimaey Fyrir fjörutíu árum hófst eldgos á Heimaey. Blómlegt byggðarlag með rúmlega 5.000 íbúa breyttist sem hendi væri veifað í flakandi eldsár og öskuskafla. Íslendingar allir voru þar minntir á að manneskjan er smá, líf og lán valt og veikt. Eyjamenn máttu í nauð sinni flýja heimili sín í fullkominni og algerri óvissu um framtíðina. Eignatjónið varð gríðarlegt og persónulegt áfall íbúanna mikið og sennilega mun meira en seinni tíma söguskýringar hafa viljað gangast við. Í næstum hálft ár ríkti tími óvissunnar. 23. janúar 2013 06:00 Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Fleiri fréttir Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Sjá meira
Fjörutíu ár frá upphafi gossins á Heimaey Fyrir fjörutíu árum hófst eldgos á Heimaey. Blómlegt byggðarlag með rúmlega 5.000 íbúa breyttist sem hendi væri veifað í flakandi eldsár og öskuskafla. Íslendingar allir voru þar minntir á að manneskjan er smá, líf og lán valt og veikt. Eyjamenn máttu í nauð sinni flýja heimili sín í fullkominni og algerri óvissu um framtíðina. Eignatjónið varð gríðarlegt og persónulegt áfall íbúanna mikið og sennilega mun meira en seinni tíma söguskýringar hafa viljað gangast við. Í næstum hálft ár ríkti tími óvissunnar. 23. janúar 2013 06:00