Hver þeirra fær gullskóinn? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. september 2013 10:00 Atli Viðar Björnsson er kominn í þriðja sinn í færi við Gullskóinn í lokaumferðinni. Hann hefur skorað þrjú mörk eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Mynd/Valli KR-ingar eru Íslandsmeistarar, Víkingur og ÍA eru fallin í 1. deild og bæði FH og Stjarnan hafa tryggt sér sæti í Evrópukeppninni að ári. Það er því ekki mikið undir hjá liðunum í lokaumferð Pepsi-deildar karla en markahæstu mennirnir eru aftur á móti ekki búnir að segja sitt síðasta í baráttunni um gull-, silfur- og bronsskóinn. Fjórir leikmenn eiga raunhæfa möguleika á því að fá tilnefninguna markakóngur en Framarinn Hólmbert Aron Friðjónsson er þó ekki í sterkri stöðu enda tveimur mörkum á eftir efstu mönnum og í heimsókn hjá Íslandsmeisturum KR. KR-ingurinn Gary Martin er markahæstur og verður alltaf hærri en Viðar Örn Kjartansson verði þeir jafnir því Englendingurinn hefur spilað í mun færri mínútur. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, hefur tekið hann fjórtán sinnum út af í sumar, sem kemur sér vel núna. Viðar hefur aðeins verið tekinn einu sinni út af og það á 87. mínútu. Gary Martin hefur verið sjóðheitur enda með fimm mörk í síðustu fjórum leikjum en Viðar Örn Kjartansson hefur skorað jafnt og þétt í allt sumar og er með þrjú mörk í síðustu fjórum leikjum. Sá allra heitasti í deildinni síðustu vikurnar hefur hins vegar verið FH-ingurinn Atli Viðar Björnsson, sem hefur skorað fimm mörk á síðustu 130 mínútum eða mark á 26 mínútna fresti. Atli Viðar er einn af markahæstu leikmönnum efstu deildar frá upphafi og enginn hefur skorað fleiri mörk fyrir FH í efstu deild. Atla vantar hins vegar gullskóinn til að fullkomna safnið. Hann fékk silfurskóinn 2009 og 2011 og bronsskóinn 2010. Atli Viðar missti af gullskónum fyrir fjórum árum þrátt fyrir að vera með þriggja marka forskot fyrir lokaumferðina því KR-ingurinn Björgólfur Takefusa skoraði fimm mörk í lokaumferðinni. Sumarið 2010 skoraði Atli Viðar jafnmörg mörk og þeir markahæstu en lék þá fleiri leiki. Hér fyrir neðan eru upplýsingar um markahæstu leikmenn deildarinnar en þar er hægt að sjá tölur yfir leiki og spilaðar mínútur í sumar en það eru einmitt þær tölur sem ráða röðinni skori leikmenn jafnmörg mörk. Þessir eiga möguleika á því að vinna gullskóinn í dag:Mynd/AntonGary John Martin 22 ára framherji KR 12 mörk 21 leikur/1678 mínúturSkór í skápnum EnginnHitastigið 5 mörk í síðustu 4 leikjumMörk í fyrri leiknum 0 mörk á 90 mínútum á móti Fram (úti) ---Viðar Örn Kjartansson 22 ára framherji Fylkis12 mörk 21 leikur/1887 mínúturSkór í skápnum EnginnHitastigið 3 mörk í síðustu 4 leikjumMörk í fyrri leiknum 0 mörk á 90 mínútum á móti ÍA (heima) ---Atli Viðar Björnsson 33 ára framherji FH11 mörk 18 leikir/1044 mínúturSkór í skápnum 2 silfurskór og einn bronsskórHitastigið 5 mörk í síðustu 4 leikjumMörk í fyrri leiknum 0 mörk á 17 mínútum á móti Stjörnunni (úti) ---Hólmbert Aron Friðjónsson 20 ára framherji Fram10 mörk 20 leikir/1599 mínúturSkór í skápnum EnginnHitastigið 1 mark í síðustu 5 leikjumMörk í fyrri leiknum 1 mark á 90 mínútum á móti KR (heima) --Chukwudi Chijindu 27 ára framherji Þórs 9 mörk 17 leikir/1321 mínúta --Hörður Sveinsson 30 ára framherji Keflavíkur 9 mörk 20 leikir/1537 mínútur - Á bronsskó síðan 2004 --Halldór Orri Björnsson 26 ára miðjumaður Stjörnunnar 9 mörk 20 leikir/1800 mínútur --Björn Daníel Sverrisson 23 ára miðjumaður FH 9 mörk 21 leikur/1875 mínútur - Er í banni í dag Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Sjá meira
KR-ingar eru Íslandsmeistarar, Víkingur og ÍA eru fallin í 1. deild og bæði FH og Stjarnan hafa tryggt sér sæti í Evrópukeppninni að ári. Það er því ekki mikið undir hjá liðunum í lokaumferð Pepsi-deildar karla en markahæstu mennirnir eru aftur á móti ekki búnir að segja sitt síðasta í baráttunni um gull-, silfur- og bronsskóinn. Fjórir leikmenn eiga raunhæfa möguleika á því að fá tilnefninguna markakóngur en Framarinn Hólmbert Aron Friðjónsson er þó ekki í sterkri stöðu enda tveimur mörkum á eftir efstu mönnum og í heimsókn hjá Íslandsmeisturum KR. KR-ingurinn Gary Martin er markahæstur og verður alltaf hærri en Viðar Örn Kjartansson verði þeir jafnir því Englendingurinn hefur spilað í mun færri mínútur. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, hefur tekið hann fjórtán sinnum út af í sumar, sem kemur sér vel núna. Viðar hefur aðeins verið tekinn einu sinni út af og það á 87. mínútu. Gary Martin hefur verið sjóðheitur enda með fimm mörk í síðustu fjórum leikjum en Viðar Örn Kjartansson hefur skorað jafnt og þétt í allt sumar og er með þrjú mörk í síðustu fjórum leikjum. Sá allra heitasti í deildinni síðustu vikurnar hefur hins vegar verið FH-ingurinn Atli Viðar Björnsson, sem hefur skorað fimm mörk á síðustu 130 mínútum eða mark á 26 mínútna fresti. Atli Viðar er einn af markahæstu leikmönnum efstu deildar frá upphafi og enginn hefur skorað fleiri mörk fyrir FH í efstu deild. Atla vantar hins vegar gullskóinn til að fullkomna safnið. Hann fékk silfurskóinn 2009 og 2011 og bronsskóinn 2010. Atli Viðar missti af gullskónum fyrir fjórum árum þrátt fyrir að vera með þriggja marka forskot fyrir lokaumferðina því KR-ingurinn Björgólfur Takefusa skoraði fimm mörk í lokaumferðinni. Sumarið 2010 skoraði Atli Viðar jafnmörg mörk og þeir markahæstu en lék þá fleiri leiki. Hér fyrir neðan eru upplýsingar um markahæstu leikmenn deildarinnar en þar er hægt að sjá tölur yfir leiki og spilaðar mínútur í sumar en það eru einmitt þær tölur sem ráða röðinni skori leikmenn jafnmörg mörk. Þessir eiga möguleika á því að vinna gullskóinn í dag:Mynd/AntonGary John Martin 22 ára framherji KR 12 mörk 21 leikur/1678 mínúturSkór í skápnum EnginnHitastigið 5 mörk í síðustu 4 leikjumMörk í fyrri leiknum 0 mörk á 90 mínútum á móti Fram (úti) ---Viðar Örn Kjartansson 22 ára framherji Fylkis12 mörk 21 leikur/1887 mínúturSkór í skápnum EnginnHitastigið 3 mörk í síðustu 4 leikjumMörk í fyrri leiknum 0 mörk á 90 mínútum á móti ÍA (heima) ---Atli Viðar Björnsson 33 ára framherji FH11 mörk 18 leikir/1044 mínúturSkór í skápnum 2 silfurskór og einn bronsskórHitastigið 5 mörk í síðustu 4 leikjumMörk í fyrri leiknum 0 mörk á 17 mínútum á móti Stjörnunni (úti) ---Hólmbert Aron Friðjónsson 20 ára framherji Fram10 mörk 20 leikir/1599 mínúturSkór í skápnum EnginnHitastigið 1 mark í síðustu 5 leikjumMörk í fyrri leiknum 1 mark á 90 mínútum á móti KR (heima) --Chukwudi Chijindu 27 ára framherji Þórs 9 mörk 17 leikir/1321 mínúta --Hörður Sveinsson 30 ára framherji Keflavíkur 9 mörk 20 leikir/1537 mínútur - Á bronsskó síðan 2004 --Halldór Orri Björnsson 26 ára miðjumaður Stjörnunnar 9 mörk 20 leikir/1800 mínútur --Björn Daníel Sverrisson 23 ára miðjumaður FH 9 mörk 21 leikur/1875 mínútur - Er í banni í dag
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Sjá meira