„Þingflokkurinn vill ekki að ég starfi fyrir sig“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. janúar 2013 16:53 Jón Bjarnason fyrrverandi ráðherra hefur sagt skilið við þingflokk Vinstri grænna. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, fyrsti varaforseti Alþingis, las upp yfirlýsingu frá Jóni í upphafi þingstarfa í dag. Jón sagði í viðtali við Heimi Má Pétursson í fréttum á Bylgjunni síðdegis í dag að reynt hefði á samstarf hans við þingflokkinn. „Þingflokkurinn krafðist þess að ég viki úr utanríkismálanefnd vegna afstöðu minnar og baráttu gegn umsókn um aðild að Evrópusambandinu. Þingflokkur sem vill ekki hafa mig í stærstu málum flokksins, grunnstefna flokksins er að við skulum ekki sækja um aðild að Evrópusambandinu, og þá eigum við bara ekki samleið," sagði Jón í viðtalinu. Þrátt fyrir að Jón hafi sagt sig úr þingflokknum mun hann áfram starfa innan stjórnmálaflokksins. Hann hefur ekki yfirgefið hryefinguna. „Nei, alls ekki. Grunnstefna Vinstri grænna er sú sem ég hef staðið á, hef starfað eftir og verið kosin til. Það er óbreytt. Þingflokkurinn, sem ekki vill að ég starfi fyrir sig, þá er það bara svo. Þar er ágreiningur." Aðspurður hvort Jón muni áfram greiða atkvæði með málum ríkisstjórnarinnar sagði þingmaðurinn: „Ég hef sagt það áður að ég muni greiða atkvæði með góðum málum sem mér finnst ástæða til að styðja við," segir Jón. Fjórir þingmenn Vinstri grænna og einn þingmaður Samfylkingarinnar hafa sagt skilið við ríkisstjórnina á kjörtímabilinu. Þingmennirnir eru Ásmundur Einar Daðason, Atli Gíslason, Lilja Mósesdóttir og Jón Bjarnason frá Vinstri grænum og Róbert Marshall frá Samfylkingunni. Stjórnarflokkarnir eru því með 30 þingmenn í dag en lágmarksmeirihluti á Alþingi eru 32 þingmenn. Þeir Róbert og Guðmundur steingrímsson, sem sagði sig úr þingflokki Framsóknarflokksins á kjörtímabilinu og gekk til liðs við þingflokkinn Bjarta framtíð, hafa hins vegar lýst því yfir að þeir muni verja stjórnina falli komi fram vantrauststillaga. Þá er vert að rifja upp að Þráinn Bertelsson sagði sig snemma á kjörtímabilinu úr þingflokki Borgarahreyfingarinnar og gekk í þingflokk Vinstri grænna. Þingflokkur Borgarahreyfingarinnar sagði sig frá stjórnmálasamtökunum sem þeir buðu sig fram fyrir og urðu Hreyfingin. Sjaldan eða aldrei hefur verið önnur eins hreyfing á þingmönnum á einu kjörtímabili. Tengdar fréttir Jón Bjarnason segir skilið við þingflokk VG Jón Bjarnason þingmaður hefur sagt sig úr þingflokki VG. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, varaforseti Alþingis, las bréf frá Jóni þessa efnis upp við upphaf þingfundar í dag. Jón hefur verið þingmaður flokksins frá árinu 1999, þegar flokkurinn fékk fyrst kjörna þingmenn á Alþingi. Jón tilkynnti á dögunum að hann ætlaði ekki að bjóða sig aftur fram fyrir flokkinn. 23. janúar 2013 15:08 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri stendur með meintu hávaðaseggjunum: „Vel gert“ Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Sjá meira
Jón Bjarnason fyrrverandi ráðherra hefur sagt skilið við þingflokk Vinstri grænna. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, fyrsti varaforseti Alþingis, las upp yfirlýsingu frá Jóni í upphafi þingstarfa í dag. Jón sagði í viðtali við Heimi Má Pétursson í fréttum á Bylgjunni síðdegis í dag að reynt hefði á samstarf hans við þingflokkinn. „Þingflokkurinn krafðist þess að ég viki úr utanríkismálanefnd vegna afstöðu minnar og baráttu gegn umsókn um aðild að Evrópusambandinu. Þingflokkur sem vill ekki hafa mig í stærstu málum flokksins, grunnstefna flokksins er að við skulum ekki sækja um aðild að Evrópusambandinu, og þá eigum við bara ekki samleið," sagði Jón í viðtalinu. Þrátt fyrir að Jón hafi sagt sig úr þingflokknum mun hann áfram starfa innan stjórnmálaflokksins. Hann hefur ekki yfirgefið hryefinguna. „Nei, alls ekki. Grunnstefna Vinstri grænna er sú sem ég hef staðið á, hef starfað eftir og verið kosin til. Það er óbreytt. Þingflokkurinn, sem ekki vill að ég starfi fyrir sig, þá er það bara svo. Þar er ágreiningur." Aðspurður hvort Jón muni áfram greiða atkvæði með málum ríkisstjórnarinnar sagði þingmaðurinn: „Ég hef sagt það áður að ég muni greiða atkvæði með góðum málum sem mér finnst ástæða til að styðja við," segir Jón. Fjórir þingmenn Vinstri grænna og einn þingmaður Samfylkingarinnar hafa sagt skilið við ríkisstjórnina á kjörtímabilinu. Þingmennirnir eru Ásmundur Einar Daðason, Atli Gíslason, Lilja Mósesdóttir og Jón Bjarnason frá Vinstri grænum og Róbert Marshall frá Samfylkingunni. Stjórnarflokkarnir eru því með 30 þingmenn í dag en lágmarksmeirihluti á Alþingi eru 32 þingmenn. Þeir Róbert og Guðmundur steingrímsson, sem sagði sig úr þingflokki Framsóknarflokksins á kjörtímabilinu og gekk til liðs við þingflokkinn Bjarta framtíð, hafa hins vegar lýst því yfir að þeir muni verja stjórnina falli komi fram vantrauststillaga. Þá er vert að rifja upp að Þráinn Bertelsson sagði sig snemma á kjörtímabilinu úr þingflokki Borgarahreyfingarinnar og gekk í þingflokk Vinstri grænna. Þingflokkur Borgarahreyfingarinnar sagði sig frá stjórnmálasamtökunum sem þeir buðu sig fram fyrir og urðu Hreyfingin. Sjaldan eða aldrei hefur verið önnur eins hreyfing á þingmönnum á einu kjörtímabili.
Tengdar fréttir Jón Bjarnason segir skilið við þingflokk VG Jón Bjarnason þingmaður hefur sagt sig úr þingflokki VG. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, varaforseti Alþingis, las bréf frá Jóni þessa efnis upp við upphaf þingfundar í dag. Jón hefur verið þingmaður flokksins frá árinu 1999, þegar flokkurinn fékk fyrst kjörna þingmenn á Alþingi. Jón tilkynnti á dögunum að hann ætlaði ekki að bjóða sig aftur fram fyrir flokkinn. 23. janúar 2013 15:08 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri stendur með meintu hávaðaseggjunum: „Vel gert“ Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Sjá meira
Jón Bjarnason segir skilið við þingflokk VG Jón Bjarnason þingmaður hefur sagt sig úr þingflokki VG. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, varaforseti Alþingis, las bréf frá Jóni þessa efnis upp við upphaf þingfundar í dag. Jón hefur verið þingmaður flokksins frá árinu 1999, þegar flokkurinn fékk fyrst kjörna þingmenn á Alþingi. Jón tilkynnti á dögunum að hann ætlaði ekki að bjóða sig aftur fram fyrir flokkinn. 23. janúar 2013 15:08