Marghöfða móðurmálsskrímsli Þröstur Geir Árnason skrifar 13. mars 2013 06:00 Íslenskukennurum hefur undanfarið verið legið á hálsi fyrir að vanrækja ritun og meðferð talaðs máls í störfum sínum við grunn- og framhaldsskóla. Hafa ýmsir menningarvitar farið með dylgjum og svigurmælum um andleysi og doða kennarastéttarinnar í þessum efnum. Beturvitringar hafa jafnvel látið að því liggja að fagmönnum í greininni hafi ekki tekist betur upp við störf sín en svo að nú sé móðurmálið orðið ungum landsmönnum framandi, leiðréttingastaglið og einhæfnin orðin svo grimm að ungmenni þori ekki lengur að tjá sig á þessari annarlegu tungu. Það skal ósagt látið við hvað er miðað þegar slíkir dómar eru upp kveðnir. Miða dæmendur við sína eigin skólagöngu eða hafa þeir kynnt sér nútímakennsluaðferðir í grunn- og framhaldsskólum landsins? Metnaðarfullt starf er unnið í framhaldsskólum og kennarar óþreytandi við að efla móðurmálskunnáttu. Að kenna þeim um hnignun íslenskunnar er eins og leita upptaka eiturlyfjafíknar í starfsháttum lögreglumanna. Vandinn er margslungnari en það.Tungumál, sköpun og gagnrýni Í störfum mínum sem menningarlegur stuðningsfulltrúi (les. íslenskukennari) við Verzlunarskóla Íslands er mikið lagt upp úr því að nemendur tjái sig á íslensku í ræðu og riti. Áfangar eru reglulega endurskoðaðir og má segja að þeir séu í stöðugri mótun. Mikil áhersla er lögð á ritun og lesskilning nemenda. Er í sumum tilvikum höfð sú grunnregla að nemendur skili inn rituðu efni í hverri viku, lesi það yfir hver hjá öðrum og skrifi um það gagnrýni. Samhliða þessu lesa þeir misþunga texta frá ýmsum tímaskeiðum, greina þá og í sumum tilvikum endurskrifa eldri texta á nútímaíslensku. Óþarfi er að taka fram að allt fer þetta fram undir handleiðslu stuðningsfulltrúa sem hefur reglur og góðar siðvenjur hins ritaða máls á takteinum þurfi nemendur á upprifjun að halda.Tungumálið er tryllitæki Nemendur kynnast með þessu ýmsum ólíkum blæbrigðum málsins, eins og lög gera ráð fyrir og, það sem meira er um vert, rækta sköpunargleði, sjálfstraust og listfengi í meðferð þess. Sum verkefnin eru þess eðlis að nemendur fá lausan tauminn til að nota sitt eigið málsnið, slangrið, en þar eru þeir mjög skapandi og oft og tíðum þjóðlegir í orðavali þótt merking kunni að breytast. Er með þessari aðferðafræði reynt að fara bil beggja, finna jafnvægi milli agaðs málsniðs og frjálslegrar eða „skapandi“ málnotkunar en þó er nemendum í öllum tilvikum leyft að taka á rás í því tryllitæki sem tungumálið er – ekki er sífellt rýnt undir vélarhlífina, svo gripið sé til líkingamáls snilldarmanns.Tungumálið er asni Algild og einhlít lausn verður seint fundin þegar kennsla er annars vegar, einkum þegar kenna skal stórum hópi með mismunandi þarfir og hæfni. Einum er kennt, öðrum bent, einnig þeim sem kennir og bendir, honum er kennt og bent af ýmsum þeim er standa álengdar. Þó er því ekki eins farið með kennurunum og feðgum þeim er eitt sinn ætluðu á asna í kaupstaðarferð. Taldi faðirinn rétt að hann sæti asnann en sonurinn teymdi. Ekki höfðu þeir lengi farið þegar þeir mæta manni er bendir þeim á fáránleika þess að hinn yngri teymdi undir þeim eldri. Höfðu feðgar því hlutverkaskipti og fóru nokkurn spöl uns þeir mættu öðrum manni sem fannst óhæfa að yngri maðurinn hefði svo auðvelt hlutskipti. Þeir sjá að þetta er rétt og taka því upp á því að bera asnann þar til á vegi þeirra verður brú. Auðvitað tekst þeim ekki betur til en svo, er þeir fara þar yfir, að þeir missa asnann yfir brúarhandriðið. Sá asni sem hér um ræðir hefur komist yfir margar brýr á vegferð sinni, hann er þrjóskur og ódrepandi og mun halda áfram þótt á hann slettist aur og vegurinn taki á sig nýjar