Börn af erlendum uppruna líklegri fórnarlömb eineltis Elimar Hauksson skrifar 16. október 2013 07:00 Um fimm prósent íslenskra barna segjast hafa orðið þolendur eineltis. Mynd/ap Börn af erlendum uppruna eru mun líklegri en íslensk til að verða fyrir einelti. Þetta sýnir ný doktorsrannsókn sem fjallar um vina- og félagasamskipti barna af íslenskum og erlendum uppruna. Rannsóknin er hluti af doktorsrannsókn Eyrúnar Maríu Rúnarsdóttur við Leiden-háskóla í Hollandi. Hún hlaut á dögunum styrk frá styrktarsjóði Margaret og Bent Scheving Magnússonar en Háskóli Íslands sér um úthlutunina. „Hluti af mínu verkefni er að skoða einelti í þessum hópi sérstaklega. Því miður kemur fram að töluvert algengara er að börn af erlendu bergi brotin séu þolendur og jafnframt eru þau gerendur eineltis í meiri mæli en íslensk. Það er hærra hlutfall þeirra í öllum hópum sem rannsakaðir voru,“ segir Eyrún. Í fyrstu niðurstöðum rannsóknarinnar voru fjórir hópar aðgreindir eftir því hvort tungumálið á heimilinu var íslenska, pólska, asískt mál (víetnamska, filippseysk mál og taílenska) eða vesturevrópskt mál. Eyrún segir rannsókninni ekki lokið en hún er meðal annars að skrifa um einelti, auk þess sem hún kannar þætti eins og líðan í skólanum, lífsánægju, vanlíðan og hvernig hópurinn upplifir stuðning frá foreldrum og vinum að ógleymdu einelti. „Niðurstöðurnar benda til þess að asísku börnin standi verst að vígi þegar litið er til þessara þátta. Auk þess er hæsta hlutfall þeirra sem eru bæði þolendur og gerendur í einelti asísk börn eða fjórtán prósent,“ segir Eyrún. Um það bil tvö prósent íslenskra barna sögðust leggja önnur börn í einelti en rúmlega ellefu prósent pólskra barna greindu frá að þau væru gerendur. Rannsóknin sýnir einnig að minni stuðnings gætir frá vinum og foreldrum og upplifun á bekkjarbrag er neikvæðari hjá börnum af erlendum uppruna en íslenskum. Reyndist upplifun asískra barna þar vera verst. „Það virðist margt benda til þess að börn sem eru af erlendu bergi brotin standi auk þess verr að vígi en þau íslensku í félagasamskiptum og eigi jafnframt erfitt með að eignast íslenska vini,“ segir Eyrún María. Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Sjá meira
Börn af erlendum uppruna eru mun líklegri en íslensk til að verða fyrir einelti. Þetta sýnir ný doktorsrannsókn sem fjallar um vina- og félagasamskipti barna af íslenskum og erlendum uppruna. Rannsóknin er hluti af doktorsrannsókn Eyrúnar Maríu Rúnarsdóttur við Leiden-háskóla í Hollandi. Hún hlaut á dögunum styrk frá styrktarsjóði Margaret og Bent Scheving Magnússonar en Háskóli Íslands sér um úthlutunina. „Hluti af mínu verkefni er að skoða einelti í þessum hópi sérstaklega. Því miður kemur fram að töluvert algengara er að börn af erlendu bergi brotin séu þolendur og jafnframt eru þau gerendur eineltis í meiri mæli en íslensk. Það er hærra hlutfall þeirra í öllum hópum sem rannsakaðir voru,“ segir Eyrún. Í fyrstu niðurstöðum rannsóknarinnar voru fjórir hópar aðgreindir eftir því hvort tungumálið á heimilinu var íslenska, pólska, asískt mál (víetnamska, filippseysk mál og taílenska) eða vesturevrópskt mál. Eyrún segir rannsókninni ekki lokið en hún er meðal annars að skrifa um einelti, auk þess sem hún kannar þætti eins og líðan í skólanum, lífsánægju, vanlíðan og hvernig hópurinn upplifir stuðning frá foreldrum og vinum að ógleymdu einelti. „Niðurstöðurnar benda til þess að asísku börnin standi verst að vígi þegar litið er til þessara þátta. Auk þess er hæsta hlutfall þeirra sem eru bæði þolendur og gerendur í einelti asísk börn eða fjórtán prósent,“ segir Eyrún. Um það bil tvö prósent íslenskra barna sögðust leggja önnur börn í einelti en rúmlega ellefu prósent pólskra barna greindu frá að þau væru gerendur. Rannsóknin sýnir einnig að minni stuðnings gætir frá vinum og foreldrum og upplifun á bekkjarbrag er neikvæðari hjá börnum af erlendum uppruna en íslenskum. Reyndist upplifun asískra barna þar vera verst. „Það virðist margt benda til þess að börn sem eru af erlendu bergi brotin standi auk þess verr að vígi en þau íslensku í félagasamskiptum og eigi jafnframt erfitt með að eignast íslenska vini,“ segir Eyrún María.
Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Sjá meira