Má bjóða þér að setjast í bankastjórn? 7. febrúar 2013 17:41 Bankasýsla ríkisins leitar að einstaklingum til stjórnarsetu í fjármálafyrirtækjum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnuninni í dag. Bankasýsla ríkisins fer með eignarhluti ríkisins í Arion Banka, Íslandsbanka og Landsbankanum auk Sparisjóðs Bolungarvíkur, Norðfjarðar, Svarfdæla, Vestamannaeyja og Þórshafnar og nágrennis. Sérstök þriggja manna valnefnd, sem skipuð er af stjórn Bankasýslu ríkisins, tilnefnir aðila fyrir hönd ríkisins sem rétt hafa til setu fyrir hönd þess í bankaráðum eða stjórnum fyrirtækja á forræði stofnunarinnar. Stjórn Bankasýslu ríkisins óskar formlega eftir tilnefningum valnefndar um stjórnarmenn fyrir stjórnarkjör í hlutaðeigandi bankaráðum eða stjórnum. Um hæfisskilyrði stjórnarmanna segir í lögum stofnunarinnar:Við ákvörðun um tilnefningu á stjórnarmanni skal valnefndin við mat sitt á hæfni aðila taka mið af yfirsýn, þekkingu og reynslu viðkomandi í tengslum við fyrirtækjarekstur og starfshætti fjármálafyrirtækja. Nefndin skal huga að þörfum hvers fyrirtækis fyrir sig og tilnefna stjórnarmenn sem hafa fjölbreyttan bakgrunn hvað varðar menntun og hæfni.Valnefndin þarf í tilnefningum sínum að huga að samsetningu stjórna fjármálafyrirtækja sem og hæfni þeirra stjórnarmanna sem fyrir eru. Þannig verði gætt að heildaryfirbragði og reynt að tryggja að stjórnir fjármálafyrirtækja verði ekki of einsleitar. Valnefndinni ber að gæta þess í tilnefningum sínum að ekki séu valdir aðilar þar sem möguleiki sé á hagsmunaárekstrum við önnur störf þeirra.Þá ber valnefndinni í tilnefningum sínum að gæta að öðrum mögulegumhagsmunaárekstrum s.s. vegna fjárhags- og/eða skyldleikatengsla. Sé um slíka hagsmunaárekstra að ræða kemur viðkomandi aðili ekki til greina sem stjórnarmaður.Aðili sem valnefndin tilnefnir sem stjórnarmann í tilteknu fjármálafyrirtæki skal uppfylla hæfisskilyrði 52. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, og í þeim tilvikum sem fjármálafyrirtæki eru hlutafélög, hæfisskilyrði stjórnarmanna sem tilgreind eru í lögum um hlutafélög nr. 2/1995.Valnefndin skal í störfum sínum fara eftir verklagi Fjármálaeftirlitsins við mat á hæfi stjórnarmanna frá 10. febrúar 2010 og spurningalista því tengdu. Valnefndin skal hafa samstarf við Fjármálaeftirlitið um mat á hæfi eftir því sem þörf er á. Nánar má lesa um starfið á heimasíðu Bankasýslunnar en þar er einnig hægt að fylla út umsóknareyðublað. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Bankasýsla ríkisins leitar að einstaklingum til stjórnarsetu í fjármálafyrirtækjum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnuninni í dag. Bankasýsla ríkisins fer með eignarhluti ríkisins í Arion Banka, Íslandsbanka og Landsbankanum auk Sparisjóðs Bolungarvíkur, Norðfjarðar, Svarfdæla, Vestamannaeyja og Þórshafnar og nágrennis. Sérstök þriggja manna valnefnd, sem skipuð er af stjórn Bankasýslu ríkisins, tilnefnir aðila fyrir hönd ríkisins sem rétt hafa til setu fyrir hönd þess í bankaráðum eða stjórnum fyrirtækja á forræði stofnunarinnar. Stjórn Bankasýslu ríkisins óskar formlega eftir tilnefningum valnefndar um stjórnarmenn fyrir stjórnarkjör í hlutaðeigandi bankaráðum eða stjórnum. Um hæfisskilyrði stjórnarmanna segir í lögum stofnunarinnar:Við ákvörðun um tilnefningu á stjórnarmanni skal valnefndin við mat sitt á hæfni aðila taka mið af yfirsýn, þekkingu og reynslu viðkomandi í tengslum við fyrirtækjarekstur og starfshætti fjármálafyrirtækja. Nefndin skal huga að þörfum hvers fyrirtækis fyrir sig og tilnefna stjórnarmenn sem hafa fjölbreyttan bakgrunn hvað varðar menntun og hæfni.Valnefndin þarf í tilnefningum sínum að huga að samsetningu stjórna fjármálafyrirtækja sem og hæfni þeirra stjórnarmanna sem fyrir eru. Þannig verði gætt að heildaryfirbragði og reynt að tryggja að stjórnir fjármálafyrirtækja verði ekki of einsleitar. Valnefndinni ber að gæta þess í tilnefningum sínum að ekki séu valdir aðilar þar sem möguleiki sé á hagsmunaárekstrum við önnur störf þeirra.Þá ber valnefndinni í tilnefningum sínum að gæta að öðrum mögulegumhagsmunaárekstrum s.s. vegna fjárhags- og/eða skyldleikatengsla. Sé um slíka hagsmunaárekstra að ræða kemur viðkomandi aðili ekki til greina sem stjórnarmaður.Aðili sem valnefndin tilnefnir sem stjórnarmann í tilteknu fjármálafyrirtæki skal uppfylla hæfisskilyrði 52. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, og í þeim tilvikum sem fjármálafyrirtæki eru hlutafélög, hæfisskilyrði stjórnarmanna sem tilgreind eru í lögum um hlutafélög nr. 2/1995.Valnefndin skal í störfum sínum fara eftir verklagi Fjármálaeftirlitsins við mat á hæfi stjórnarmanna frá 10. febrúar 2010 og spurningalista því tengdu. Valnefndin skal hafa samstarf við Fjármálaeftirlitið um mat á hæfi eftir því sem þörf er á. Nánar má lesa um starfið á heimasíðu Bankasýslunnar en þar er einnig hægt að fylla út umsóknareyðublað.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira