Lífið

Paul McCartney kemur Miley Cyrus til varnar

AFP/NordicPhotos
Miley Cyrus fékk stuðning úr óvæntri átt í vikunni, en Paul McCartney tók upp hanskann fyrir söngkonuna ungu.

Í samtali við Sky News sagði McCartney ekkert að umdeildri framkomu Miley Cyrus á VMA-verðlaunahátíðinni fyrir skemmstu.

„Maður sá ekki neitt,“ sagði McCartney. „Hún var bara að prófa sig áfram. Hún er að dansa með Robin Thicke, og hvað? Kommon, við höfum séð það verra!“

Hér að neðan er hægt að sjá framkomu Cyrus á VMA-hátíðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.