Blindir rekast á hindranir í háskóla Óli Kristján Ármannsson skrifar 7. febrúar 2013 06:00 Þórsteinssjóður styrkir rannsókn Hönnu Bjargar Sigurjónsdóttur dósents og Knúts Birgissonar doktorsnema á möguleikum blindra og sjónskertra til háskólanáms.Fréttablaðið/Valli Blindir og sjónskertir nemendur virðast mæta meiri takmörkunum í háskólanámi en aðrir hópar fatlaðra. „Í áratug hið minnsta hefur enginn blindur eða sjónskertur lokið hér háskólanámi," segir Hanna Björg Sigurjónsdóttir, dósent í félags- og mannvísindadeild Háskólans. Í nýrri rannsókn, sem hún vinnur að með Knúti Birgissyni doktorsnema, er sjónum beint sérstaklega að möguleikum blindra og sjónskertra til háskólanáms. Hanna Björg segir þó að margt hafi færst til betri vegar. Núna stundi hér tólf blindir eða sjónskertir einstaklingar háskólanám, fimm í Háskólanum í Reykjavík og sjö við Háskóla Íslands. Enn þurfi þó að færa ýmislegt til betri vegar. Hún bendir á að háskólanám geri ráð fyrir mjög miklum lestri og hraðri skimun texta, sem sé útilokuð fyrir blint fólk og sjónskert. „Út af þessu þurfa bókalistar kennara að liggja fyrir nógu snemma til að skanna megi inn bækur í tæka tíð." Hanna Björg segir oft takast vel upp, en þó séu dæmi um að langt sé liðið á misseri þegar nemendur fá lesefni. Þá sé hér ekki í boði sjóntúlkun fyrir blinda, en í sjóntúlkun er lýst fyrir blindum þeim þáttum í umhverfinu sem eyrað eitt nemur ekki. „En aðgengi að námsefni skiptir mestu máli." Úrræðið sem algengast er að fólk nýti sér eru svokallaðir „glósuvinir" en þá tekur samnemandi að sér að skrifa niður glósur og senda viðkomandi. Þá þurfi að haga fyrirlestrum þannig að það nægi að hlusta á þá. Þá sé mikilvægt að allir nemendur hafi aðgang að upptökum kennslustunda. Allur gangur sé á hvernig þessu sé háttað. Eins þurfi að taka á skipulagi námsins því erfitt sé fyrir blinda og sjónskerta að læra á nýja staði og leiðir. „Svæði eru illa aðgengileg, leiðarlínur vantar og jafnvel í nýjustu húsunum er allt úr gleri, húsgögn á miðju gólfi og erfitt að komast um." Innan háskólanna segir Hanna Björg hins vegar bæði skilning og vilja til breytinga. Þá beri þeir nemendur sem þau Knútur hafi talað við öllum vel söguna sem sinna við þá stuðningi í náminu. Þess sé því vonandi ekki langt að bíða að hér ljúki blind eða sjónskert manneskja námi. „Það er á okkar ábyrgð að ryðja úr vegi hindrunum svo möguleikar allra til náms séu jafnir." Sérstaka námsaðstöðu vantarBergvin Oddsson lýkur í vor öðru ári í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Fréttablaðið/PjeturTólf blindir eða sjónskertir nemendur stunda nú háskólanám hér á landi. Meira en áratugur er síðan nemandi með slíka fötlun lauk námi. Bergvin Oddsson, sem er í hópi blindra háskólanema, segir aðgengi vera helsta vandamálið innan Háskólans. „Við höfum tuðað yfir því síðustu tvö ár að fá þessar leiðarlínur og þá sérstaklega á Háskólatorgi, sem er stór bygging og mikið opið rými." Þá hafi verið gerðar athugasemdir við hönnun og litaval sem gerir sjónskertum líka erfitt fyrir. „Víða er allt gráleitt og lítill munur á gólfefnum og öðru slíku." Aukinheldur segir Bergvin skorta sérstaka námsaðstöðu, eða herbergi, fyrir nemendur sem þurfa aðstoð. Blindir geti illa lært í lesstofum þar sem krafist sé þagnar, því þeir þurfi að hlusta á námsefni og tala. Í opnum rýmum sé síðan slíkt áreiti að erfitt geti verið að læra þar. Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Refsingar leigubílstjórans og vinar hans þyngdar Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Sjá meira
Blindir og sjónskertir nemendur virðast mæta meiri takmörkunum í háskólanámi en aðrir hópar fatlaðra. „Í áratug hið minnsta hefur enginn blindur eða sjónskertur lokið hér háskólanámi," segir Hanna Björg Sigurjónsdóttir, dósent í félags- og mannvísindadeild Háskólans. Í nýrri rannsókn, sem hún vinnur að með Knúti Birgissyni doktorsnema, er sjónum beint sérstaklega að möguleikum blindra og sjónskertra til háskólanáms. Hanna Björg segir þó að margt hafi færst til betri vegar. Núna stundi hér tólf blindir eða sjónskertir einstaklingar háskólanám, fimm í Háskólanum í Reykjavík og sjö við Háskóla Íslands. Enn þurfi þó að færa ýmislegt til betri vegar. Hún bendir á að háskólanám geri ráð fyrir mjög miklum lestri og hraðri skimun texta, sem sé útilokuð fyrir blint fólk og sjónskert. „Út af þessu þurfa bókalistar kennara að liggja fyrir nógu snemma til að skanna megi inn bækur í tæka tíð." Hanna Björg segir oft takast vel upp, en þó séu dæmi um að langt sé liðið á misseri þegar nemendur fá lesefni. Þá sé hér ekki í boði sjóntúlkun fyrir blinda, en í sjóntúlkun er lýst fyrir blindum þeim þáttum í umhverfinu sem eyrað eitt nemur ekki. „En aðgengi að námsefni skiptir mestu máli." Úrræðið sem algengast er að fólk nýti sér eru svokallaðir „glósuvinir" en þá tekur samnemandi að sér að skrifa niður glósur og senda viðkomandi. Þá þurfi að haga fyrirlestrum þannig að það nægi að hlusta á þá. Þá sé mikilvægt að allir nemendur hafi aðgang að upptökum kennslustunda. Allur gangur sé á hvernig þessu sé háttað. Eins þurfi að taka á skipulagi námsins því erfitt sé fyrir blinda og sjónskerta að læra á nýja staði og leiðir. „Svæði eru illa aðgengileg, leiðarlínur vantar og jafnvel í nýjustu húsunum er allt úr gleri, húsgögn á miðju gólfi og erfitt að komast um." Innan háskólanna segir Hanna Björg hins vegar bæði skilning og vilja til breytinga. Þá beri þeir nemendur sem þau Knútur hafi talað við öllum vel söguna sem sinna við þá stuðningi í náminu. Þess sé því vonandi ekki langt að bíða að hér ljúki blind eða sjónskert manneskja námi. „Það er á okkar ábyrgð að ryðja úr vegi hindrunum svo möguleikar allra til náms séu jafnir." Sérstaka námsaðstöðu vantarBergvin Oddsson lýkur í vor öðru ári í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Fréttablaðið/PjeturTólf blindir eða sjónskertir nemendur stunda nú háskólanám hér á landi. Meira en áratugur er síðan nemandi með slíka fötlun lauk námi. Bergvin Oddsson, sem er í hópi blindra háskólanema, segir aðgengi vera helsta vandamálið innan Háskólans. „Við höfum tuðað yfir því síðustu tvö ár að fá þessar leiðarlínur og þá sérstaklega á Háskólatorgi, sem er stór bygging og mikið opið rými." Þá hafi verið gerðar athugasemdir við hönnun og litaval sem gerir sjónskertum líka erfitt fyrir. „Víða er allt gráleitt og lítill munur á gólfefnum og öðru slíku." Aukinheldur segir Bergvin skorta sérstaka námsaðstöðu, eða herbergi, fyrir nemendur sem þurfa aðstoð. Blindir geti illa lært í lesstofum þar sem krafist sé þagnar, því þeir þurfi að hlusta á námsefni og tala. Í opnum rýmum sé síðan slíkt áreiti að erfitt geti verið að læra þar.
Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Refsingar leigubílstjórans og vinar hans þyngdar Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Sjá meira