Hver þeirra fær gullskóinn? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. september 2013 10:00 Atli Viðar Björnsson er kominn í þriðja sinn í færi við Gullskóinn í lokaumferðinni. Hann hefur skorað þrjú mörk eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Mynd/Valli KR-ingar eru Íslandsmeistarar, Víkingur og ÍA eru fallin í 1. deild og bæði FH og Stjarnan hafa tryggt sér sæti í Evrópukeppninni að ári. Það er því ekki mikið undir hjá liðunum í lokaumferð Pepsi-deildar karla en markahæstu mennirnir eru aftur á móti ekki búnir að segja sitt síðasta í baráttunni um gull-, silfur- og bronsskóinn. Fjórir leikmenn eiga raunhæfa möguleika á því að fá tilnefninguna markakóngur en Framarinn Hólmbert Aron Friðjónsson er þó ekki í sterkri stöðu enda tveimur mörkum á eftir efstu mönnum og í heimsókn hjá Íslandsmeisturum KR. KR-ingurinn Gary Martin er markahæstur og verður alltaf hærri en Viðar Örn Kjartansson verði þeir jafnir því Englendingurinn hefur spilað í mun færri mínútur. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, hefur tekið hann fjórtán sinnum út af í sumar, sem kemur sér vel núna. Viðar hefur aðeins verið tekinn einu sinni út af og það á 87. mínútu. Gary Martin hefur verið sjóðheitur enda með fimm mörk í síðustu fjórum leikjum en Viðar Örn Kjartansson hefur skorað jafnt og þétt í allt sumar og er með þrjú mörk í síðustu fjórum leikjum. Sá allra heitasti í deildinni síðustu vikurnar hefur hins vegar verið FH-ingurinn Atli Viðar Björnsson, sem hefur skorað fimm mörk á síðustu 130 mínútum eða mark á 26 mínútna fresti. Atli Viðar er einn af markahæstu leikmönnum efstu deildar frá upphafi og enginn hefur skorað fleiri mörk fyrir FH í efstu deild. Atla vantar hins vegar gullskóinn til að fullkomna safnið. Hann fékk silfurskóinn 2009 og 2011 og bronsskóinn 2010. Atli Viðar missti af gullskónum fyrir fjórum árum þrátt fyrir að vera með þriggja marka forskot fyrir lokaumferðina því KR-ingurinn Björgólfur Takefusa skoraði fimm mörk í lokaumferðinni. Sumarið 2010 skoraði Atli Viðar jafnmörg mörk og þeir markahæstu en lék þá fleiri leiki. Hér fyrir neðan eru upplýsingar um markahæstu leikmenn deildarinnar en þar er hægt að sjá tölur yfir leiki og spilaðar mínútur í sumar en það eru einmitt þær tölur sem ráða röðinni skori leikmenn jafnmörg mörk. Þessir eiga möguleika á því að vinna gullskóinn í dag:Mynd/AntonGary John Martin 22 ára framherji KR 12 mörk 21 leikur/1678 mínúturSkór í skápnum EnginnHitastigið 5 mörk í síðustu 4 leikjumMörk í fyrri leiknum 0 mörk á 90 mínútum á móti Fram (úti) ---Viðar Örn Kjartansson 22 ára framherji Fylkis12 mörk 21 leikur/1887 mínúturSkór í skápnum EnginnHitastigið 3 mörk í síðustu 4 leikjumMörk í fyrri leiknum 0 mörk á 90 mínútum á móti ÍA (heima) ---Atli Viðar Björnsson 33 ára framherji FH11 mörk 18 leikir/1044 mínúturSkór í skápnum 2 silfurskór og einn bronsskórHitastigið 5 mörk í síðustu 4 leikjumMörk í fyrri leiknum 0 mörk á 17 mínútum á móti Stjörnunni (úti) ---Hólmbert Aron Friðjónsson 20 ára framherji Fram10 mörk 20 leikir/1599 mínúturSkór í skápnum EnginnHitastigið 1 mark í síðustu 5 leikjumMörk í fyrri leiknum 1 mark á 90 mínútum á móti KR (heima) --Chukwudi Chijindu 27 ára framherji Þórs 9 mörk 17 leikir/1321 mínúta --Hörður Sveinsson 30 ára framherji Keflavíkur 9 mörk 20 leikir/1537 mínútur - Á bronsskó síðan 2004 --Halldór Orri Björnsson 26 ára miðjumaður Stjörnunnar 9 mörk 20 leikir/1800 mínútur --Björn Daníel Sverrisson 23 ára miðjumaður FH 9 mörk 21 leikur/1875 mínútur - Er í banni í dag Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Körfubolti Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Fótbolti Searle vann fyrsta settið á móti Littler Sport Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira
