"Gat ekki ímyndað mér að það væri viðurkennt nafn" Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. febrúar 2013 21:24 Emil Örn Kristjánsson, formaður Félags sjálfstæðismanna í Grafarvogi, segist hafa haldið að Gnarr væri einhvers konar gælunafn. Emil Örn gagnrýndi Jón Gnarr, borgarstjóra Reykjavíkur, nokkuð harðlega í innsendri grein í Fréttablaðinu í morgun. „Það er ekki einleikið hvernig umræðan hefur verið á frétta- og samskiptamiðlum síðan Jón Gunnar Kristinsson borgarstjóri ásakaði Grafarvogsbúa, að loknum eftirminnilegum íbúafundi, um að leggja sig í einelti og beita sig ofbeldi," sagði Emil Örn meðal annars í pistli sínum. Emil segist ósáttur við að öll umræða um opinn fund borgarstjóra með íbúum Grafarvogs hafi snúist um Sigurð Harðarson, sem gagnrýndi borgarstjóra harðlega á fundinum, og þá staðreynd að Sigurður sitji í stjórn Félags sjálfstæðismanna í Grafarvogi. „Mér þykir það líka vera aumt að borgarstjóri skuli ekki geta svarað fyrir aðgerðir sínar og það er beinlínis lélegt að reyna að koma sér undan því með slíkum orðhengilshætti og hann hefur hér orðið uppvís að. Þar að auki hefur hann orðið uppvís að því að ljúga sakir upp á stóran hóp borgarbúa og misnota orð eins og „einelti" og „ofbeldi" í því samhengi og þar með gert lítið úr þolendum þess. Með réttu ætti borgarstjóri að biðjast afsökunar á þessu framferði sínu. Ég á samt ekki von á að hann sé maður til þess," segir Emil Örn. Pistillinn vakti töluverða athygli á Vísi í dag. Fjölmargir hafa tjáð sig um pistilinn í ummælakerfinu en athygli flestra beinist að þeirri staðreynd að Emil Örn kallar borgarstjórann, best þekktan sem Jón Gnarr, Jón Gunnar Kristinsson. Emil Örn hefur svarað nokkrum gagnrýnendum í ummælakerfinu og viðurkennt mistök af sinni hálfu. „Ég hélt reyndar að Gnarr væri ek. gælunafn og fannst ég ekki þekkja borgarstjórann nógu vel til þess að nota það. Gat ekki ímyndað mér að það væri viðurkennt nafn... mín mistök," segir í einu svara Emils Arnar. Þá spyr einn lesanda Vísis hvað Emil gangi til með því að kalla Jón Gnarr ekki sínu rétta nafni? Spyr hún hvort ekki sé um að ræða einn angann af eineltinu. Það sé siðlaust með öllu. „Gersamlega siðlaust, Benedikta... að kalla mann sem var skírður Gunnar Gunnar er náttúrulega siðlaust með öllu. Siðlausara en að ljúga upp á fólk ofbeldi og einelti og hvað það nú heitir allt saman..." Þá verður einum lesenda Vísis á og kallar Emil Örn, Emil Arnar, sem Emil kippir sér þó ekki upp við. „Ég heiti reyndar Emil Örn en ekki Emil Arnar... en ég sé enga ástæðu til þess að æsa mig upp yfir því..." Jón Gnarr var nefndur Jón Gunnar Kristinsson. Hann hefur þó breytt nafni sínu og er í dag skráður í þjóðskrá Jón Gnarr Kristinsson. Tengdar fréttir Af meintu einelti og ofbeldi Það er ekki einleikið hvernig umræðan hefur verið á frétta- og samskiptamiðlum síðan Jón Gunnar Kristinsson borgarstjóri ásakaði Grafarvogsbúa, að loknum eftirminnilegum íbúafundi, um að leggja sig í einelti og beita sig ofbeldi. 7. febrúar 2013 06:00 Mest lesið Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Emil Örn Kristjánsson, formaður Félags sjálfstæðismanna í Grafarvogi, segist hafa haldið að Gnarr væri einhvers konar gælunafn. Emil Örn gagnrýndi Jón Gnarr, borgarstjóra Reykjavíkur, nokkuð harðlega í innsendri grein í Fréttablaðinu í morgun. „Það er ekki einleikið hvernig umræðan hefur verið á frétta- og samskiptamiðlum síðan Jón Gunnar Kristinsson borgarstjóri ásakaði Grafarvogsbúa, að loknum eftirminnilegum íbúafundi, um að leggja sig í einelti og beita sig ofbeldi," sagði Emil Örn meðal annars í pistli sínum. Emil segist ósáttur við að öll umræða um opinn fund borgarstjóra með íbúum Grafarvogs hafi snúist um Sigurð Harðarson, sem gagnrýndi borgarstjóra harðlega á fundinum, og þá staðreynd að Sigurður sitji í stjórn Félags sjálfstæðismanna í Grafarvogi. „Mér þykir það líka vera aumt að borgarstjóri skuli ekki geta svarað fyrir aðgerðir sínar og það er beinlínis lélegt að reyna að koma sér undan því með slíkum orðhengilshætti og hann hefur hér orðið uppvís að. Þar að auki hefur hann orðið uppvís að því að ljúga sakir upp á stóran hóp borgarbúa og misnota orð eins og „einelti" og „ofbeldi" í því samhengi og þar með gert lítið úr þolendum þess. Með réttu ætti borgarstjóri að biðjast afsökunar á þessu framferði sínu. Ég á samt ekki von á að hann sé maður til þess," segir Emil Örn. Pistillinn vakti töluverða athygli á Vísi í dag. Fjölmargir hafa tjáð sig um pistilinn í ummælakerfinu en athygli flestra beinist að þeirri staðreynd að Emil Örn kallar borgarstjórann, best þekktan sem Jón Gnarr, Jón Gunnar Kristinsson. Emil Örn hefur svarað nokkrum gagnrýnendum í ummælakerfinu og viðurkennt mistök af sinni hálfu. „Ég hélt reyndar að Gnarr væri ek. gælunafn og fannst ég ekki þekkja borgarstjórann nógu vel til þess að nota það. Gat ekki ímyndað mér að það væri viðurkennt nafn... mín mistök," segir í einu svara Emils Arnar. Þá spyr einn lesanda Vísis hvað Emil gangi til með því að kalla Jón Gnarr ekki sínu rétta nafni? Spyr hún hvort ekki sé um að ræða einn angann af eineltinu. Það sé siðlaust með öllu. „Gersamlega siðlaust, Benedikta... að kalla mann sem var skírður Gunnar Gunnar er náttúrulega siðlaust með öllu. Siðlausara en að ljúga upp á fólk ofbeldi og einelti og hvað það nú heitir allt saman..." Þá verður einum lesenda Vísis á og kallar Emil Örn, Emil Arnar, sem Emil kippir sér þó ekki upp við. „Ég heiti reyndar Emil Örn en ekki Emil Arnar... en ég sé enga ástæðu til þess að æsa mig upp yfir því..." Jón Gnarr var nefndur Jón Gunnar Kristinsson. Hann hefur þó breytt nafni sínu og er í dag skráður í þjóðskrá Jón Gnarr Kristinsson.
Tengdar fréttir Af meintu einelti og ofbeldi Það er ekki einleikið hvernig umræðan hefur verið á frétta- og samskiptamiðlum síðan Jón Gunnar Kristinsson borgarstjóri ásakaði Grafarvogsbúa, að loknum eftirminnilegum íbúafundi, um að leggja sig í einelti og beita sig ofbeldi. 7. febrúar 2013 06:00 Mest lesið Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Af meintu einelti og ofbeldi Það er ekki einleikið hvernig umræðan hefur verið á frétta- og samskiptamiðlum síðan Jón Gunnar Kristinsson borgarstjóri ásakaði Grafarvogsbúa, að loknum eftirminnilegum íbúafundi, um að leggja sig í einelti og beita sig ofbeldi. 7. febrúar 2013 06:00