Innlent

Mikill erill hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu

Mikið var um útköll vegna slagsmála og hávaða.
Mikið var um útköll vegna slagsmála og hávaða.
Mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sérstaklega framan af nóttu og mikið um útköll vegna slagsmála og hávaða, yfirleitt tengt ölvun. Um kvöldmatarleytið í gær varð harður árekstur á gatnamótum Sæbrautar og Dalbrautar. Loka þurfti Sæbrautinni um tíma og voru báðir ökumenn fluttir á slysadeild. Báða bílana þurfti að draga af vettvangi.

Um klukkan níu var tilkynnt um innbrot í heimahús í Austurborgini. Þjófurinn hafði á brott með sér tölvur og fleiri muni. Lögregla hafði ákveðin aðila grunaðan um verknaðinn og var hann handtekinn síðar og var hann þá með muni úr innbrotinu. Þá fundust á manninum ætluð fíkniefni og gisti hann fangageymslu. Um svipað leyti hafði lögreglan afskitpti af þremur ungmennum í Garðabæ sem voru með fíkniefni á sér og eru þau einnig grunuð um sölu á efnunum.

Um klukkan eitt í nótt var maður handtekinn í Hafnarfirði grunaður um eignaspjöll og fleira. Maðurinn var í annarlegu ástandi og fékk hann að gista hjá lögreglu uns hægt verður að ræða við hann. Rétt fyrir klukkan þrjú var síðan tilkynnt um umferðaróhapp í Breiðholti þar sem bifreið hafði verið ekið á ljósastaur. Ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna en þó nokkur slík mál komu upp hjá lögreglu í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×