Hver þeirra fær gullskóinn? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. september 2013 10:00 Atli Viðar Björnsson er kominn í þriðja sinn í færi við Gullskóinn í lokaumferðinni. Hann hefur skorað þrjú mörk eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Mynd/Valli KR-ingar eru Íslandsmeistarar, Víkingur og ÍA eru fallin í 1. deild og bæði FH og Stjarnan hafa tryggt sér sæti í Evrópukeppninni að ári. Það er því ekki mikið undir hjá liðunum í lokaumferð Pepsi-deildar karla en markahæstu mennirnir eru aftur á móti ekki búnir að segja sitt síðasta í baráttunni um gull-, silfur- og bronsskóinn. Fjórir leikmenn eiga raunhæfa möguleika á því að fá tilnefninguna markakóngur en Framarinn Hólmbert Aron Friðjónsson er þó ekki í sterkri stöðu enda tveimur mörkum á eftir efstu mönnum og í heimsókn hjá Íslandsmeisturum KR. KR-ingurinn Gary Martin er markahæstur og verður alltaf hærri en Viðar Örn Kjartansson verði þeir jafnir því Englendingurinn hefur spilað í mun færri mínútur. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, hefur tekið hann fjórtán sinnum út af í sumar, sem kemur sér vel núna. Viðar hefur aðeins verið tekinn einu sinni út af og það á 87. mínútu. Gary Martin hefur verið sjóðheitur enda með fimm mörk í síðustu fjórum leikjum en Viðar Örn Kjartansson hefur skorað jafnt og þétt í allt sumar og er með þrjú mörk í síðustu fjórum leikjum. Sá allra heitasti í deildinni síðustu vikurnar hefur hins vegar verið FH-ingurinn Atli Viðar Björnsson, sem hefur skorað fimm mörk á síðustu 130 mínútum eða mark á 26 mínútna fresti. Atli Viðar er einn af markahæstu leikmönnum efstu deildar frá upphafi og enginn hefur skorað fleiri mörk fyrir FH í efstu deild. Atla vantar hins vegar gullskóinn til að fullkomna safnið. Hann fékk silfurskóinn 2009 og 2011 og bronsskóinn 2010. Atli Viðar missti af gullskónum fyrir fjórum árum þrátt fyrir að vera með þriggja marka forskot fyrir lokaumferðina því KR-ingurinn Björgólfur Takefusa skoraði fimm mörk í lokaumferðinni. Sumarið 2010 skoraði Atli Viðar jafnmörg mörk og þeir markahæstu en lék þá fleiri leiki. Hér fyrir neðan eru upplýsingar um markahæstu leikmenn deildarinnar en þar er hægt að sjá tölur yfir leiki og spilaðar mínútur í sumar en það eru einmitt þær tölur sem ráða röðinni skori leikmenn jafnmörg mörk. Þessir eiga möguleika á því að vinna gullskóinn í dag:Mynd/AntonGary John Martin 22 ára framherji KR 12 mörk 21 leikur/1678 mínúturSkór í skápnum EnginnHitastigið 5 mörk í síðustu 4 leikjumMörk í fyrri leiknum 0 mörk á 90 mínútum á móti Fram (úti) ---Viðar Örn Kjartansson 22 ára framherji Fylkis12 mörk 21 leikur/1887 mínúturSkór í skápnum EnginnHitastigið 3 mörk í síðustu 4 leikjumMörk í fyrri leiknum 0 mörk á 90 mínútum á móti ÍA (heima) ---Atli Viðar Björnsson 33 ára framherji FH11 mörk 18 leikir/1044 mínúturSkór í skápnum 2 silfurskór og einn bronsskórHitastigið 5 mörk í síðustu 4 leikjumMörk í fyrri leiknum 0 mörk á 17 mínútum á móti Stjörnunni (úti) ---Hólmbert Aron Friðjónsson 20 ára framherji Fram10 mörk 20 leikir/1599 mínúturSkór í skápnum EnginnHitastigið 1 mark í síðustu 5 leikjumMörk í fyrri leiknum 1 mark á 90 mínútum á móti KR (heima) --Chukwudi Chijindu 27 ára framherji Þórs 9 mörk 17 leikir/1321 mínúta --Hörður Sveinsson 30 ára framherji Keflavíkur 9 mörk 20 leikir/1537 mínútur - Á bronsskó síðan 2004 --Halldór Orri Björnsson 26 ára miðjumaður Stjörnunnar 9 mörk 20 leikir/1800 mínútur --Björn Daníel Sverrisson 23 ára miðjumaður FH 9 mörk 21 leikur/1875 mínútur - Er í banni í dag Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Bein útsending: Danmörk - Ísland | Tekst strákunum að stöðva danska storminn? Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Sjá meira
