Ekkert samráð haft við fagstéttir á Landspítala Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 17. september 2013 11:00 Ekki hefur verið rætt við hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða á Landspítalanum um að þessar stéttir fari að styðja við störf lækna á lyflækningasviði sjúkrahússins umfram það sem nú er. Fréttablaðið/GVA „Það hefur ekki verið rætt við okkur um að taka á okkur aukna vinnuskyldu. Við erum ekki tilbúin til þess nema við fáum hærri laun,“ segir Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Í svipaðan streng tekur Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Félags íslenskra sjúkraliða. Í yfirlýsingu heilbrigðisráðherra og forstjóra Landspítala Háskólasjúkrahúss frá því í síðustu viku um aðgerðir til að bæta stöðu lyflækningasviðs Landspítala kemur fram að skipa eigi starfshóp sem á að gera tillögur um hvernig eigi að láta meðal annars hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða styðja við störf lækna. Tillögur þar að lútandi eiga að liggja fyrir í lok nóvember á þessu ári.Kristín á. Guðmundsdóttir og Ólafur G. SkúlasonÓlafur og Kristín segja að áður en yfirlýsingin var send út hafi ekki verið haft neitt samráð við Félag hjúkrunarfræðinga eða Sjúkraliðafélag Íslands. Ólafur segir að hjúkrunarfræðingar telji að kominn sé tími til að endurskipuleggja verksvið allra heilbrigðisstétta svo sú þekking, menntun og færni sem hver stétt býr yfir nýtist til fullnustu. Hjúkrunarfræðingar séu reiðubúnir að vinna að endurskipulagningu, hins vegar sé gríðarlegt álag á hjúkrunarfræðingum í dag og það gangi ekki að þeir bæti á sig verkefnum bótalaust. Kristín segist fagna umræðu um endurskoðun á störfum heilbrigðisstétta. Það sé löngu tímabært að endurskoða starfssvið allra heilbrigðisstétta. Menntun sjúkraliða sé bæði vanmetin og vannýtt á Landspítalanum og fleiri sjúkrastofnunum. Hjúkrunarfræðingar séu oft og tíðum að vinna störf sjúkraliða og því þurfi að breyta. Að lokinni endurskoðun á starfsskyldum sé komið að því að því að ræða um hvernig eigi að greiða fyrir störf sjúkraliða. Kjarasamningar verði lausir fljótlega eftir áramót og kröfugerð sjúkraliða muni að hluta til byggjast á því hvernig störf þeirra verða skilgreind og metin. „Laun sjúkraliða eru allt of lág í dag en verði gerðar breytingar á starfssviði sjúkraliða ætti að opnast leið til að hækka laun þeirra,“ segir Kristín. Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Sjá meira
„Það hefur ekki verið rætt við okkur um að taka á okkur aukna vinnuskyldu. Við erum ekki tilbúin til þess nema við fáum hærri laun,“ segir Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Í svipaðan streng tekur Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Félags íslenskra sjúkraliða. Í yfirlýsingu heilbrigðisráðherra og forstjóra Landspítala Háskólasjúkrahúss frá því í síðustu viku um aðgerðir til að bæta stöðu lyflækningasviðs Landspítala kemur fram að skipa eigi starfshóp sem á að gera tillögur um hvernig eigi að láta meðal annars hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða styðja við störf lækna. Tillögur þar að lútandi eiga að liggja fyrir í lok nóvember á þessu ári.Kristín á. Guðmundsdóttir og Ólafur G. SkúlasonÓlafur og Kristín segja að áður en yfirlýsingin var send út hafi ekki verið haft neitt samráð við Félag hjúkrunarfræðinga eða Sjúkraliðafélag Íslands. Ólafur segir að hjúkrunarfræðingar telji að kominn sé tími til að endurskipuleggja verksvið allra heilbrigðisstétta svo sú þekking, menntun og færni sem hver stétt býr yfir nýtist til fullnustu. Hjúkrunarfræðingar séu reiðubúnir að vinna að endurskipulagningu, hins vegar sé gríðarlegt álag á hjúkrunarfræðingum í dag og það gangi ekki að þeir bæti á sig verkefnum bótalaust. Kristín segist fagna umræðu um endurskoðun á störfum heilbrigðisstétta. Það sé löngu tímabært að endurskoða starfssvið allra heilbrigðisstétta. Menntun sjúkraliða sé bæði vanmetin og vannýtt á Landspítalanum og fleiri sjúkrastofnunum. Hjúkrunarfræðingar séu oft og tíðum að vinna störf sjúkraliða og því þurfi að breyta. Að lokinni endurskoðun á starfsskyldum sé komið að því að því að ræða um hvernig eigi að greiða fyrir störf sjúkraliða. Kjarasamningar verði lausir fljótlega eftir áramót og kröfugerð sjúkraliða muni að hluta til byggjast á því hvernig störf þeirra verða skilgreind og metin. „Laun sjúkraliða eru allt of lág í dag en verði gerðar breytingar á starfssviði sjúkraliða ætti að opnast leið til að hækka laun þeirra,“ segir Kristín.
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Sjá meira