Blindir rekast á hindranir í háskóla Óli Kristján Ármannsson skrifar 7. febrúar 2013 06:00 Þórsteinssjóður styrkir rannsókn Hönnu Bjargar Sigurjónsdóttur dósents og Knúts Birgissonar doktorsnema á möguleikum blindra og sjónskertra til háskólanáms.Fréttablaðið/Valli Blindir og sjónskertir nemendur virðast mæta meiri takmörkunum í háskólanámi en aðrir hópar fatlaðra. „Í áratug hið minnsta hefur enginn blindur eða sjónskertur lokið hér háskólanámi," segir Hanna Björg Sigurjónsdóttir, dósent í félags- og mannvísindadeild Háskólans. Í nýrri rannsókn, sem hún vinnur að með Knúti Birgissyni doktorsnema, er sjónum beint sérstaklega að möguleikum blindra og sjónskertra til háskólanáms. Hanna Björg segir þó að margt hafi færst til betri vegar. Núna stundi hér tólf blindir eða sjónskertir einstaklingar háskólanám, fimm í Háskólanum í Reykjavík og sjö við Háskóla Íslands. Enn þurfi þó að færa ýmislegt til betri vegar. Hún bendir á að háskólanám geri ráð fyrir mjög miklum lestri og hraðri skimun texta, sem sé útilokuð fyrir blint fólk og sjónskert. „Út af þessu þurfa bókalistar kennara að liggja fyrir nógu snemma til að skanna megi inn bækur í tæka tíð." Hanna Björg segir oft takast vel upp, en þó séu dæmi um að langt sé liðið á misseri þegar nemendur fá lesefni. Þá sé hér ekki í boði sjóntúlkun fyrir blinda, en í sjóntúlkun er lýst fyrir blindum þeim þáttum í umhverfinu sem eyrað eitt nemur ekki. „En aðgengi að námsefni skiptir mestu máli." Úrræðið sem algengast er að fólk nýti sér eru svokallaðir „glósuvinir" en þá tekur samnemandi að sér að skrifa niður glósur og senda viðkomandi. Þá þurfi að haga fyrirlestrum þannig að það nægi að hlusta á þá. Þá sé mikilvægt að allir nemendur hafi aðgang að upptökum kennslustunda. Allur gangur sé á hvernig þessu sé háttað. Eins þurfi að taka á skipulagi námsins því erfitt sé fyrir blinda og sjónskerta að læra á nýja staði og leiðir. „Svæði eru illa aðgengileg, leiðarlínur vantar og jafnvel í nýjustu húsunum er allt úr gleri, húsgögn á miðju gólfi og erfitt að komast um." Innan háskólanna segir Hanna Björg hins vegar bæði skilning og vilja til breytinga. Þá beri þeir nemendur sem þau Knútur hafi talað við öllum vel söguna sem sinna við þá stuðningi í náminu. Þess sé því vonandi ekki langt að bíða að hér ljúki blind eða sjónskert manneskja námi. „Það er á okkar ábyrgð að ryðja úr vegi hindrunum svo möguleikar allra til náms séu jafnir." Sérstaka námsaðstöðu vantarBergvin Oddsson lýkur í vor öðru ári í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Fréttablaðið/PjeturTólf blindir eða sjónskertir nemendur stunda nú háskólanám hér á landi. Meira en áratugur er síðan nemandi með slíka fötlun lauk námi. Bergvin Oddsson, sem er í hópi blindra háskólanema, segir aðgengi vera helsta vandamálið innan Háskólans. „Við höfum tuðað yfir því síðustu tvö ár að fá þessar leiðarlínur og þá sérstaklega á Háskólatorgi, sem er stór bygging og mikið opið rými." Þá hafi verið gerðar athugasemdir við hönnun og litaval sem gerir sjónskertum líka erfitt fyrir. „Víða er allt gráleitt og lítill munur á gólfefnum og öðru slíku." Aukinheldur segir Bergvin skorta sérstaka námsaðstöðu, eða herbergi, fyrir nemendur sem þurfa aðstoð. Blindir geti illa lært í lesstofum þar sem krafist sé þagnar, því þeir þurfi að hlusta á námsefni og tala. Í opnum rýmum sé síðan slíkt áreiti að erfitt geti verið að læra þar. Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Blindir og sjónskertir nemendur virðast mæta meiri takmörkunum í háskólanámi en aðrir hópar fatlaðra. „Í áratug hið minnsta hefur enginn blindur eða sjónskertur lokið hér háskólanámi," segir Hanna Björg Sigurjónsdóttir, dósent í félags- og mannvísindadeild Háskólans. Í nýrri rannsókn, sem hún vinnur að með Knúti Birgissyni doktorsnema, er sjónum beint sérstaklega að möguleikum blindra og sjónskertra til háskólanáms. Hanna Björg segir þó að margt hafi færst til betri vegar. Núna stundi hér tólf blindir eða sjónskertir einstaklingar háskólanám, fimm í Háskólanum í Reykjavík og sjö við Háskóla Íslands. Enn þurfi þó að færa ýmislegt til betri vegar. Hún bendir á að háskólanám geri ráð fyrir mjög miklum lestri og hraðri skimun texta, sem sé útilokuð fyrir blint fólk og sjónskert. „Út af þessu þurfa bókalistar kennara að liggja fyrir nógu snemma til að skanna megi inn bækur í tæka tíð." Hanna Björg segir oft takast vel upp, en þó séu dæmi um að langt sé liðið á misseri þegar nemendur fá lesefni. Þá sé hér ekki í boði sjóntúlkun fyrir blinda, en í sjóntúlkun er lýst fyrir blindum þeim þáttum í umhverfinu sem eyrað eitt nemur ekki. „En aðgengi að námsefni skiptir mestu máli." Úrræðið sem algengast er að fólk nýti sér eru svokallaðir „glósuvinir" en þá tekur samnemandi að sér að skrifa niður glósur og senda viðkomandi. Þá þurfi að haga fyrirlestrum þannig að það nægi að hlusta á þá. Þá sé mikilvægt að allir nemendur hafi aðgang að upptökum kennslustunda. Allur gangur sé á hvernig þessu sé háttað. Eins þurfi að taka á skipulagi námsins því erfitt sé fyrir blinda og sjónskerta að læra á nýja staði og leiðir. „Svæði eru illa aðgengileg, leiðarlínur vantar og jafnvel í nýjustu húsunum er allt úr gleri, húsgögn á miðju gólfi og erfitt að komast um." Innan háskólanna segir Hanna Björg hins vegar bæði skilning og vilja til breytinga. Þá beri þeir nemendur sem þau Knútur hafi talað við öllum vel söguna sem sinna við þá stuðningi í náminu. Þess sé því vonandi ekki langt að bíða að hér ljúki blind eða sjónskert manneskja námi. „Það er á okkar ábyrgð að ryðja úr vegi hindrunum svo möguleikar allra til náms séu jafnir." Sérstaka námsaðstöðu vantarBergvin Oddsson lýkur í vor öðru ári í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Fréttablaðið/PjeturTólf blindir eða sjónskertir nemendur stunda nú háskólanám hér á landi. Meira en áratugur er síðan nemandi með slíka fötlun lauk námi. Bergvin Oddsson, sem er í hópi blindra háskólanema, segir aðgengi vera helsta vandamálið innan Háskólans. „Við höfum tuðað yfir því síðustu tvö ár að fá þessar leiðarlínur og þá sérstaklega á Háskólatorgi, sem er stór bygging og mikið opið rými." Þá hafi verið gerðar athugasemdir við hönnun og litaval sem gerir sjónskertum líka erfitt fyrir. „Víða er allt gráleitt og lítill munur á gólfefnum og öðru slíku." Aukinheldur segir Bergvin skorta sérstaka námsaðstöðu, eða herbergi, fyrir nemendur sem þurfa aðstoð. Blindir geti illa lært í lesstofum þar sem krafist sé þagnar, því þeir þurfi að hlusta á námsefni og tala. Í opnum rýmum sé síðan slíkt áreiti að erfitt geti verið að læra þar.
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“