KR-ingar eru Íslandsmeistarar, Víkingur og ÍA eru fallin í 1. deild og bæði FH og Stjarnan hafa tryggt sér sæti í Evrópukeppninni að ári. Það er því ekki mikið undir hjá liðunum í lokaumferð Pepsi-deildar karla en markahæstu mennirnir eru aftur á móti ekki búnir að segja sitt síðasta í baráttunni um gull-, silfur- og bronsskóinn. Fjórir leikmenn eiga raunhæfa möguleika á því að fá tilnefninguna markakóngur en Framarinn Hólmbert Aron Friðjónsson er þó ekki í sterkri stöðu enda tveimur mörkum á eftir efstu mönnum og í heimsókn hjá Íslandsmeisturum KR. KR-ingurinn Gary Martin er markahæstur og verður alltaf hærri en Viðar Örn Kjartansson verði þeir jafnir því Englendingurinn hefur spilað í mun færri mínútur. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, hefur tekið hann fjórtán sinnum út af í sumar, sem kemur sér vel núna. Viðar hefur aðeins verið tekinn einu sinni út af og það á 87. mínútu. Gary Martin hefur verið sjóðheitur enda með fimm mörk í síðustu fjórum leikjum en Viðar Örn Kjartansson hefur skorað jafnt og þétt í allt sumar og er með þrjú mörk í síðustu fjórum leikjum. Sá allra heitasti í deildinni síðustu vikurnar hefur hins vegar verið FH-ingurinn Atli Viðar Björnsson, sem hefur skorað fimm mörk á síðustu 130 mínútum eða mark á 26 mínútna fresti. Atli Viðar er einn af markahæstu leikmönnum efstu deildar frá upphafi og enginn hefur skorað fleiri mörk fyrir FH í efstu deild. Atla vantar hins vegar gullskóinn til að fullkomna safnið. Hann fékk silfurskóinn 2009 og 2011 og bronsskóinn 2010. Atli Viðar missti af gullskónum fyrir fjórum árum þrátt fyrir að vera með þriggja marka forskot fyrir lokaumferðina því KR-ingurinn Björgólfur Takefusa skoraði fimm mörk í lokaumferðinni. Sumarið 2010 skoraði Atli Viðar jafnmörg mörk og þeir markahæstu en lék þá fleiri leiki. Hér fyrir neðan eru upplýsingar um markahæstu leikmenn deildarinnar en þar er hægt að sjá tölur yfir leiki og spilaðar mínútur í sumar en það eru einmitt þær tölur sem ráða röðinni skori leikmenn jafnmörg mörk. Þessir eiga möguleika á því að vinna gullskóinn í dag:Mynd/AntonGary John Martin 22 ára framherji KR 12 mörk 21 leikur/1678 mínúturSkór í skápnum EnginnHitastigið 5 mörk í síðustu 4 leikjumMörk í fyrri leiknum 0 mörk á 90 mínútum á móti Fram (úti) ---Viðar Örn Kjartansson 22 ára framherji Fylkis12 mörk 21 leikur/1887 mínúturSkór í skápnum EnginnHitastigið 3 mörk í síðustu 4 leikjumMörk í fyrri leiknum 0 mörk á 90 mínútum á móti ÍA (heima) ---Atli Viðar Björnsson 33 ára framherji FH11 mörk 18 leikir/1044 mínúturSkór í skápnum 2 silfurskór og einn bronsskórHitastigið 5 mörk í síðustu 4 leikjumMörk í fyrri leiknum 0 mörk á 17 mínútum á móti Stjörnunni (úti) ---Hólmbert Aron Friðjónsson 20 ára framherji Fram10 mörk 20 leikir/1599 mínúturSkór í skápnum EnginnHitastigið 1 mark í síðustu 5 leikjumMörk í fyrri leiknum 1 mark á 90 mínútum á móti KR (heima) --Chukwudi Chijindu 27 ára framherji Þórs 9 mörk 17 leikir/1321 mínúta --Hörður Sveinsson 30 ára framherji Keflavíkur 9 mörk 20 leikir/1537 mínútur - Á bronsskó síðan 2004 --Halldór Orri Björnsson 26 ára miðjumaður Stjörnunnar 9 mörk 20 leikir/1800 mínútur --Björn Daníel Sverrisson 23 ára miðjumaður FH 9 mörk 21 leikur/1875 mínútur - Er í banni í dag
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Bein útsending: Danmörk - Ísland | Tekst strákunum að stöðva danska storminn? Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Sjá meira