Má bjóða þér að setjast í bankastjórn? 7. febrúar 2013 17:41 Bankasýsla ríkisins leitar að einstaklingum til stjórnarsetu í fjármálafyrirtækjum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnuninni í dag. Bankasýsla ríkisins fer með eignarhluti ríkisins í Arion Banka, Íslandsbanka og Landsbankanum auk Sparisjóðs Bolungarvíkur, Norðfjarðar, Svarfdæla, Vestamannaeyja og Þórshafnar og nágrennis. Sérstök þriggja manna valnefnd, sem skipuð er af stjórn Bankasýslu ríkisins, tilnefnir aðila fyrir hönd ríkisins sem rétt hafa til setu fyrir hönd þess í bankaráðum eða stjórnum fyrirtækja á forræði stofnunarinnar. Stjórn Bankasýslu ríkisins óskar formlega eftir tilnefningum valnefndar um stjórnarmenn fyrir stjórnarkjör í hlutaðeigandi bankaráðum eða stjórnum. Um hæfisskilyrði stjórnarmanna segir í lögum stofnunarinnar:Við ákvörðun um tilnefningu á stjórnarmanni skal valnefndin við mat sitt á hæfni aðila taka mið af yfirsýn, þekkingu og reynslu viðkomandi í tengslum við fyrirtækjarekstur og starfshætti fjármálafyrirtækja. Nefndin skal huga að þörfum hvers fyrirtækis fyrir sig og tilnefna stjórnarmenn sem hafa fjölbreyttan bakgrunn hvað varðar menntun og hæfni.Valnefndin þarf í tilnefningum sínum að huga að samsetningu stjórna fjármálafyrirtækja sem og hæfni þeirra stjórnarmanna sem fyrir eru. Þannig verði gætt að heildaryfirbragði og reynt að tryggja að stjórnir fjármálafyrirtækja verði ekki of einsleitar. Valnefndinni ber að gæta þess í tilnefningum sínum að ekki séu valdir aðilar þar sem möguleiki sé á hagsmunaárekstrum við önnur störf þeirra.Þá ber valnefndinni í tilnefningum sínum að gæta að öðrum mögulegumhagsmunaárekstrum s.s. vegna fjárhags- og/eða skyldleikatengsla. Sé um slíka hagsmunaárekstra að ræða kemur viðkomandi aðili ekki til greina sem stjórnarmaður.Aðili sem valnefndin tilnefnir sem stjórnarmann í tilteknu fjármálafyrirtæki skal uppfylla hæfisskilyrði 52. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, og í þeim tilvikum sem fjármálafyrirtæki eru hlutafélög, hæfisskilyrði stjórnarmanna sem tilgreind eru í lögum um hlutafélög nr. 2/1995.Valnefndin skal í störfum sínum fara eftir verklagi Fjármálaeftirlitsins við mat á hæfi stjórnarmanna frá 10. febrúar 2010 og spurningalista því tengdu. Valnefndin skal hafa samstarf við Fjármálaeftirlitið um mat á hæfi eftir því sem þörf er á. Nánar má lesa um starfið á heimasíðu Bankasýslunnar en þar er einnig hægt að fylla út umsóknareyðublað. Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Bankasýsla ríkisins leitar að einstaklingum til stjórnarsetu í fjármálafyrirtækjum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnuninni í dag. Bankasýsla ríkisins fer með eignarhluti ríkisins í Arion Banka, Íslandsbanka og Landsbankanum auk Sparisjóðs Bolungarvíkur, Norðfjarðar, Svarfdæla, Vestamannaeyja og Þórshafnar og nágrennis. Sérstök þriggja manna valnefnd, sem skipuð er af stjórn Bankasýslu ríkisins, tilnefnir aðila fyrir hönd ríkisins sem rétt hafa til setu fyrir hönd þess í bankaráðum eða stjórnum fyrirtækja á forræði stofnunarinnar. Stjórn Bankasýslu ríkisins óskar formlega eftir tilnefningum valnefndar um stjórnarmenn fyrir stjórnarkjör í hlutaðeigandi bankaráðum eða stjórnum. Um hæfisskilyrði stjórnarmanna segir í lögum stofnunarinnar:Við ákvörðun um tilnefningu á stjórnarmanni skal valnefndin við mat sitt á hæfni aðila taka mið af yfirsýn, þekkingu og reynslu viðkomandi í tengslum við fyrirtækjarekstur og starfshætti fjármálafyrirtækja. Nefndin skal huga að þörfum hvers fyrirtækis fyrir sig og tilnefna stjórnarmenn sem hafa fjölbreyttan bakgrunn hvað varðar menntun og hæfni.Valnefndin þarf í tilnefningum sínum að huga að samsetningu stjórna fjármálafyrirtækja sem og hæfni þeirra stjórnarmanna sem fyrir eru. Þannig verði gætt að heildaryfirbragði og reynt að tryggja að stjórnir fjármálafyrirtækja verði ekki of einsleitar. Valnefndinni ber að gæta þess í tilnefningum sínum að ekki séu valdir aðilar þar sem möguleiki sé á hagsmunaárekstrum við önnur störf þeirra.Þá ber valnefndinni í tilnefningum sínum að gæta að öðrum mögulegumhagsmunaárekstrum s.s. vegna fjárhags- og/eða skyldleikatengsla. Sé um slíka hagsmunaárekstra að ræða kemur viðkomandi aðili ekki til greina sem stjórnarmaður.Aðili sem valnefndin tilnefnir sem stjórnarmann í tilteknu fjármálafyrirtæki skal uppfylla hæfisskilyrði 52. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, og í þeim tilvikum sem fjármálafyrirtæki eru hlutafélög, hæfisskilyrði stjórnarmanna sem tilgreind eru í lögum um hlutafélög nr. 2/1995.Valnefndin skal í störfum sínum fara eftir verklagi Fjármálaeftirlitsins við mat á hæfi stjórnarmanna frá 10. febrúar 2010 og spurningalista því tengdu. Valnefndin skal hafa samstarf við Fjármálaeftirlitið um mat á hæfi eftir því sem þörf er á. Nánar má lesa um starfið á heimasíðu Bankasýslunnar en þar er einnig hægt að fylla út umsóknareyðublað.
Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira