Íslenski boltinn

Sakar Ólaf Pál um fordóma

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ólafur Páll Snorrason.
Ólafur Páll Snorrason. Mynd/Daníel
Jóhann Laxdal, hægri bakvörður Stjörnunnar, er allt annað en sáttur með framkomu Ólafs Páls Snorrasonar, kantmanns FH-inga í lokaumferðinni í dag.

FH-ingar unnu 4-0 sigur á Garðbæingum og tryggðu sér 2. sætið í deildinni á kostnað Stjörnunnar. Jóhann segir Ólaf Pál hafa kallað Halldór Orra Björnsson, kollega sinn hjá Stjörnunni, albinóa.

Færslu Jóhanns á Twitter má sjá hér að neðan.

Nokkur hiti var í mönnum í Kaplakrika í dag og sökuðu stuðningsmenn Stjörnunnar í Silfurskeiðinni Emil Pálsson hjá FH um að hafa gefið þeim fingurinn. Emil baðst afsökunar á Twitter að leik loknum.

Afsökunarbeiðni Emils má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×