Fimm mínútur á Esjuna með svifferju Garðar Örn Úlfarsson skrifar 17. september 2013 07:00 Gert er ráð fyrir að rafmagnskláfurinn leggi upp frá bílastæðinu við Mógilsá og hafi viðkomu í 500 metra hæð fyrir lokaáfangann á Esjubrúnum 900 metrum yfir sjávarmáli. Mynd/Verkfræðistofa Jóhanns Indriðasonar „Segja má að nú hafi skapast aðstæður til að laða að þann fjölda farþega sem þarf til að standa undir stofnkostnaði við kláfferjuna,“ segir í erindi til borgaryfirvalda þar sem kynnt er hugmynd að farþegaferju upp á Esjuna. Samkvæmt áætlun Verkfræðistofu Jóhanns Indriðasonar, sem á verkefnið, er áætlað að kláfurinn nái í 900 metra hæð í tveimur áföngum. Lagt yrði upp á sama stað og göngufólk hefur nú sem upphafspunkt. „Kláfurinn er síðan sveigður til austurs þannig að hann er á löngum köflum í hvarfi frá gönguleiðinni sem flestir fara á Esjuna,“ segir í umsókn þar sem sótt er um þrjár lóðir fyrir kláfinn, eina á jafnsléttu, aðra í 500 metra hæð og þá þriðju við brún fjallsins. Áætlað er að ferjan, sem knýja á rafmagni, flytji 100 til 150 þúsund manns á ári. „Gestir ferjunnar verða Íslendingar í margvíslegum erindagjörðum en auk þess erlendir ferðamann sem vilja koma og skoða þessa perlu í nágrenni Reykjavíkur og njóta útsýnis og víðáttu. Á Esjubrún er gert ráð fyrir aðstöðu til móttöku og þjónustu við ferðamenn, svo sem veitingastað í einhverri mynd,“ segir í lóðaumsókninni.Leiðin uppFram kemur að áhersla sé á að þróa hugmyndina í nánu samráði við Reykjavíkurborg og aðra hagsmunaaðila. Gera þurfi endanlegar áætlanir um fjármögnun og rekstur auk rannsókna á umhverfinu. „Því næst verður aflað fjármagns og framkvæmdum hrint af stað. Óformlegur áhugi fjárfesta liggur fyrir,“ segir í lóðaumsókninni. Reiknað er með að framkvæmdir hefjist 2015 og að Esjuferjan verði gangsett 2016 eða 2017. Í umsögn sem skipulagsráð borgarinnar hefur samþykkt er tekið undir að ferja upp á Esjuna myndi bæta aðgengi til muna. Ef tekið væri jákvætt í lóðaumsóknina þyrfti að breyta skipulagi svæðisins og athuga hvort þörf væri á umhverfismati. „Ekki er þó tekin afstaða til þess hér,“ segir skipulagsráð, sem bendir jafnframt á að semja þyrfti við ríkið um afnotarétt að landinu. Arnþór Þórðarson hjá Verkfræðistofu Jóhanns Indriðasonar segir að ferjan muni geta tekið 25 til 30 manns í hvorum tveggja klefa sinna. Ferðin upp fjallið taki fjórar til fimm mínútur. Gróflega áætlaður kostnaður við verkefnið sé þrír milljarðar króna. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sjá meira
„Segja má að nú hafi skapast aðstæður til að laða að þann fjölda farþega sem þarf til að standa undir stofnkostnaði við kláfferjuna,“ segir í erindi til borgaryfirvalda þar sem kynnt er hugmynd að farþegaferju upp á Esjuna. Samkvæmt áætlun Verkfræðistofu Jóhanns Indriðasonar, sem á verkefnið, er áætlað að kláfurinn nái í 900 metra hæð í tveimur áföngum. Lagt yrði upp á sama stað og göngufólk hefur nú sem upphafspunkt. „Kláfurinn er síðan sveigður til austurs þannig að hann er á löngum köflum í hvarfi frá gönguleiðinni sem flestir fara á Esjuna,“ segir í umsókn þar sem sótt er um þrjár lóðir fyrir kláfinn, eina á jafnsléttu, aðra í 500 metra hæð og þá þriðju við brún fjallsins. Áætlað er að ferjan, sem knýja á rafmagni, flytji 100 til 150 þúsund manns á ári. „Gestir ferjunnar verða Íslendingar í margvíslegum erindagjörðum en auk þess erlendir ferðamann sem vilja koma og skoða þessa perlu í nágrenni Reykjavíkur og njóta útsýnis og víðáttu. Á Esjubrún er gert ráð fyrir aðstöðu til móttöku og þjónustu við ferðamenn, svo sem veitingastað í einhverri mynd,“ segir í lóðaumsókninni.Leiðin uppFram kemur að áhersla sé á að þróa hugmyndina í nánu samráði við Reykjavíkurborg og aðra hagsmunaaðila. Gera þurfi endanlegar áætlanir um fjármögnun og rekstur auk rannsókna á umhverfinu. „Því næst verður aflað fjármagns og framkvæmdum hrint af stað. Óformlegur áhugi fjárfesta liggur fyrir,“ segir í lóðaumsókninni. Reiknað er með að framkvæmdir hefjist 2015 og að Esjuferjan verði gangsett 2016 eða 2017. Í umsögn sem skipulagsráð borgarinnar hefur samþykkt er tekið undir að ferja upp á Esjuna myndi bæta aðgengi til muna. Ef tekið væri jákvætt í lóðaumsóknina þyrfti að breyta skipulagi svæðisins og athuga hvort þörf væri á umhverfismati. „Ekki er þó tekin afstaða til þess hér,“ segir skipulagsráð, sem bendir jafnframt á að semja þyrfti við ríkið um afnotarétt að landinu. Arnþór Þórðarson hjá Verkfræðistofu Jóhanns Indriðasonar segir að ferjan muni geta tekið 25 til 30 manns í hvorum tveggja klefa sinna. Ferðin upp fjallið taki fjórar til fimm mínútur. Gróflega áætlaður kostnaður við verkefnið sé þrír milljarðar króna.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sjá meira