Íslenski boltinn

Þorvaldur hættur með ÍA

Árni Jóhannsson á Akranesi skrifar
Þorvaldur hættur með ÍA.
Þorvaldur hættur með ÍA.
„Þetta var svona leikur sem menn vildu klára og bara koma sér heim held ég. Það var náttúrulega lítið að keppa um fyrir en völlurinn var þungur þannig að sendingar voru þungar og leikurinn eiginlega bara deyr í fyrri hálfleik," sagði Þorvaldur Örlygsson, þjálfari ÍA, eftir tapið gegn Fylki í dag.

"Við vorum að gefa þeim klaufaleg mörk en lifnum aðeins við í seinni hálfleik og fengum færi og hefðum vel getað jafnað úr þeim færum sem við fengum. Þeir misstu náttúrulega mann útaf en eins og ég sagði þá var þetta leikur sem menn vildu klára og koma sér heim. Við áttum leik á sunnudag og miðvikudag í vikunni og svo var völlurinn þungur þannig að það var farið að sjá á mönnum enda dálítið langt síðan við féllum.“

Þannig leit leikur ÍA og Fylkis út fyrir Þorvaldi Örlygssyni fráfarandi þjálfara ÍA en þegar hann var spurður um framhaldið hjá sér á Skaganum sagði hann.

„Ég og stjórnin ræddum það í vikunni og komumst að þeirri niðurstöðu að það væri best fyrir báða aðila að annar maður komi að verkefninu og taki við af mér. Þannig að þetta var minn síðasti leikur.“

Spurður út í sögusagnir um hvort Þorvaldur myndi taka við þjálfun liðs fyrir norðan sagði hann, „Ég var að klára leik fyrir nokkrum mínútum þannig að ég fer suður heim til mín en síðan fer ég örugglega norður til foreldra minna í frí.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×