Kristin gildi og lagasetningar Lára Magnúsardóttir skrifar 6. mars 2013 06:00 Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins var samþykkt að lagasetning skyldi ávallt taka mið af kristnum gildum og hefðum þegar það á við, en svo var hún svo dregin jafnharðan tilbaka. Gagnrýnendur sögðu það stríða gegn stjórnarskránni að trúarbrögð væru lögð til grundvallar lagasetningu og aðrir töluðu um afturhvarf til miðaldafyrirkomulags. Hvort tveggja er rétt – en þó ekki – en þessi umræða skapar tækifæri til að nefna nokkur atriði sem skipta máli í þessu samhengi. Í stjórnarskrá lýðveldisins Íslands er ekki getið sérstaklega um bann við trúarlegum grunni lagasetningar, í raun er ekki að finna í henni ákvæði um hvaðan eigi að draga lögin. Ef hugtakið stjórnarskrá er skilið þeim skilningi að einfaldlega sé um að ræða grunnlög í ríki, væri mögulegt að túlka þögn stjórnarskrárinnar um undirstöður lagasetningar sem leyfi til þess að gera nánast hvað sem er. Ef hugtakið er hins vegar sett í samhengi við þá hugmyndafræðilegu og pólitísku þróun sem kennd er við upplýsingarstefnuna er allt annað uppi á teningnum. Samkvæmt henni skal þekkingar leitað með vísindalegum aðferðum, auk þess að lög eigi ávallt að standast þau skilyrði sem tryggja réttindi manna. Það þarf ekki að skilja svo að stunda þurfi sérstakar vísindarannsóknir í hvert sinn sem lög eru sett, því að þekkingunni sem vísindin afla í háskólunum er miðlað til almennings, meðal annars í gegnum skólakerfið og þeim sem taka pólitískar ákvarðanir er treyst til að beita henni skynsamlega. Þekkingargrunnurinn, aðferðin og lýðræðið eru óaðskiljanleg.Reynsluvísindi Upplýsingarstefnan sem mælir fyrir um vísindi sem þekkingarbrunn þjóðfélags mætti kallast reynsluvísindi í sjálfri sér. Allt frá miðöldum hafði nefnilega verið notuð trúarleg þekkingarfræði, þ.e. litið var á Biblíuna sem undirstöðu allar þekkingar – af henni voru svo dregnar ályktanir. Í því fyrirkomulagi var markmið stjórnvalda, að því leyti sem þau höfðu áhuga á alþýðu manna, að beina lífi hennar að sem mestri andlegri fullkomnun til þess að opna dyr himnaríkis og eilífs lífs. Markmiðin lágu handan jarðlífsins. Á 18. öld var hins vegar svo komið að mönnum var ekki aðeins orðið ljóst að lýsingar Biblíunnar á heiminum voru ófullkomnar, heldur voru komnar fram nýjar aðferðir til þekkingaröflunar, nefnilega vísindin. Með breyttum grunni þekkingaröflunar varð mikill viðsnúningur og nýir möguleikar sköpuðust til þess að breyta þjóðfélaginu kerfisbundið með það fyrir augum að skapa veraldleg gæði – gott jarðlíf. Kristni hafði áður verið skilyrði fyrir því að vera fullgildur aðili að þjóðfélaginu en það átti þátt í ójafnræði og takmörkun á möguleikum einstaklinga jafnt sem framþróun ríkis ásamt stéttskiptingu og fleiri atriðum. Algengt er að því sé haldið fram að afskipti kirkju af stjórnmálum einskorðist við miðaldir og kaþólsku kirkjuna. Svo er ekki enda var kirkja hluti af stjórnkerfi Íslands þar til nútímalegu lýðræði var komið á hérlendis með stjórnarskránni 1874. Nýja fyrirkomulagið leitaðist við að tryggja öllum jafnan rétt til veraldargæðanna með því að leyfa hverjum og einum að eiga sín persónulegu mál, m.a. trúmál, í friði og skapa öllum sömu réttarstöðu. Það þýðir að sömu lög gilda um alla borgara ríkisins. Það er sem sagt hagur allra að lög hafi vísindi að grunni og leiðarljósi en til þess að það sé hægt þarf að tryggja réttindi einstaklinganna og einn af lyklunum að nýja fyrirkomulaginu var að tryggja trúfrelsi. Það leikur enginn vafi á því að íslenska stjórnarskráin er hluti af þessari hefð og stjórnmálaþróun sömuleiðis. Það er sem sagt búið að læra það af reynslunni að trúarbrögð sem grunnur að stjórnskipulagi og lagasetningu eru takmarkandi fyrir alla aðila.Ný aðferð Þegar ný þekkingarfræðileg aðferð var tekin í notkun varð til sú nýjung í stjórnmálum að hægt er að breyta þekkingargrunninum sem unnið er með án þess að grunnskipulag ríkisins skaðist. Þannig má til dæmis gera uppgötvanir um gang himintungla án þess að réttarkerfið og menn á æðstu stöðum þurfi að hafa af því afskipti. En til að byrja með var upplýsingarstefnan andsnúin trúarbrögðum. Þegar hún barst til Norður-Evrópu varð svo til afbrigði af henni sem hafnaði ekki kristinni trú sem sýnir að hægt er að tryggja réttindi og stuðla að framförum án þess að trúarbrögðum sé hafnað í sjálfu sér. Þannig hafa Norðurlöndin síst vikist frá kröfum nútímaríkis en héldu þó öll ríkiskirkjum um langt skeið án þess að þær rækjust á hið þrískipta vald nútímans. Það er sem sagt ekki aðalatriði að trúarbrögð víki fyrir vísindum á öllum sviðum starfsemi ríkisins, þótt þau séu ekki þekkingarbrunnur lagasetningar. Talandi um reynslu kynslóðanna. Jafn mikilvægt er að gagnrýni á hugmyndir sé ekki á skjön við þá þekkingu sem liggur fyrir eins og að ekki sé lagt út í grundvallarmistök á borð við samþykkt Sjálfstæðisflokksins sem blessunarlega var afturkölluð. Ein gagnrýni á tillögu landsfundarins var að kristin lagasetning jafnaðist á við að tekin yrðu upp sharialög. Í þessu endurspeglast umræða sem hefur verið hávær víða um lönd undanfarin ár en hefur ekki fundið lendingu, enda skortir í þessa afstöðu að gert sé ráð fyrir þeirri staðreynd að sharialög eru jafnsértækt dæmi úr einstakri menningarsögu eins og leiðin að afnámi trúarlegs þekkingargrunns er í vestrænni sögu. Vegna þess að málin eru alls ekki sambærileg er hætta á að samanburðurinn leiði umræður í ógöngur. Á hinn bóginn hafa víða komið fram kröfur um að sharialögum verði leyft að gilda innan trúarsafnaða í nágrannalöndum okkar. Þær eru jafnan settar fram í nafni trúfrelsis. Spurningar af þessum toga eru að verða með mikilvægustu pólitísku átakamálum og ekki er ólíklegt að þeirra verði beinlínis spurt á Íslandi í náinni framtíð. Í raun er auðvelt að leiða getur að því að tillagan á landsfundinum hafi verið fyrsta formlega tilraunin hérlendis til þess að nálgast þessa spurningu og gagnrýnin á tillöguna hafi beinst að sama markmiði. Megum við bera gæfu til þess að undirbúa svarið vel til þess að tryggt verði að ein lög haldi áfram að gilda um alla þegna þjóðfélagsins. Það má læra af fortíðinni að svarið liggur nú þegar í stjórnskipan landsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins var samþykkt að lagasetning skyldi ávallt taka mið af kristnum gildum og hefðum þegar það á við, en svo var hún svo dregin jafnharðan tilbaka. Gagnrýnendur sögðu það stríða gegn stjórnarskránni að trúarbrögð væru lögð til grundvallar lagasetningu og aðrir töluðu um afturhvarf til miðaldafyrirkomulags. Hvort tveggja er rétt – en þó ekki – en þessi umræða skapar tækifæri til að nefna nokkur atriði sem skipta máli í þessu samhengi. Í stjórnarskrá lýðveldisins Íslands er ekki getið sérstaklega um bann við trúarlegum grunni lagasetningar, í raun er ekki að finna í henni ákvæði um hvaðan eigi að draga lögin. Ef hugtakið stjórnarskrá er skilið þeim skilningi að einfaldlega sé um að ræða grunnlög í ríki, væri mögulegt að túlka þögn stjórnarskrárinnar um undirstöður lagasetningar sem leyfi til þess að gera nánast hvað sem er. Ef hugtakið er hins vegar sett í samhengi við þá hugmyndafræðilegu og pólitísku þróun sem kennd er við upplýsingarstefnuna er allt annað uppi á teningnum. Samkvæmt henni skal þekkingar leitað með vísindalegum aðferðum, auk þess að lög eigi ávallt að standast þau skilyrði sem tryggja réttindi manna. Það þarf ekki að skilja svo að stunda þurfi sérstakar vísindarannsóknir í hvert sinn sem lög eru sett, því að þekkingunni sem vísindin afla í háskólunum er miðlað til almennings, meðal annars í gegnum skólakerfið og þeim sem taka pólitískar ákvarðanir er treyst til að beita henni skynsamlega. Þekkingargrunnurinn, aðferðin og lýðræðið eru óaðskiljanleg.Reynsluvísindi Upplýsingarstefnan sem mælir fyrir um vísindi sem þekkingarbrunn þjóðfélags mætti kallast reynsluvísindi í sjálfri sér. Allt frá miðöldum hafði nefnilega verið notuð trúarleg þekkingarfræði, þ.e. litið var á Biblíuna sem undirstöðu allar þekkingar – af henni voru svo dregnar ályktanir. Í því fyrirkomulagi var markmið stjórnvalda, að því leyti sem þau höfðu áhuga á alþýðu manna, að beina lífi hennar að sem mestri andlegri fullkomnun til þess að opna dyr himnaríkis og eilífs lífs. Markmiðin lágu handan jarðlífsins. Á 18. öld var hins vegar svo komið að mönnum var ekki aðeins orðið ljóst að lýsingar Biblíunnar á heiminum voru ófullkomnar, heldur voru komnar fram nýjar aðferðir til þekkingaröflunar, nefnilega vísindin. Með breyttum grunni þekkingaröflunar varð mikill viðsnúningur og nýir möguleikar sköpuðust til þess að breyta þjóðfélaginu kerfisbundið með það fyrir augum að skapa veraldleg gæði – gott jarðlíf. Kristni hafði áður verið skilyrði fyrir því að vera fullgildur aðili að þjóðfélaginu en það átti þátt í ójafnræði og takmörkun á möguleikum einstaklinga jafnt sem framþróun ríkis ásamt stéttskiptingu og fleiri atriðum. Algengt er að því sé haldið fram að afskipti kirkju af stjórnmálum einskorðist við miðaldir og kaþólsku kirkjuna. Svo er ekki enda var kirkja hluti af stjórnkerfi Íslands þar til nútímalegu lýðræði var komið á hérlendis með stjórnarskránni 1874. Nýja fyrirkomulagið leitaðist við að tryggja öllum jafnan rétt til veraldargæðanna með því að leyfa hverjum og einum að eiga sín persónulegu mál, m.a. trúmál, í friði og skapa öllum sömu réttarstöðu. Það þýðir að sömu lög gilda um alla borgara ríkisins. Það er sem sagt hagur allra að lög hafi vísindi að grunni og leiðarljósi en til þess að það sé hægt þarf að tryggja réttindi einstaklinganna og einn af lyklunum að nýja fyrirkomulaginu var að tryggja trúfrelsi. Það leikur enginn vafi á því að íslenska stjórnarskráin er hluti af þessari hefð og stjórnmálaþróun sömuleiðis. Það er sem sagt búið að læra það af reynslunni að trúarbrögð sem grunnur að stjórnskipulagi og lagasetningu eru takmarkandi fyrir alla aðila.Ný aðferð Þegar ný þekkingarfræðileg aðferð var tekin í notkun varð til sú nýjung í stjórnmálum að hægt er að breyta þekkingargrunninum sem unnið er með án þess að grunnskipulag ríkisins skaðist. Þannig má til dæmis gera uppgötvanir um gang himintungla án þess að réttarkerfið og menn á æðstu stöðum þurfi að hafa af því afskipti. En til að byrja með var upplýsingarstefnan andsnúin trúarbrögðum. Þegar hún barst til Norður-Evrópu varð svo til afbrigði af henni sem hafnaði ekki kristinni trú sem sýnir að hægt er að tryggja réttindi og stuðla að framförum án þess að trúarbrögðum sé hafnað í sjálfu sér. Þannig hafa Norðurlöndin síst vikist frá kröfum nútímaríkis en héldu þó öll ríkiskirkjum um langt skeið án þess að þær rækjust á hið þrískipta vald nútímans. Það er sem sagt ekki aðalatriði að trúarbrögð víki fyrir vísindum á öllum sviðum starfsemi ríkisins, þótt þau séu ekki þekkingarbrunnur lagasetningar. Talandi um reynslu kynslóðanna. Jafn mikilvægt er að gagnrýni á hugmyndir sé ekki á skjön við þá þekkingu sem liggur fyrir eins og að ekki sé lagt út í grundvallarmistök á borð við samþykkt Sjálfstæðisflokksins sem blessunarlega var afturkölluð. Ein gagnrýni á tillögu landsfundarins var að kristin lagasetning jafnaðist á við að tekin yrðu upp sharialög. Í þessu endurspeglast umræða sem hefur verið hávær víða um lönd undanfarin ár en hefur ekki fundið lendingu, enda skortir í þessa afstöðu að gert sé ráð fyrir þeirri staðreynd að sharialög eru jafnsértækt dæmi úr einstakri menningarsögu eins og leiðin að afnámi trúarlegs þekkingargrunns er í vestrænni sögu. Vegna þess að málin eru alls ekki sambærileg er hætta á að samanburðurinn leiði umræður í ógöngur. Á hinn bóginn hafa víða komið fram kröfur um að sharialögum verði leyft að gilda innan trúarsafnaða í nágrannalöndum okkar. Þær eru jafnan settar fram í nafni trúfrelsis. Spurningar af þessum toga eru að verða með mikilvægustu pólitísku átakamálum og ekki er ólíklegt að þeirra verði beinlínis spurt á Íslandi í náinni framtíð. Í raun er auðvelt að leiða getur að því að tillagan á landsfundinum hafi verið fyrsta formlega tilraunin hérlendis til þess að nálgast þessa spurningu og gagnrýnin á tillöguna hafi beinst að sama markmiði. Megum við bera gæfu til þess að undirbúa svarið vel til þess að tryggt verði að ein lög haldi áfram að gilda um alla þegna þjóðfélagsins. Það má læra af fortíðinni að svarið liggur nú þegar í stjórnskipan landsins.
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun