Innlent

Lögum breytt þannig að ökuskírteini gilda í 15 ár í einu

Umferðarlögum hefur verið breytt þannig að ökuskírteini gildi ekki lengur þar til hlutaðeigandi er fullra 70 ára heldur einungis í 15 ár frá útgáfu þess. Breytingin gildir frá og með 19. janúar.

Þetta kemur fram á vefsíðu stjórnarráðsins. Þetta er gert til að samræma útgáfu ökuskírteina hérlendis við reglur um þau á Evrópska efnahagssvæðinu.

Í samræmi við fyrrgreindar reglur um ökuskírteini er væntanleg ný gerð ökuskírteina þar sem auknar öryggiskröfur eru gerðar til þeirra. Gert er ráð fyrir því að útgáfa þeirra hefjist í aprílmánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×