Serena nýtti sér rifrildið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. apríl 2013 11:15 Serena Williams Nordicphotos/Getty Serena Williams vann sinn 49. titil í einliðaleik þegar hún lagði Jelenu Jankovic í úrslitum á Family Circle Cup í Charleston í Suður-Karolínu í gær. Jankovic vann fyrsta settið 6-3 en Serena sneri við blaðinu í næstu tveimur settum þegar hún vann tólf lotur af fjórtán og settin 6-0 og 6-2. Efsta kona heimslistans lenti í orðaskaki við Jankovic eftir fyrsta settið. Þótti Serenu mótherji sinn fara full geyst í uppgjöfina og taldi sig ekki tilbúna. „Í fullri hreinskilni þá áttu við vandamál að stríða," öskraði Serena yfir völlinn á mótherja sinn frá Serbíu. „Þú verður að bíða eftir að ég sé tilbúin," sagði Serena. Jankovic kvartaði yfir ummælum Serenu við dómarann og sagði hana ekki eiga að fá neina sérmeðferð. Hvort sem það var rifrildið eða ekki setti Serena í gír og gekk frá Jankovic í leiknum. Þær tókust svo í hendur í leikslok, brosandi, að hætti heiðurskvenna. „Ég er prúðasti spilarinn fyrir utan Venus (innsk: eldri systir Serenu). Ég ber mikla virðingu fyrir mótherjum mínum," sagði Serena í leikslok. Hún ítrekaði að hún hefði einfaldlega ekki verið tilbúin þegar Jankvoci gaf upp. Ekki er víst að allir taki undir orð Serenu um prúðmennsku. Eftirminnilegt er þegar hún sagði línudómara á Bandaríska meistaramótinu árið 2009 að hún ætlaði að troða tennisbolta ofan í kok hans. Svipmyndir úr úrslitaleiknum í gær má sjá hér að neðan. Tennis Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Fleiri fréttir City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Læra af reynslunni og leyfa vatnspásur í hitanum á Wimbledon Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Fimmtán daga dómi Ingebrigtsen verður ekki áfrýjað Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Æfir í Dublin en fer fyrr til New Orleans „að venjast hitanum og rakanum“ Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Sjá meira
Serena Williams vann sinn 49. titil í einliðaleik þegar hún lagði Jelenu Jankovic í úrslitum á Family Circle Cup í Charleston í Suður-Karolínu í gær. Jankovic vann fyrsta settið 6-3 en Serena sneri við blaðinu í næstu tveimur settum þegar hún vann tólf lotur af fjórtán og settin 6-0 og 6-2. Efsta kona heimslistans lenti í orðaskaki við Jankovic eftir fyrsta settið. Þótti Serenu mótherji sinn fara full geyst í uppgjöfina og taldi sig ekki tilbúna. „Í fullri hreinskilni þá áttu við vandamál að stríða," öskraði Serena yfir völlinn á mótherja sinn frá Serbíu. „Þú verður að bíða eftir að ég sé tilbúin," sagði Serena. Jankovic kvartaði yfir ummælum Serenu við dómarann og sagði hana ekki eiga að fá neina sérmeðferð. Hvort sem það var rifrildið eða ekki setti Serena í gír og gekk frá Jankovic í leiknum. Þær tókust svo í hendur í leikslok, brosandi, að hætti heiðurskvenna. „Ég er prúðasti spilarinn fyrir utan Venus (innsk: eldri systir Serenu). Ég ber mikla virðingu fyrir mótherjum mínum," sagði Serena í leikslok. Hún ítrekaði að hún hefði einfaldlega ekki verið tilbúin þegar Jankvoci gaf upp. Ekki er víst að allir taki undir orð Serenu um prúðmennsku. Eftirminnilegt er þegar hún sagði línudómara á Bandaríska meistaramótinu árið 2009 að hún ætlaði að troða tennisbolta ofan í kok hans. Svipmyndir úr úrslitaleiknum í gær má sjá hér að neðan.
Tennis Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Fleiri fréttir City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Læra af reynslunni og leyfa vatnspásur í hitanum á Wimbledon Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Fimmtán daga dómi Ingebrigtsen verður ekki áfrýjað Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Æfir í Dublin en fer fyrr til New Orleans „að venjast hitanum og rakanum“ Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Sjá meira