Innlent

Fundu yfir tonn af kókaíni í franskri flugvél

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Um er að ræða eitt stærsta eiturlyfjasmygl í sögu Frakklands.
Um er að ræða eitt stærsta eiturlyfjasmygl í sögu Frakklands. Mynd/Getty Images
Yfir eitt tonn af kókaíni fannst í flugvél Air France á flugvellinum í París. Vélin var að koma frá Caracas, höfuðborg Venesúela og hafði 1,3 tonni af kókaíni verið smyglað um borð í flugvélina í 30 ferðatöskum.

Verðgildi kókaínsins er talið vera um 21 milljarður króna. Þetta er stærsti eiturlyfjafundur í sögu lögreglunnar í Frakklandi. Franska lögreglan hafði unnið náið með kollegum sínum frá Bretlandi, Hollandi og Spáni vegna gruns um yfirvofandi smygls frá Suður-Ameríku yfir á meginland Evrópu.

Upp komst um smyglið þann 11. september síðastliðinn en franska lögreglan greindi aðeins frá málinu um helgina. Saksóknarinn í Venesúela segir að rannsókn sé í gangi þar í landi hvernig smyglurunum tókst að koma töskunum í flugvél Air France án þess að upp kæmist um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×