Pennavinskapur varð að 25 ára hjónabandi á Akranesi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. febrúar 2013 11:00 Júlíus Sólberg Sigurðsson og Evelyn G. Sullivan Mynd/Úr einkasafni „Ég elska kuldann og þoli ekki vel mikinn hita. Ég kann miklu betur við veðurfarið hér á Íslandi en Jamaíka," segir Evelyn G. Sullivan sem búið hefur á Akranesi frá árinu 1987. Það kom Evelyn, sem er fædd og uppalinn á Jamaíka, í opna skjöldu þegar henni barst fjöldinn allur af bréfum frá Íslandi í nóvember 1974. Hún hafði þó ekki óskað eftir pennavinum á Íslandi að því hún best vissi. „Í allri hreinskilni var ég ekki að leita að pennavinum. Ég átti marga pennavini á þessum árum og ég held að einn þeirra hafi sett nafnið mitt í Morgunblaðið. Það er það sem gerðist," segir Evelyn. Óhætt er að segja, nú tæpum fjörutíu árum síðar, að eitt bréfanna hafi haft meiri áhrif á líf Evelyn en hana hefði getað grunað. Skagamaðurinn Júlíus Sólberg Sigurðsson sá nefnilega auglýsinguna í Morgunblaðinu. Tókst með þeim góður pennavinskapur og átta árum síðar heimsótti Júlíus pennavinkonu sína sem þá var nýtflutt til New York. Greinilegt er að Evelyn og Júlíus smullu vel saman því ári síðar, 1983, bauð Júlíus Evelyn í heimsókn til Íslands sem hún þáði með þökkum. Þá nýtti hún tækifærið og heimsótti einnig Guðrúnu Helgu og Bryndísi, pennavinkonur sínar. „Við höfum haldið góðu sambandi síðan og spjöllum saman einu sinni til tvisvar á ári," segir Evelyn. Skrautleg útilegaFyrsta myndin af Júlla og Evelyn. Tekin á Jamaíka árið 1979.Evelyn fékk að kynnast skrautlegu veðurfari á Íslandi strax í sinni fyrstu heimsókn til landsins árið 1983. Þá fór Júlíus með Evelyn í útilegu. Hún segir það hafa verið mikla reynslu fyrir sig. „Við fórum á Snæfellsnes og tjölduðum við afleggjarann niður til Hellna. Veðrið var ljómandi gott og við fórum í fínan bíltúr á Hellissand og Ólafsvík," segir Evelyn. Með kvöldinu hafi þó farið að blása og kólna. „Við fórum að sofa en mér var frekar kalt svo ég ætlaði út í bíl að ná mér í peysu. En ótrúlegt en satt þá braut ég bíllykilinn þ.a. ég gat ekki náð í peysu," segir Evelyn. Vindurinn jókst og brotnaði ein af stöngunum sem að hélt tjaldinu uppi. Tjaldið stóð þó af sér ágang vindsins um nóttina. Daginn eftir hellirigndi en pennavinirnir komust ekki inn í bíl sinn. Á stuttbuxum og sandölum röltu þau því með regnhlífar á lofti til Hellna. „Við stoppuðum á bænum Laugabrekku og þau buðu okkur að hringja. Við hringdum í bróður hans Júlla sem kom með aukalykil. Almennilega fólkið á Laugabrekku bjargaði því deginum," segir Evelyn. Brúðkaup á tveimur tungumálumAthena og Júlíus.Evelyn og Júlíus gengu í það heilaga árið 1988. Evelyn hafði flutt til Íslands ári fyrr. Kom það í hlut Séra Björns Jónssonar að sjá um giftinguna á Skaganum. „Hann var afar almennilegur. Móður mín kom til Íslands til þess að vera viðstödd en Séra Björn kunni ekki vel við það að athöfnin færi fram á tungumáli sem við skildum ekki," segir Evelyn sem man vel eftir orðum Séra Björns. „Ég held að það sé best að ég gifti ykkur bæði á íslensku og ensku," hefur Evelyn eftir Séra Birni. Hún segir móður sína hafa verið afar ánægða og hún sjálf ekki síður. „Þá vissi ég allavega hvað ég var að samþykkja," segir Evelyn og hlær. Þremur árum síðar fæddist dóttirin Athena Ragna sem stundar nám í alþjóðaviðskitpum og stjórnmálum við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn. Athena var á sínum tíma ein efnilegasta sundkona landsins. Evelyn segir Athenu hafa komið heim í jólafrí og sé væntanleg til landsins um páskana. Framundan séu því góðar fjölskyldustundir. „Ég get ekki beðið eftir að fá hana heim," segir Evelyn. Réttir frá Jamaíka á sextugsafmælinuMaturinn frá Jamaíka, sem boðið var upp á á sextugsafmæli Evelyn, var heldur betur girnilegur.Evelyn segist vitanlega ekki eiga þess kost allajafna að borða mat frá Jamaíka. Hún sakni matarins í heimalandinu en fékk þó tækifæri til að snæða hann og kynna fyrir vinum sínum hér á landi á sextugsafmæli sínu á síðasta ári. „Þá gat ég borðað alla mína uppáhalds rétti frá Jamaíka. Vinkona mín býr í London. Ég bað hana um að kaupa hráefnið fyrir mig sem hún og gerði," segir Evelyn. Gestirnir kunnu vel að meta matinn. „Þeim fannst maturinn frábær. Þeir kunnu vel að meta hann," segir Evelyn sem á bróður og frændfólk á Jamíka. Hjónin heimsóttu Jamaíka á síðasta ári en hún segir landið hafa tekið miklum breytingum frá uppeldisárum sínum. „Guð minn góður, já. Jamaíka hefur breyst mikið. Það er mjög fallegt þar og ég hefði mikinn áhuga á að fara aftur í sumar en við höfum ekki efni á því. Við skemmtum okkur frábærlega," segir Evelyn. Líkar lífið á Íslandi velEvelyn 24 ára gömul árið 1976.Evelyn segist ekkert nema gott hafa að segja um íslensku þjóðina eins og dæmin sanni. Fólk hafi reynst henni vel og hér líkar henni lífið vel. Evelyn starfar við fiskvinnslu hjá HB Granda á Akranesi en Júlíus sem smiður hjá Trésmiðjunni Akri. Hún reiknar ekki með öðru en að búa á Íslandi það sem eftir er ævinnar og hlær aðspurð hvort hún ætli nokkuð að flýja til Jamaíka. „Það yrði frekar New York," segir Evelyn í gríni. Aðspurð hvort hún haldi enn sambandi við pennavini sína um allan heim hlær Evelyn. „Nei, nei. Bara einn eða tvo." Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Sjá meira
„Ég elska kuldann og þoli ekki vel mikinn hita. Ég kann miklu betur við veðurfarið hér á Íslandi en Jamaíka," segir Evelyn G. Sullivan sem búið hefur á Akranesi frá árinu 1987. Það kom Evelyn, sem er fædd og uppalinn á Jamaíka, í opna skjöldu þegar henni barst fjöldinn allur af bréfum frá Íslandi í nóvember 1974. Hún hafði þó ekki óskað eftir pennavinum á Íslandi að því hún best vissi. „Í allri hreinskilni var ég ekki að leita að pennavinum. Ég átti marga pennavini á þessum árum og ég held að einn þeirra hafi sett nafnið mitt í Morgunblaðið. Það er það sem gerðist," segir Evelyn. Óhætt er að segja, nú tæpum fjörutíu árum síðar, að eitt bréfanna hafi haft meiri áhrif á líf Evelyn en hana hefði getað grunað. Skagamaðurinn Júlíus Sólberg Sigurðsson sá nefnilega auglýsinguna í Morgunblaðinu. Tókst með þeim góður pennavinskapur og átta árum síðar heimsótti Júlíus pennavinkonu sína sem þá var nýtflutt til New York. Greinilegt er að Evelyn og Júlíus smullu vel saman því ári síðar, 1983, bauð Júlíus Evelyn í heimsókn til Íslands sem hún þáði með þökkum. Þá nýtti hún tækifærið og heimsótti einnig Guðrúnu Helgu og Bryndísi, pennavinkonur sínar. „Við höfum haldið góðu sambandi síðan og spjöllum saman einu sinni til tvisvar á ári," segir Evelyn. Skrautleg útilegaFyrsta myndin af Júlla og Evelyn. Tekin á Jamaíka árið 1979.Evelyn fékk að kynnast skrautlegu veðurfari á Íslandi strax í sinni fyrstu heimsókn til landsins árið 1983. Þá fór Júlíus með Evelyn í útilegu. Hún segir það hafa verið mikla reynslu fyrir sig. „Við fórum á Snæfellsnes og tjölduðum við afleggjarann niður til Hellna. Veðrið var ljómandi gott og við fórum í fínan bíltúr á Hellissand og Ólafsvík," segir Evelyn. Með kvöldinu hafi þó farið að blása og kólna. „Við fórum að sofa en mér var frekar kalt svo ég ætlaði út í bíl að ná mér í peysu. En ótrúlegt en satt þá braut ég bíllykilinn þ.a. ég gat ekki náð í peysu," segir Evelyn. Vindurinn jókst og brotnaði ein af stöngunum sem að hélt tjaldinu uppi. Tjaldið stóð þó af sér ágang vindsins um nóttina. Daginn eftir hellirigndi en pennavinirnir komust ekki inn í bíl sinn. Á stuttbuxum og sandölum röltu þau því með regnhlífar á lofti til Hellna. „Við stoppuðum á bænum Laugabrekku og þau buðu okkur að hringja. Við hringdum í bróður hans Júlla sem kom með aukalykil. Almennilega fólkið á Laugabrekku bjargaði því deginum," segir Evelyn. Brúðkaup á tveimur tungumálumAthena og Júlíus.Evelyn og Júlíus gengu í það heilaga árið 1988. Evelyn hafði flutt til Íslands ári fyrr. Kom það í hlut Séra Björns Jónssonar að sjá um giftinguna á Skaganum. „Hann var afar almennilegur. Móður mín kom til Íslands til þess að vera viðstödd en Séra Björn kunni ekki vel við það að athöfnin færi fram á tungumáli sem við skildum ekki," segir Evelyn sem man vel eftir orðum Séra Björns. „Ég held að það sé best að ég gifti ykkur bæði á íslensku og ensku," hefur Evelyn eftir Séra Birni. Hún segir móður sína hafa verið afar ánægða og hún sjálf ekki síður. „Þá vissi ég allavega hvað ég var að samþykkja," segir Evelyn og hlær. Þremur árum síðar fæddist dóttirin Athena Ragna sem stundar nám í alþjóðaviðskitpum og stjórnmálum við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn. Athena var á sínum tíma ein efnilegasta sundkona landsins. Evelyn segir Athenu hafa komið heim í jólafrí og sé væntanleg til landsins um páskana. Framundan séu því góðar fjölskyldustundir. „Ég get ekki beðið eftir að fá hana heim," segir Evelyn. Réttir frá Jamaíka á sextugsafmælinuMaturinn frá Jamaíka, sem boðið var upp á á sextugsafmæli Evelyn, var heldur betur girnilegur.Evelyn segist vitanlega ekki eiga þess kost allajafna að borða mat frá Jamaíka. Hún sakni matarins í heimalandinu en fékk þó tækifæri til að snæða hann og kynna fyrir vinum sínum hér á landi á sextugsafmæli sínu á síðasta ári. „Þá gat ég borðað alla mína uppáhalds rétti frá Jamaíka. Vinkona mín býr í London. Ég bað hana um að kaupa hráefnið fyrir mig sem hún og gerði," segir Evelyn. Gestirnir kunnu vel að meta matinn. „Þeim fannst maturinn frábær. Þeir kunnu vel að meta hann," segir Evelyn sem á bróður og frændfólk á Jamíka. Hjónin heimsóttu Jamaíka á síðasta ári en hún segir landið hafa tekið miklum breytingum frá uppeldisárum sínum. „Guð minn góður, já. Jamaíka hefur breyst mikið. Það er mjög fallegt þar og ég hefði mikinn áhuga á að fara aftur í sumar en við höfum ekki efni á því. Við skemmtum okkur frábærlega," segir Evelyn. Líkar lífið á Íslandi velEvelyn 24 ára gömul árið 1976.Evelyn segist ekkert nema gott hafa að segja um íslensku þjóðina eins og dæmin sanni. Fólk hafi reynst henni vel og hér líkar henni lífið vel. Evelyn starfar við fiskvinnslu hjá HB Granda á Akranesi en Júlíus sem smiður hjá Trésmiðjunni Akri. Hún reiknar ekki með öðru en að búa á Íslandi það sem eftir er ævinnar og hlær aðspurð hvort hún ætli nokkuð að flýja til Jamaíka. „Það yrði frekar New York," segir Evelyn í gríni. Aðspurð hvort hún haldi enn sambandi við pennavini sína um allan heim hlær Evelyn. „Nei, nei. Bara einn eða tvo."
Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Sjá meira