Íslenski boltinn

Sektað vegna blysa og framkomu starfsmanna

KV-menn fagna með blysum.
KV-menn fagna með blysum. mynd/daníel
KSÍ sektaði þrjú félög í vikunni um samtals 95 þúsund krónur. Það voru Fylkir, Fjölnir og KV sem þurftu að greiða sektir.

Fylkir var sektað um 35 þúsund krónur vegna framkomu starfsmanna í leik Fylkis og Víkings. Þar lenti mönnum saman og meðal annars skarst vallarþulur Fylkis í málið. Honum var skipt út í hálfleik.

Fjölnir fékk einnig 35 þúsund króna sekt en þar kveikti stuðningsmaður í blysi upp í stúku með þeim afleiðingum að barn brenndist.

Stuðningsmenn KV kveiktu einnig á blysum en enginn brenndist. KV fékk 25 þúsund króna sekt fyrir sína blysför.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×