Marghöfða móðurmálsskrímsli Þröstur Geir Árnason skrifar 13. mars 2013 06:00 Íslenskukennurum hefur undanfarið verið legið á hálsi fyrir að vanrækja ritun og meðferð talaðs máls í störfum sínum við grunn- og framhaldsskóla. Hafa ýmsir menningarvitar farið með dylgjum og svigurmælum um andleysi og doða kennarastéttarinnar í þessum efnum. Beturvitringar hafa jafnvel látið að því liggja að fagmönnum í greininni hafi ekki tekist betur upp við störf sín en svo að nú sé móðurmálið orðið ungum landsmönnum framandi, leiðréttingastaglið og einhæfnin orðin svo grimm að ungmenni þori ekki lengur að tjá sig á þessari annarlegu tungu. Það skal ósagt látið við hvað er miðað þegar slíkir dómar eru upp kveðnir. Miða dæmendur við sína eigin skólagöngu eða hafa þeir kynnt sér nútímakennsluaðferðir í grunn- og framhaldsskólum landsins? Metnaðarfullt starf er unnið í framhaldsskólum og kennarar óþreytandi við að efla móðurmálskunnáttu. Að kenna þeim um hnignun íslenskunnar er eins og leita upptaka eiturlyfjafíknar í starfsháttum lögreglumanna. Vandinn er margslungnari en það.Tungumál, sköpun og gagnrýni Í störfum mínum sem menningarlegur stuðningsfulltrúi (les. íslenskukennari) við Verzlunarskóla Íslands er mikið lagt upp úr því að nemendur tjái sig á íslensku í ræðu og riti. Áfangar eru reglulega endurskoðaðir og má segja að þeir séu í stöðugri mótun. Mikil áhersla er lögð á ritun og lesskilning nemenda. Er í sumum tilvikum höfð sú grunnregla að nemendur skili inn rituðu efni í hverri viku, lesi það yfir hver hjá öðrum og skrifi um það gagnrýni. Samhliða þessu lesa þeir misþunga texta frá ýmsum tímaskeiðum, greina þá og í sumum tilvikum endurskrifa eldri texta á nútímaíslensku. Óþarfi er að taka fram að allt fer þetta fram undir handleiðslu stuðningsfulltrúa sem hefur reglur og góðar siðvenjur hins ritaða máls á takteinum þurfi nemendur á upprifjun að halda.Tungumálið er tryllitæki Nemendur kynnast með þessu ýmsum ólíkum blæbrigðum málsins, eins og lög gera ráð fyrir og, það sem meira er um vert, rækta sköpunargleði, sjálfstraust og listfengi í meðferð þess. Sum verkefnin eru þess eðlis að nemendur fá lausan tauminn til að nota sitt eigið málsnið, slangrið, en þar eru þeir mjög skapandi og oft og tíðum þjóðlegir í orðavali þótt merking kunni að breytast. Er með þessari aðferðafræði reynt að fara bil beggja, finna jafnvægi milli agaðs málsniðs og frjálslegrar eða „skapandi“ málnotkunar en þó er nemendum í öllum tilvikum leyft að taka á rás í því tryllitæki sem tungumálið er – ekki er sífellt rýnt undir vélarhlífina, svo gripið sé til líkingamáls snilldarmanns.Tungumálið er asni Algild og einhlít lausn verður seint fundin þegar kennsla er annars vegar, einkum þegar kenna skal stórum hópi með mismunandi þarfir og hæfni. Einum er kennt, öðrum bent, einnig þeim sem kennir og bendir, honum er kennt og bent af ýmsum þeim er standa álengdar. Þó er því ekki eins farið með kennurunum og feðgum þeim er eitt sinn ætluðu á asna í kaupstaðarferð. Taldi faðirinn rétt að hann sæti asnann en sonurinn teymdi. Ekki höfðu þeir lengi farið þegar þeir mæta manni er bendir þeim á fáránleika þess að hinn yngri teymdi undir þeim eldri. Höfðu feðgar því hlutverkaskipti og fóru nokkurn spöl uns þeir mættu öðrum manni sem fannst óhæfa að yngri maðurinn hefði svo auðvelt hlutskipti. Þeir sjá að þetta er rétt og taka því upp á því að bera asnann þar til á vegi þeirra verður brú. Auðvitað tekst þeim ekki betur til en svo, er þeir fara þar yfir, að þeir missa asnann yfir brúarhandriðið. Sá asni sem hér um ræðir hefur komist yfir margar brýr á vegferð sinni, hann er þrjóskur og ódrepandi og mun halda áfram þótt á hann slettist aur og vegurinn taki á sig nýjar