Lögreglumaður sýknaður af kynferðisbroti - strauk brjóst í góðri trú 7. febrúar 2013 16:50 Myndin er úr safni. Hæstiréttur Íslands staðfesti sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir lögreglumanni sem var ákærður fyrir kynferðislega áreitni og sært blygðunarkennd konu, en konan sagði að áreitnin hefði átt sér stað í júlí árið 2011. Lögreglan var kölluð að bensínstöð þar sem konan vann en hún var kunnug lögreglumanninum. Ástæðan var bensínþjófnaður. Maðurinn fór með konuna inn á skrifstofu þar sem hann lokaði hurðinni en þar átti hann að hafa áreitt hana kynferðislega með því að „koma því til leiðar að hann gat nálgast hana einslega í lokuðu herbergi við upplýsingaöflun vegna lögregluverkefnis og segja þar við hana að hún væri „alltaf jafn sexý" og stuttu síðar með því að pota tvisvar með penna í vinstra brjóst hennar, snerta hana svo með hendi á sama stað og loks strjúka henni með fingri á hægra brjósti, utan klæða," eins og það er orðað í ákæruskjali. Lögreglumaðurinn segir að á milli þeirra hafi verið nokkurskonar „daðurssamband" þar sem hún ávarpaði hann „hæ sæti" og hann svaraði í sömu mynt. Þá sagði hann að hún hefði klipið sig í rassinn. Þetta samband hafi verið góðlátlegt. Myndbandsupptaka af samskiptum þeirra í herberginu lá fyrir hjá dómi en þar var ekki hægt að sjá að maðurinn hefði potað í brjóst hennar með pennanum. Svo virtist sem það færi ágætlega á milli þeirra, meðal annars hafi konan brosað. Sjálf sagði hún fyrir dómi að brosin hefðu verið kurteisisvottur. Lögreglumaðurinn játaði hinsvegar að hafa strokið brjóst hennar með utanklæða með fingri, en hætt því um leið og konan gaf til kynna að það væri ekki í lagi. Í niðurstöðu dómsins kemur fram að það sé ekki nægilega miklar sakir til þess að sakfella lögreglumanninn um kynferðisbrot þar sem maðurinn strauk brjóst konunnar í góðri trú. Orðrétt segir um þetta brot: „Að þessu virtu er það mat dómsins að ákærði hafi verið í góðri trú um að háttsemin væri A ekki á móti skapi en hann hætti þegar í stað er hún gaf annað til kynna." Undir þetta tekur Hæstiréttur Íslands og er maðurinn því sýknaður. Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Sjá meira
Hæstiréttur Íslands staðfesti sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir lögreglumanni sem var ákærður fyrir kynferðislega áreitni og sært blygðunarkennd konu, en konan sagði að áreitnin hefði átt sér stað í júlí árið 2011. Lögreglan var kölluð að bensínstöð þar sem konan vann en hún var kunnug lögreglumanninum. Ástæðan var bensínþjófnaður. Maðurinn fór með konuna inn á skrifstofu þar sem hann lokaði hurðinni en þar átti hann að hafa áreitt hana kynferðislega með því að „koma því til leiðar að hann gat nálgast hana einslega í lokuðu herbergi við upplýsingaöflun vegna lögregluverkefnis og segja þar við hana að hún væri „alltaf jafn sexý" og stuttu síðar með því að pota tvisvar með penna í vinstra brjóst hennar, snerta hana svo með hendi á sama stað og loks strjúka henni með fingri á hægra brjósti, utan klæða," eins og það er orðað í ákæruskjali. Lögreglumaðurinn segir að á milli þeirra hafi verið nokkurskonar „daðurssamband" þar sem hún ávarpaði hann „hæ sæti" og hann svaraði í sömu mynt. Þá sagði hann að hún hefði klipið sig í rassinn. Þetta samband hafi verið góðlátlegt. Myndbandsupptaka af samskiptum þeirra í herberginu lá fyrir hjá dómi en þar var ekki hægt að sjá að maðurinn hefði potað í brjóst hennar með pennanum. Svo virtist sem það færi ágætlega á milli þeirra, meðal annars hafi konan brosað. Sjálf sagði hún fyrir dómi að brosin hefðu verið kurteisisvottur. Lögreglumaðurinn játaði hinsvegar að hafa strokið brjóst hennar með utanklæða með fingri, en hætt því um leið og konan gaf til kynna að það væri ekki í lagi. Í niðurstöðu dómsins kemur fram að það sé ekki nægilega miklar sakir til þess að sakfella lögreglumanninn um kynferðisbrot þar sem maðurinn strauk brjóst konunnar í góðri trú. Orðrétt segir um þetta brot: „Að þessu virtu er það mat dómsins að ákærði hafi verið í góðri trú um að háttsemin væri A ekki á móti skapi en hann hætti þegar í stað er hún gaf annað til kynna." Undir þetta tekur Hæstiréttur Íslands og er maðurinn því sýknaður.
Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Sjá meira