Blindir rekast á hindranir í háskóla Óli Kristján Ármannsson skrifar 7. febrúar 2013 06:00 Þórsteinssjóður styrkir rannsókn Hönnu Bjargar Sigurjónsdóttur dósents og Knúts Birgissonar doktorsnema á möguleikum blindra og sjónskertra til háskólanáms.Fréttablaðið/Valli Blindir og sjónskertir nemendur virðast mæta meiri takmörkunum í háskólanámi en aðrir hópar fatlaðra. „Í áratug hið minnsta hefur enginn blindur eða sjónskertur lokið hér háskólanámi," segir Hanna Björg Sigurjónsdóttir, dósent í félags- og mannvísindadeild Háskólans. Í nýrri rannsókn, sem hún vinnur að með Knúti Birgissyni doktorsnema, er sjónum beint sérstaklega að möguleikum blindra og sjónskertra til háskólanáms. Hanna Björg segir þó að margt hafi færst til betri vegar. Núna stundi hér tólf blindir eða sjónskertir einstaklingar háskólanám, fimm í Háskólanum í Reykjavík og sjö við Háskóla Íslands. Enn þurfi þó að færa ýmislegt til betri vegar. Hún bendir á að háskólanám geri ráð fyrir mjög miklum lestri og hraðri skimun texta, sem sé útilokuð fyrir blint fólk og sjónskert. „Út af þessu þurfa bókalistar kennara að liggja fyrir nógu snemma til að skanna megi inn bækur í tæka tíð." Hanna Björg segir oft takast vel upp, en þó séu dæmi um að langt sé liðið á misseri þegar nemendur fá lesefni. Þá sé hér ekki í boði sjóntúlkun fyrir blinda, en í sjóntúlkun er lýst fyrir blindum þeim þáttum í umhverfinu sem eyrað eitt nemur ekki. „En aðgengi að námsefni skiptir mestu máli." Úrræðið sem algengast er að fólk nýti sér eru svokallaðir „glósuvinir" en þá tekur samnemandi að sér að skrifa niður glósur og senda viðkomandi. Þá þurfi að haga fyrirlestrum þannig að það nægi að hlusta á þá. Þá sé mikilvægt að allir nemendur hafi aðgang að upptökum kennslustunda. Allur gangur sé á hvernig þessu sé háttað. Eins þurfi að taka á skipulagi námsins því erfitt sé fyrir blinda og sjónskerta að læra á nýja staði og leiðir. „Svæði eru illa aðgengileg, leiðarlínur vantar og jafnvel í nýjustu húsunum er allt úr gleri, húsgögn á miðju gólfi og erfitt að komast um." Innan háskólanna segir Hanna Björg hins vegar bæði skilning og vilja til breytinga. Þá beri þeir nemendur sem þau Knútur hafi talað við öllum vel söguna sem sinna við þá stuðningi í náminu. Þess sé því vonandi ekki langt að bíða að hér ljúki blind eða sjónskert manneskja námi. „Það er á okkar ábyrgð að ryðja úr vegi hindrunum svo möguleikar allra til náms séu jafnir." Sérstaka námsaðstöðu vantarBergvin Oddsson lýkur í vor öðru ári í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Fréttablaðið/PjeturTólf blindir eða sjónskertir nemendur stunda nú háskólanám hér á landi. Meira en áratugur er síðan nemandi með slíka fötlun lauk námi. Bergvin Oddsson, sem er í hópi blindra háskólanema, segir aðgengi vera helsta vandamálið innan Háskólans. „Við höfum tuðað yfir því síðustu tvö ár að fá þessar leiðarlínur og þá sérstaklega á Háskólatorgi, sem er stór bygging og mikið opið rými." Þá hafi verið gerðar athugasemdir við hönnun og litaval sem gerir sjónskertum líka erfitt fyrir. „Víða er allt gráleitt og lítill munur á gólfefnum og öðru slíku." Aukinheldur segir Bergvin skorta sérstaka námsaðstöðu, eða herbergi, fyrir nemendur sem þurfa aðstoð. Blindir geti illa lært í lesstofum þar sem krafist sé þagnar, því þeir þurfi að hlusta á námsefni og tala. Í opnum rýmum sé síðan slíkt áreiti að erfitt geti verið að læra þar. Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Ísland meðal ríkja sem vilja breytingar á Mannréttindasáttmálanum Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Ísland verður ekki með í Eurovision Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Sjá meira
Blindir og sjónskertir nemendur virðast mæta meiri takmörkunum í háskólanámi en aðrir hópar fatlaðra. „Í áratug hið minnsta hefur enginn blindur eða sjónskertur lokið hér háskólanámi," segir Hanna Björg Sigurjónsdóttir, dósent í félags- og mannvísindadeild Háskólans. Í nýrri rannsókn, sem hún vinnur að með Knúti Birgissyni doktorsnema, er sjónum beint sérstaklega að möguleikum blindra og sjónskertra til háskólanáms. Hanna Björg segir þó að margt hafi færst til betri vegar. Núna stundi hér tólf blindir eða sjónskertir einstaklingar háskólanám, fimm í Háskólanum í Reykjavík og sjö við Háskóla Íslands. Enn þurfi þó að færa ýmislegt til betri vegar. Hún bendir á að háskólanám geri ráð fyrir mjög miklum lestri og hraðri skimun texta, sem sé útilokuð fyrir blint fólk og sjónskert. „Út af þessu þurfa bókalistar kennara að liggja fyrir nógu snemma til að skanna megi inn bækur í tæka tíð." Hanna Björg segir oft takast vel upp, en þó séu dæmi um að langt sé liðið á misseri þegar nemendur fá lesefni. Þá sé hér ekki í boði sjóntúlkun fyrir blinda, en í sjóntúlkun er lýst fyrir blindum þeim þáttum í umhverfinu sem eyrað eitt nemur ekki. „En aðgengi að námsefni skiptir mestu máli." Úrræðið sem algengast er að fólk nýti sér eru svokallaðir „glósuvinir" en þá tekur samnemandi að sér að skrifa niður glósur og senda viðkomandi. Þá þurfi að haga fyrirlestrum þannig að það nægi að hlusta á þá. Þá sé mikilvægt að allir nemendur hafi aðgang að upptökum kennslustunda. Allur gangur sé á hvernig þessu sé háttað. Eins þurfi að taka á skipulagi námsins því erfitt sé fyrir blinda og sjónskerta að læra á nýja staði og leiðir. „Svæði eru illa aðgengileg, leiðarlínur vantar og jafnvel í nýjustu húsunum er allt úr gleri, húsgögn á miðju gólfi og erfitt að komast um." Innan háskólanna segir Hanna Björg hins vegar bæði skilning og vilja til breytinga. Þá beri þeir nemendur sem þau Knútur hafi talað við öllum vel söguna sem sinna við þá stuðningi í náminu. Þess sé því vonandi ekki langt að bíða að hér ljúki blind eða sjónskert manneskja námi. „Það er á okkar ábyrgð að ryðja úr vegi hindrunum svo möguleikar allra til náms séu jafnir." Sérstaka námsaðstöðu vantarBergvin Oddsson lýkur í vor öðru ári í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Fréttablaðið/PjeturTólf blindir eða sjónskertir nemendur stunda nú háskólanám hér á landi. Meira en áratugur er síðan nemandi með slíka fötlun lauk námi. Bergvin Oddsson, sem er í hópi blindra háskólanema, segir aðgengi vera helsta vandamálið innan Háskólans. „Við höfum tuðað yfir því síðustu tvö ár að fá þessar leiðarlínur og þá sérstaklega á Háskólatorgi, sem er stór bygging og mikið opið rými." Þá hafi verið gerðar athugasemdir við hönnun og litaval sem gerir sjónskertum líka erfitt fyrir. „Víða er allt gráleitt og lítill munur á gólfefnum og öðru slíku." Aukinheldur segir Bergvin skorta sérstaka námsaðstöðu, eða herbergi, fyrir nemendur sem þurfa aðstoð. Blindir geti illa lært í lesstofum þar sem krafist sé þagnar, því þeir þurfi að hlusta á námsefni og tala. Í opnum rýmum sé síðan slíkt áreiti að erfitt geti verið að læra þar.
Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Ísland meðal ríkja sem vilja breytingar á Mannréttindasáttmálanum Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Ísland verður ekki með í Eurovision Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Sjá meira