þolmyndir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Íslenskukennurum hefur undanfarið verið legið á hálsi fyrir að vanrækja ritun og meðferð talaðs máls í störfum sínum við grunn- og framhaldsskóla. Hafa ýmsir menningarvitar farið með dylgjum og svigurmælum um andleysi og doða kennarastéttarinnar í þessum efnum. Beturvitringar hafa jafnvel látið að því liggja að fagmönnum í greininni hafi ekki tekist betur upp við störf sín en svo að nú sé móðurmálið orðið ungum landsmönnum framandi, leiðréttingastaglið og einhæfnin orðin svo grimm að ungmenni þori ekki lengur að tjá sig á þessari annarlegu tungu. Það skal ósagt látið við hvað er miðað þegar slíkir dómar eru upp kveðnir. Miða dæmendur við sína eigin skólagöngu eða hafa þeir kynnt sér nútímakennsluaðferðir í grunn- og framhaldsskólum landsins? Metnaðarfullt starf er unnið í framhaldsskólum og kennarar óþreytandi við að efla móðurmálskunnáttu. Að kenna þeim um hnignun íslenskunnar er eins og leita upptaka eiturlyfjafíknar í starfsháttum lögreglumanna. Vandinn er margslungnari en það.Tungumál, sköpun og gagnrýni Í störfum mínum sem menningarlegur stuðningsfulltrúi (les. íslenskukennari) við Verzlunarskóla Íslands er mikið lagt upp úr því að nemendur tjái sig á íslensku í ræðu og riti. Áfangar eru reglulega endurskoðaðir og má segja að þeir séu í stöðugri mótun. Mikil áhersla er lögð á ritun og lesskilning nemenda. Er í sumum tilvikum höfð sú grunnregla að nemendur skili inn rituðu efni í hverri viku, lesi það yfir hver hjá öðrum og skrifi um það gagnrýni. Samhliða þessu lesa þeir misþunga texta frá ýmsum tímaskeiðum, greina þá og í sumum tilvikum endurskrifa eldri texta á nútímaíslensku. Óþarfi er að taka fram að allt fer þetta fram undir handleiðslu stuðningsfulltrúa sem hefur reglur og góðar siðvenjur hins ritaða máls á takteinum þurfi nemendur á upprifjun að halda.Tungumálið er tryllitæki Nemendur kynnast með þessu ýmsum ólíkum blæbrigðum málsins, eins og lög gera ráð fyrir og, það sem meira er um vert, rækta sköpunargleði, sjálfstraust og listfengi í meðferð þess. Sum verkefnin eru þess eðlis að nemendur fá lausan tauminn til að nota sitt eigið málsnið, slangrið, en þar eru þeir mjög skapandi og oft og tíðum þjóðlegir í orðavali þótt merking kunni að breytast. Er með þessari aðferðafræði reynt að fara bil beggja, finna jafnvægi milli agaðs málsniðs og frjálslegrar eða „skapandi“ málnotkunar en þó er nemendum í öllum tilvikum leyft að taka á rás í því tryllitæki sem tungumálið er – ekki er sífellt rýnt undir vélarhlífina, svo gripið sé til líkingamáls snilldarmanns.Tungumálið er asni Algild og einhlít lausn verður seint fundin þegar kennsla er annars vegar, einkum þegar kenna skal stórum hópi með mismunandi þarfir og hæfni. Einum er kennt, öðrum bent, einnig þeim sem kennir og bendir, honum er kennt og bent af ýmsum þeim er standa álengdar. Þó er því ekki eins farið með kennurunum og feðgum þeim er eitt sinn ætluðu á asna í kaupstaðarferð. Taldi faðirinn rétt að hann sæti asnann en sonurinn teymdi. Ekki höfðu þeir lengi farið þegar þeir mæta manni er bendir þeim á fáránleika þess að hinn yngri teymdi undir þeim eldri. Höfðu feðgar því hlutverkaskipti og fóru nokkurn spöl uns þeir mættu öðrum manni sem fannst óhæfa að yngri maðurinn hefði svo auðvelt hlutskipti. Þeir sjá að þetta er rétt og taka því upp á því að bera asnann þar til á vegi þeirra verður brú. Auðvitað tekst þeim ekki betur til en svo, er þeir fara þar yfir, að þeir missa asnann yfir brúarhandriðið. Sá asni sem hér um ræðir hefur komist yfir margar brýr á vegferð sinni, hann er þrjóskur og ódrepandi og mun halda áfram þótt á hann slettist aur og vegurinn taki á sig nýjar þolmyndir.
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun