Hæfileikarnir eru greinilega í fjölskyldunni. Willow Smith, dóttir Will Smith og Jada Pinkett Smith er búin að vera skemmta áhorfendum síðan hún var aðeins níu ára. Nú er hún tólf ára og augljóst er að hún er að þroskast hratt og er öryggið uppmálað.
Willow tróð upp í bandaríska þættinum Queen Latifah sem sýndur var í gær og söng lagið "Summer Fling". Það gæti hugsast að hún sé of ung til að hitta stráka og því vildi Willow útskýra fyrir áhorfendum hvað "fling" þýðir fyrir hana. " "Fling" þýðir eitthvað sem lifir stutt. Þetta lag er tileinkað öllum þeim krökkum sem óska þess að sumarið lifi lengur," útskýrði hún.