þolmyndir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Íslenskukennurum hefur undanfarið verið legið á hálsi fyrir að vanrækja ritun og meðferð talaðs máls í störfum sínum við grunn- og framhaldsskóla. Hafa ýmsir menningarvitar farið með dylgjum og svigurmælum um andleysi og doða kennarastéttarinnar í þessum efnum. Beturvitringar hafa jafnvel látið að því liggja að fagmönnum í greininni hafi ekki tekist betur upp við störf sín en svo að nú sé móðurmálið orðið ungum landsmönnum framandi, leiðréttingastaglið og einhæfnin orðin svo grimm að ungmenni þori ekki lengur að tjá sig á þessari annarlegu tungu. Það skal ósagt látið við hvað er miðað þegar slíkir dómar eru upp kveðnir. Miða dæmendur við sína eigin skólagöngu eða hafa þeir kynnt sér nútímakennsluaðferðir í grunn- og framhaldsskólum landsins? Metnaðarfullt starf er unnið í framhaldsskólum og kennarar óþreytandi við að efla móðurmálskunnáttu. Að kenna þeim um hnignun íslenskunnar er eins og leita upptaka eiturlyfjafíknar í starfsháttum lögreglumanna. Vandinn er margslungnari en það.Tungumál, sköpun og gagnrýni Í störfum mínum sem menningarlegur stuðningsfulltrúi (les. íslenskukennari) við Verzlunarskóla Íslands er mikið lagt upp úr því að nemendur tjái sig á íslensku í ræðu og riti. Áfangar eru reglulega endurskoðaðir og má segja að þeir séu í stöðugri mótun. Mikil áhersla er lögð á ritun og lesskilning nemenda. Er í sumum tilvikum höfð sú grunnregla að nemendur skili inn rituðu efni í hverri viku, lesi það yfir hver hjá öðrum og skrifi um það gagnrýni. Samhliða þessu lesa þeir misþunga texta frá ýmsum tímaskeiðum, greina þá og í sumum tilvikum endurskrifa eldri texta á nútímaíslensku. Óþarfi er að taka fram að allt fer þetta fram undir handleiðslu stuðningsfulltrúa sem hefur reglur og góðar siðvenjur hins ritaða máls á takteinum þurfi nemendur á upprifjun að halda.Tungumálið er tryllitæki Nemendur kynnast með þessu ýmsum ólíkum blæbrigðum málsins, eins og lög gera ráð fyrir og, það sem meira er um vert, rækta sköpunargleði, sjálfstraust og listfengi í meðferð þess. Sum verkefnin eru þess eðlis að nemendur fá lausan tauminn til að nota sitt eigið málsnið, slangrið, en þar eru þeir mjög skapandi og oft og tíðum þjóðlegir í orðavali þótt merking kunni að breytast. Er með þessari aðferðafræði reynt að fara bil beggja, finna jafnvægi milli agaðs málsniðs og frjálslegrar eða „skapandi“ málnotkunar en þó er nemendum í öllum tilvikum leyft að taka á rás í því tryllitæki sem tungumálið er – ekki er sífellt rýnt undir vélarhlífina, svo gripið sé til líkingamáls snilldarmanns.Tungumálið er asni Algild og einhlít lausn verður seint fundin þegar kennsla er annars vegar, einkum þegar kenna skal stórum hópi með mismunandi þarfir og hæfni. Einum er kennt, öðrum bent, einnig þeim sem kennir og bendir, honum er kennt og bent af ýmsum þeim er standa álengdar. Þó er því ekki eins farið með kennurunum og feðgum þeim er eitt sinn ætluðu á asna í kaupstaðarferð. Taldi faðirinn rétt að hann sæti asnann en sonurinn teymdi. Ekki höfðu þeir lengi farið þegar þeir mæta manni er bendir þeim á fáránleika þess að hinn yngri teymdi undir þeim eldri. Höfðu feðgar því hlutverkaskipti og fóru nokkurn spöl uns þeir mættu öðrum manni sem fannst óhæfa að yngri maðurinn hefði svo auðvelt hlutskipti. Þeir sjá að þetta er rétt og taka því upp á því að bera asnann þar til á vegi þeirra verður brú. Auðvitað tekst þeim ekki betur til en svo, er þeir fara þar yfir, að þeir missa asnann yfir brúarhandriðið. Sá asni sem hér um ræðir hefur komist yfir margar brýr á vegferð sinni, hann er þrjóskur og ódrepandi og mun halda áfram þótt á hann slettist aur og vegurinn taki á sig nýjar þolmyndir.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun