Innlent

Útvarpsstjóri hvatti Gísla Martein til að hætta í pólitík

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Gísli Marteinn verður með pólítískan umræðuþátt á sunnudögum í vetur.
Gísli Marteinn verður með pólítískan umræðuþátt á sunnudögum í vetur. mynd/anton
Gísli Marteinn Baldursson, fráfarandi borgarfulltrúi, tók ákvörðun um að hætta afskiptum af stjórnmálum eftir að Páll Magnússon útvarpsstjóri hvatti hann til að stíga til hliðar sem borgarfulltrúi.

Gísli talaði um ráðningu sína til Sjónvarpsins í útvarpsþættinum Bakaríinu á Bylgjunni í morgun, en eins og greint var frá í vikunni mun Gísli stjórna pólitískum umræðuþætti á sunnudögum í vetur. Mun hann láta af störfum sem borgarfulltrúi í kjölfarið og hætta afskiptum af pólitík.

„Páll einfaldlega bjallaði í mig og hann sagði það bara beint út, hann sá hvernig pólitíkin var að þróast. Þeir voru búnir að vera að leita að umsjónarmanni í staðinn fyrir Egil síðan í vor og meira að segja voru þeir búnir að spyrja mig hvort ég væri með einhverja hugmynd að mönnum,“ segir Gísli sem var búinn að nefna nokkur nöfn. „Þeir voru aldrei fyllilega sáttir. Svo bara á laugardaginn var hringdi hann í mig og sagði: „Ég veit að þú ert búinn að vera að pæla í þessari pólitík núna. Það er mikil illindi framundan. Er þetta ekki bara tímapunkturinn fyrir þig til að stíga til hliðar og koma í sjónvarpið og stýra þessum þætti?““.

Hildur Sverrisdóttir varaborgarfulltrúi mun taka sæti Gísla í borgarstjórn en þau hafa starfað saman í umhverfis- og skipulagsráði. Ástæðan fyrir því að Hildur fékk sætið er sú að Jórunn Frímannsdóttir varaborgarfulltrúi ákvað að gefa ekki kost á sér.

Heyra má viðtal Bakarísins við Gísla Martein í heild sinni hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×