Innlent

„Þetta hlýtur að vera eitthvað sprell, og ófyndið þar að auki“

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Árni er ekki að byrja í nýrri vinnu.
Árni er ekki að byrja í nýrri vinnu. samsett mynd
Skjáskot þar sem Árni Johnsen, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist vera að byrja í nýju starfi gengur manna á milli á Facebook. Orðrétt segir í skjáskotinu: „Tek við nýju og spennandi starfi 1. október. Alltaf gaman að glíma við nýjar áskoranir.“

Ekki er þó allt sem sýnist og kannast Árni ekki við að vera að byrja í nýrri vinnu. „Ég er ekki á Facebook og hef aldrei farið þangað inn,“ segir Árni. „Þetta hlýtur að vera eitthvað sprell, og ófyndið þar að auki.“

Þegar betur er að gáð er uppruni skjáskotsins í myndaalbúmi þýðandans Gísla Ásgeirssonar sem nefnist „Ef allir væru á Facebook“. Sprellið snýr væntanlega að ráðningu nýs forstjóra Landspítalans, en tilkynnt verður um eftirmann Björns Zoëga, fráfarandi forstjóra, þann 1. október.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×