KR-ingar eru Íslandsmeistarar, Víkingur og ÍA eru fallin í 1. deild og bæði FH og Stjarnan hafa tryggt sér sæti í Evrópukeppninni að ári. Það er því ekki mikið undir hjá liðunum í lokaumferð Pepsi-deildar karla en markahæstu mennirnir eru aftur á móti ekki búnir að segja sitt síðasta í baráttunni um gull-, silfur- og bronsskóinn. Fjórir leikmenn eiga raunhæfa möguleika á því að fá tilnefninguna markakóngur en Framarinn Hólmbert Aron Friðjónsson er þó ekki í sterkri stöðu enda tveimur mörkum á eftir efstu mönnum og í heimsókn hjá Íslandsmeisturum KR. KR-ingurinn Gary Martin er markahæstur og verður alltaf hærri en Viðar Örn Kjartansson verði þeir jafnir því Englendingurinn hefur spilað í mun færri mínútur. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, hefur tekið hann fjórtán sinnum út af í sumar, sem kemur sér vel núna. Viðar hefur aðeins verið tekinn einu sinni út af og það á 87. mínútu. Gary Martin hefur verið sjóðheitur enda með fimm mörk í síðustu fjórum leikjum en Viðar Örn Kjartansson hefur skorað jafnt og þétt í allt sumar og er með þrjú mörk í síðustu fjórum leikjum. Sá allra heitasti í deildinni síðustu vikurnar hefur hins vegar verið FH-ingurinn Atli Viðar Björnsson, sem hefur skorað fimm mörk á síðustu 130 mínútum eða mark á 26 mínútna fresti. Atli Viðar er einn af markahæstu leikmönnum efstu deildar frá upphafi og enginn hefur skorað fleiri mörk fyrir FH í efstu deild. Atla vantar hins vegar gullskóinn til að fullkomna safnið. Hann fékk silfurskóinn 2009 og 2011 og bronsskóinn 2010. Atli Viðar missti af gullskónum fyrir fjórum árum þrátt fyrir að vera með þriggja marka forskot fyrir lokaumferðina því KR-ingurinn Björgólfur Takefusa skoraði fimm mörk í lokaumferðinni. Sumarið 2010 skoraði Atli Viðar jafnmörg mörk og þeir markahæstu en lék þá fleiri leiki. Hér fyrir neðan eru upplýsingar um markahæstu leikmenn deildarinnar en þar er hægt að sjá tölur yfir leiki og spilaðar mínútur í sumar en það eru einmitt þær tölur sem ráða röðinni skori leikmenn jafnmörg mörk. Þessir eiga möguleika á því að vinna gullskóinn í dag:Mynd/AntonGary John Martin 22 ára framherji KR 12 mörk 21 leikur/1678 mínúturSkór í skápnum EnginnHitastigið 5 mörk í síðustu 4 leikjumMörk í fyrri leiknum 0 mörk á 90 mínútum á móti Fram (úti) ---Viðar Örn Kjartansson 22 ára framherji Fylkis12 mörk 21 leikur/1887 mínúturSkór í skápnum EnginnHitastigið 3 mörk í síðustu 4 leikjumMörk í fyrri leiknum 0 mörk á 90 mínútum á móti ÍA (heima) ---Atli Viðar Björnsson 33 ára framherji FH11 mörk 18 leikir/1044 mínúturSkór í skápnum 2 silfurskór og einn bronsskórHitastigið 5 mörk í síðustu 4 leikjumMörk í fyrri leiknum 0 mörk á 17 mínútum á móti Stjörnunni (úti) ---Hólmbert Aron Friðjónsson 20 ára framherji Fram10 mörk 20 leikir/1599 mínúturSkór í skápnum EnginnHitastigið 1 mark í síðustu 5 leikjumMörk í fyrri leiknum 1 mark á 90 mínútum á móti KR (heima) --Chukwudi Chijindu 27 ára framherji Þórs 9 mörk 17 leikir/1321 mínúta --Hörður Sveinsson 30 ára framherji Keflavíkur 9 mörk 20 leikir/1537 mínútur - Á bronsskó síðan 2004 --Halldór Orri Björnsson 26 ára miðjumaður Stjörnunnar 9 mörk 20 leikir/1800 mínútur --Björn Daníel Sverrisson 23 ára miðjumaður FH 9 mörk 21 leikur/1875 mínútur - Er í banni í dag
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Körfubolti Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Fótbolti Searle vann fyrsta settið á móti Littler Sport Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira