Hver þeirra fær gullskóinn? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. september 2013 10:00 Atli Viðar Björnsson er kominn í þriðja sinn í færi við Gullskóinn í lokaumferðinni. Hann hefur skorað þrjú mörk eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Mynd/Valli KR-ingar eru Íslandsmeistarar, Víkingur og ÍA eru fallin í 1. deild og bæði FH og Stjarnan hafa tryggt sér sæti í Evrópukeppninni að ári. Það er því ekki mikið undir hjá liðunum í lokaumferð Pepsi-deildar karla en markahæstu mennirnir eru aftur á móti ekki búnir að segja sitt síðasta í baráttunni um gull-, silfur- og bronsskóinn. Fjórir leikmenn eiga raunhæfa möguleika á því að fá tilnefninguna markakóngur en Framarinn Hólmbert Aron Friðjónsson er þó ekki í sterkri stöðu enda tveimur mörkum á eftir efstu mönnum og í heimsókn hjá Íslandsmeisturum KR. KR-ingurinn Gary Martin er markahæstur og verður alltaf hærri en Viðar Örn Kjartansson verði þeir jafnir því Englendingurinn hefur spilað í mun færri mínútur. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, hefur tekið hann fjórtán sinnum út af í sumar, sem kemur sér vel núna. Viðar hefur aðeins verið tekinn einu sinni út af og það á 87. mínútu. Gary Martin hefur verið sjóðheitur enda með fimm mörk í síðustu fjórum leikjum en Viðar Örn Kjartansson hefur skorað jafnt og þétt í allt sumar og er með þrjú mörk í síðustu fjórum leikjum. Sá allra heitasti í deildinni síðustu vikurnar hefur hins vegar verið FH-ingurinn Atli Viðar Björnsson, sem hefur skorað fimm mörk á síðustu 130 mínútum eða mark á 26 mínútna fresti. Atli Viðar er einn af markahæstu leikmönnum efstu deildar frá upphafi og enginn hefur skorað fleiri mörk fyrir FH í efstu deild. Atla vantar hins vegar gullskóinn til að fullkomna safnið. Hann fékk silfurskóinn 2009 og 2011 og bronsskóinn 2010. Atli Viðar missti af gullskónum fyrir fjórum árum þrátt fyrir að vera með þriggja marka forskot fyrir lokaumferðina því KR-ingurinn Björgólfur Takefusa skoraði fimm mörk í lokaumferðinni. Sumarið 2010 skoraði Atli Viðar jafnmörg mörk og þeir markahæstu en lék þá fleiri leiki. Hér fyrir neðan eru upplýsingar um markahæstu leikmenn deildarinnar en þar er hægt að sjá tölur yfir leiki og spilaðar mínútur í sumar en það eru einmitt þær tölur sem ráða röðinni skori leikmenn jafnmörg mörk. Þessir eiga möguleika á því að vinna gullskóinn í dag:Mynd/AntonGary John Martin 22 ára framherji KR 12 mörk 21 leikur/1678 mínúturSkór í skápnum EnginnHitastigið 5 mörk í síðustu 4 leikjumMörk í fyrri leiknum 0 mörk á 90 mínútum á móti Fram (úti) ---Viðar Örn Kjartansson 22 ára framherji Fylkis12 mörk 21 leikur/1887 mínúturSkór í skápnum EnginnHitastigið 3 mörk í síðustu 4 leikjumMörk í fyrri leiknum 0 mörk á 90 mínútum á móti ÍA (heima) ---Atli Viðar Björnsson 33 ára framherji FH11 mörk 18 leikir/1044 mínúturSkór í skápnum 2 silfurskór og einn bronsskórHitastigið 5 mörk í síðustu 4 leikjumMörk í fyrri leiknum 0 mörk á 17 mínútum á móti Stjörnunni (úti) ---Hólmbert Aron Friðjónsson 20 ára framherji Fram10 mörk 20 leikir/1599 mínúturSkór í skápnum EnginnHitastigið 1 mark í síðustu 5 leikjumMörk í fyrri leiknum 1 mark á 90 mínútum á móti KR (heima) --Chukwudi Chijindu 27 ára framherji Þórs 9 mörk 17 leikir/1321 mínúta --Hörður Sveinsson 30 ára framherji Keflavíkur 9 mörk 20 leikir/1537 mínútur - Á bronsskó síðan 2004 --Halldór Orri Björnsson 26 ára miðjumaður Stjörnunnar 9 mörk 20 leikir/1800 mínútur --Björn Daníel Sverrisson 23 ára miðjumaður FH 9 mörk 21 leikur/1875 mínútur - Er í banni í dag Pepsi Max-deild karla Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Fleiri fréttir Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Sjá meira
KR-ingar eru Íslandsmeistarar, Víkingur og ÍA eru fallin í 1. deild og bæði FH og Stjarnan hafa tryggt sér sæti í Evrópukeppninni að ári. Það er því ekki mikið undir hjá liðunum í lokaumferð Pepsi-deildar karla en markahæstu mennirnir eru aftur á móti ekki búnir að segja sitt síðasta í baráttunni um gull-, silfur- og bronsskóinn. Fjórir leikmenn eiga raunhæfa möguleika á því að fá tilnefninguna markakóngur en Framarinn Hólmbert Aron Friðjónsson er þó ekki í sterkri stöðu enda tveimur mörkum á eftir efstu mönnum og í heimsókn hjá Íslandsmeisturum KR. KR-ingurinn Gary Martin er markahæstur og verður alltaf hærri en Viðar Örn Kjartansson verði þeir jafnir því Englendingurinn hefur spilað í mun færri mínútur. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, hefur tekið hann fjórtán sinnum út af í sumar, sem kemur sér vel núna. Viðar hefur aðeins verið tekinn einu sinni út af og það á 87. mínútu. Gary Martin hefur verið sjóðheitur enda með fimm mörk í síðustu fjórum leikjum en Viðar Örn Kjartansson hefur skorað jafnt og þétt í allt sumar og er með þrjú mörk í síðustu fjórum leikjum. Sá allra heitasti í deildinni síðustu vikurnar hefur hins vegar verið FH-ingurinn Atli Viðar Björnsson, sem hefur skorað fimm mörk á síðustu 130 mínútum eða mark á 26 mínútna fresti. Atli Viðar er einn af markahæstu leikmönnum efstu deildar frá upphafi og enginn hefur skorað fleiri mörk fyrir FH í efstu deild. Atla vantar hins vegar gullskóinn til að fullkomna safnið. Hann fékk silfurskóinn 2009 og 2011 og bronsskóinn 2010. Atli Viðar missti af gullskónum fyrir fjórum árum þrátt fyrir að vera með þriggja marka forskot fyrir lokaumferðina því KR-ingurinn Björgólfur Takefusa skoraði fimm mörk í lokaumferðinni. Sumarið 2010 skoraði Atli Viðar jafnmörg mörk og þeir markahæstu en lék þá fleiri leiki. Hér fyrir neðan eru upplýsingar um markahæstu leikmenn deildarinnar en þar er hægt að sjá tölur yfir leiki og spilaðar mínútur í sumar en það eru einmitt þær tölur sem ráða röðinni skori leikmenn jafnmörg mörk. Þessir eiga möguleika á því að vinna gullskóinn í dag:Mynd/AntonGary John Martin 22 ára framherji KR 12 mörk 21 leikur/1678 mínúturSkór í skápnum EnginnHitastigið 5 mörk í síðustu 4 leikjumMörk í fyrri leiknum 0 mörk á 90 mínútum á móti Fram (úti) ---Viðar Örn Kjartansson 22 ára framherji Fylkis12 mörk 21 leikur/1887 mínúturSkór í skápnum EnginnHitastigið 3 mörk í síðustu 4 leikjumMörk í fyrri leiknum 0 mörk á 90 mínútum á móti ÍA (heima) ---Atli Viðar Björnsson 33 ára framherji FH11 mörk 18 leikir/1044 mínúturSkór í skápnum 2 silfurskór og einn bronsskórHitastigið 5 mörk í síðustu 4 leikjumMörk í fyrri leiknum 0 mörk á 17 mínútum á móti Stjörnunni (úti) ---Hólmbert Aron Friðjónsson 20 ára framherji Fram10 mörk 20 leikir/1599 mínúturSkór í skápnum EnginnHitastigið 1 mark í síðustu 5 leikjumMörk í fyrri leiknum 1 mark á 90 mínútum á móti KR (heima) --Chukwudi Chijindu 27 ára framherji Þórs 9 mörk 17 leikir/1321 mínúta --Hörður Sveinsson 30 ára framherji Keflavíkur 9 mörk 20 leikir/1537 mínútur - Á bronsskó síðan 2004 --Halldór Orri Björnsson 26 ára miðjumaður Stjörnunnar 9 mörk 20 leikir/1800 mínútur --Björn Daníel Sverrisson 23 ára miðjumaður FH 9 mörk 21 leikur/1875 mínútur - Er í banni í dag
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Fleiri fréttir Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Sjá meira