Litríkari toppbarátta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. maí 2013 10:30 Yfirburðir FH-ingar unnu sannfærandi sigur síðasta sumar. Fréttablaðið/daníel Boltinn byrjar að rúlla aftur á morgun í vinsælustu deildarkeppni landsins eftir 281 daga frí. Það eru liðnir sjö mánuðir síðan að FH-ingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með þrettán stiga yfirburðum en að þessu sinni vonast knattspyrnuspekingar að fleiri félög blandi sér í baráttu svart-hvítu liðanna, KR og FH, á toppnum. Fréttablaðið hefur undanfarna daga talið niður í mót með því að birta spá íþróttablaðamanna blaðsins og þar búumst við að deildin skiptist í fjóra hluta. FH, KR, Stjarnan og Breiðablik berjist um Íslandsmeistaratitilinn, Valur, Fylkir, Fram og ÍA eru líkleg til að sigla lygnan sjó um miðja töflu en það kemur hugsanlega í hlut ÍBV, Þór, Keflavíkur og Víkings úr Ólafsvík að berjast fyrir lífi sínu. Það skemmtilega við fótboltann er að hann tekur lítið mark á spámennsku spekingana og á hverju ári koma fram lið sem skjóta öllum spám ref fyrir rass sem og önnur sem bregðast síðan öllum væntingum. Í fyrra voru það Blikar, Eyjamenn og Fylkismenn sem hækkuðu sig mest út frá árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna en Valur, Fram og Grindavík enduðu hinsvegar mun neðar en í spánni. Sunnudagurinn verður dagur frumsýninga en þar munu Eyjamenn spila sinn fyrsta leik undir stjórn Hermanns Hreiðarssonar þegar þeir fá ÍA í heimsókn og Ólafsvíkur-Víkingar spila sinn fyrsta leik í efstu deild þegar Framarar skella sér vestur á Snæfellsnes. Þriðji leikur dagsins er síðan í Kópavoginum þar sem Blikar fá nýliða Þórs í heimsókn. Blikar enduðu mótið frábærlega í fyrra en hafa tapað fyrsta leik undanfarin þrjú sumur. Íslandsmeistarar FH hefja titilvörnina á mánudagskvöldið þegar þeir taka á móti Keflavík og FH-ingar ætla sér eflaust að breyta út frá venjunni að tapa stigum í fyrstu umferð. FH hefur ekki unnið fyrsta leik síðan 2008. Á mánudagskvöldið er einnig stórleikur KR og Stjörnunnar í Vesturbænum og leikur Fylkis og Vals í Árbænum. Á KR-vellinum munu þeir Brynjar Björn Gunnarsson (KR) og Veigar Páll Gunnarsson (Stjarnan) spila á ný í deildinni eftir langan tíma í atvinnumennsku í Evrópu. Framundan ættu að vera tæpir fimm mánuðir af skemmtilegu og spennandi Íslandsmóti og vonandi ræðst það ekki fyrr en í lok september hvaða félag hreppir íslandsmeistarabikarinn 2013. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Elvar skráður inn á EM Handbolti Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Boltinn byrjar að rúlla aftur á morgun í vinsælustu deildarkeppni landsins eftir 281 daga frí. Það eru liðnir sjö mánuðir síðan að FH-ingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með þrettán stiga yfirburðum en að þessu sinni vonast knattspyrnuspekingar að fleiri félög blandi sér í baráttu svart-hvítu liðanna, KR og FH, á toppnum. Fréttablaðið hefur undanfarna daga talið niður í mót með því að birta spá íþróttablaðamanna blaðsins og þar búumst við að deildin skiptist í fjóra hluta. FH, KR, Stjarnan og Breiðablik berjist um Íslandsmeistaratitilinn, Valur, Fylkir, Fram og ÍA eru líkleg til að sigla lygnan sjó um miðja töflu en það kemur hugsanlega í hlut ÍBV, Þór, Keflavíkur og Víkings úr Ólafsvík að berjast fyrir lífi sínu. Það skemmtilega við fótboltann er að hann tekur lítið mark á spámennsku spekingana og á hverju ári koma fram lið sem skjóta öllum spám ref fyrir rass sem og önnur sem bregðast síðan öllum væntingum. Í fyrra voru það Blikar, Eyjamenn og Fylkismenn sem hækkuðu sig mest út frá árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna en Valur, Fram og Grindavík enduðu hinsvegar mun neðar en í spánni. Sunnudagurinn verður dagur frumsýninga en þar munu Eyjamenn spila sinn fyrsta leik undir stjórn Hermanns Hreiðarssonar þegar þeir fá ÍA í heimsókn og Ólafsvíkur-Víkingar spila sinn fyrsta leik í efstu deild þegar Framarar skella sér vestur á Snæfellsnes. Þriðji leikur dagsins er síðan í Kópavoginum þar sem Blikar fá nýliða Þórs í heimsókn. Blikar enduðu mótið frábærlega í fyrra en hafa tapað fyrsta leik undanfarin þrjú sumur. Íslandsmeistarar FH hefja titilvörnina á mánudagskvöldið þegar þeir taka á móti Keflavík og FH-ingar ætla sér eflaust að breyta út frá venjunni að tapa stigum í fyrstu umferð. FH hefur ekki unnið fyrsta leik síðan 2008. Á mánudagskvöldið er einnig stórleikur KR og Stjörnunnar í Vesturbænum og leikur Fylkis og Vals í Árbænum. Á KR-vellinum munu þeir Brynjar Björn Gunnarsson (KR) og Veigar Páll Gunnarsson (Stjarnan) spila á ný í deildinni eftir langan tíma í atvinnumennsku í Evrópu. Framundan ættu að vera tæpir fimm mánuðir af skemmtilegu og spennandi Íslandsmóti og vonandi ræðst það ekki fyrr en í lok september hvaða félag hreppir íslandsmeistarabikarinn 2013.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Elvar skráður inn á EM Handbolti Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira