Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Valur 0-5 Kári Viðarsson í Ólafsvík skrifar 28. september 2013 00:01 Víkingar kveðja Pepsi-deildina í dag. Valsmenn völtuðu yfir varnarlausa Víkinga í Ólafsvík í dag. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en í þeim síðari áttu Valsmenn völlinn og kláruðu að lokum leikinn með fimm mörkum. Leikurinn byrjaði fjörlega og liðin skiptust á að sækja á rennblautum Ólafsvíkurvelli. Veðrið gerði aðstæður til knattspyrnuiðkunar erfiðar en leikmenn beggja liða reynu hvað þeir gátu til að ná upp góðu spili. Á 23. mínútu leiksins misstu heimamenn svo mann af velli með rautt spjald og varð það vendipunktur leiksins. Samuel Hernandez felldi þá Lucas Ohlander sem var sloppinn í gegn og fékk verðskuldað beint rautt spjald frá Valdimari Pálssyni, frábærum dómara leiksins. Valsmenn náðu þó ekki að setja boltann í markið í fyrri hálfleik sem endaði því markalaus. Síðari hálfleikur hófst með látum og greinilegt að valsarar ætluðu að nýta sér liðsmuninn. Heimamenn í Víkingi virtust ekki við hugann við efnið og misstu allan damp úr sínum leik. Sigurður Egill Lárusson opnaði markareikning Valsara með marki á 48. mínútu. Hann fékk þá boltann frá Matthíasi Guðmundssyni og smellti honum með jörðinni í fjærhornið. Virkilega vel gert hjá Sigurði sem var besti leikmaður vallarins í dag. Aðeins 10 mínútum síðar bættu Valsarar svo við öðru marki þegar Arnar Sveinn Geirsson skallaði knöttinn í Damir Muminovic og af honum fór boltinn í markið. Óheppilegt sjálfsmark hjá Damir og staðan 2-0. Matthías Guðmundsson kom gestunum svo í 3-0 tveimur mínútum síðar með snaggaralegu marki eftir fína sókn. Eftir þrjiða markið héldu Valsmenn góðu taki á leiknum og kláruðu hann með tveimur góðum mörkum í uppbótatíma. Lokastaðan 5-0 í Ólafsvík í dag.Ejub Purisevic: Við misstum hausinn ,,Svona er þetta stundum þegar liðið er einum færri og lítið að keppa um. Við vorum bara ekki alveg tilbúnir og misstum hausinn í síðari hálfleik." Aðspurður um það hvort stefnan sé ekki að koma Víkingum beint upp í pepsídeildina aftur hafði Ejub lítið að segja: "Það er ekki rétti tíminn til að segja neitt um það núna. Við eigum eftir að skoða liðið og sjá hverja við getum fengið og hverjir fara, eftir það er hægt að setja markmið," sagði Ejub í leikslok.Magnús Gylfason: Heilt yfir sáttur "Við erum manni fleiri og þeir veittu okkur kannski ekki mikla mótspyrnu hér í dag. Það er skiljanlegt enda að litlu að keppa." Aðspurður um hans sýn á tímabilið sagði Magnús: "Heilt yfir er ég sáttur við tímabilið. Auðvitað hefðum við vilja vera aðeins meira inni í keppninni um evrópusæti en það kemur á næsta ári," sagði Magnús Gylfason, kumpánlegur þjálfari Valsara, í lok leiks. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Valsmenn völtuðu yfir varnarlausa Víkinga í Ólafsvík í dag. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en í þeim síðari áttu Valsmenn völlinn og kláruðu að lokum leikinn með fimm mörkum. Leikurinn byrjaði fjörlega og liðin skiptust á að sækja á rennblautum Ólafsvíkurvelli. Veðrið gerði aðstæður til knattspyrnuiðkunar erfiðar en leikmenn beggja liða reynu hvað þeir gátu til að ná upp góðu spili. Á 23. mínútu leiksins misstu heimamenn svo mann af velli með rautt spjald og varð það vendipunktur leiksins. Samuel Hernandez felldi þá Lucas Ohlander sem var sloppinn í gegn og fékk verðskuldað beint rautt spjald frá Valdimari Pálssyni, frábærum dómara leiksins. Valsmenn náðu þó ekki að setja boltann í markið í fyrri hálfleik sem endaði því markalaus. Síðari hálfleikur hófst með látum og greinilegt að valsarar ætluðu að nýta sér liðsmuninn. Heimamenn í Víkingi virtust ekki við hugann við efnið og misstu allan damp úr sínum leik. Sigurður Egill Lárusson opnaði markareikning Valsara með marki á 48. mínútu. Hann fékk þá boltann frá Matthíasi Guðmundssyni og smellti honum með jörðinni í fjærhornið. Virkilega vel gert hjá Sigurði sem var besti leikmaður vallarins í dag. Aðeins 10 mínútum síðar bættu Valsarar svo við öðru marki þegar Arnar Sveinn Geirsson skallaði knöttinn í Damir Muminovic og af honum fór boltinn í markið. Óheppilegt sjálfsmark hjá Damir og staðan 2-0. Matthías Guðmundsson kom gestunum svo í 3-0 tveimur mínútum síðar með snaggaralegu marki eftir fína sókn. Eftir þrjiða markið héldu Valsmenn góðu taki á leiknum og kláruðu hann með tveimur góðum mörkum í uppbótatíma. Lokastaðan 5-0 í Ólafsvík í dag.Ejub Purisevic: Við misstum hausinn ,,Svona er þetta stundum þegar liðið er einum færri og lítið að keppa um. Við vorum bara ekki alveg tilbúnir og misstum hausinn í síðari hálfleik." Aðspurður um það hvort stefnan sé ekki að koma Víkingum beint upp í pepsídeildina aftur hafði Ejub lítið að segja: "Það er ekki rétti tíminn til að segja neitt um það núna. Við eigum eftir að skoða liðið og sjá hverja við getum fengið og hverjir fara, eftir það er hægt að setja markmið," sagði Ejub í leikslok.Magnús Gylfason: Heilt yfir sáttur "Við erum manni fleiri og þeir veittu okkur kannski ekki mikla mótspyrnu hér í dag. Það er skiljanlegt enda að litlu að keppa." Aðspurður um hans sýn á tímabilið sagði Magnús: "Heilt yfir er ég sáttur við tímabilið. Auðvitað hefðum við vilja vera aðeins meira inni í keppninni um evrópusæti en það kemur á næsta ári," sagði Magnús Gylfason, kumpánlegur þjálfari Valsara, í lok leiks.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira