Innlent

Um fjörutíu manns leita ferðamannsins

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli eru um 40 manns að leita.
Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli eru um 40 manns að leita.
Björgunarsveitir úr Árnes- og Rangárvallasýslum leita nú bandarísks manns, að nafni Nathan Foley-Mendelssohn, sem lagði af stað frá Landmannalaugum þann 10. september og ætlaði að ganga Laugaveg og Fimmvörðuháls. Ekkert hefur sést til hans síðan.

Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli eru um 40 manns að leita, bæði björgunarsveitamenn og lögregla. Þá tekur þyrla frá Norðurflugi einnig þátt í leitinni.

Bíll mannsins fannst í morgun á Hellu og er talið að hann hafi tekið rútu þaðan. Einbeita björgunarsveitir sér að svæðinu í kringum Landmannalaugar og Hrafntinnusker.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×