Steinunn segir umræðu um dóm Hæstaréttar á villigötum Þorbjörn Þórðarson skrifar 28. september 2013 18:58 Umræðan um dóm Hæstaréttar sem féll í vikunni í máli þrotabús Landsbankans hefur verið á villigötum. Ekki er hægt draga þá ályktun af honum að þrotabú föllnu bankanna þurfi að greiða kröfuhöfum í íslenskum krónum. Þetta segir Steinunn Guðbjartsdóttir hæstaréttarlögmaður sem stýrir slitastjórn Glitnis. Í dómi Hæstaréttar í máli breska tryggingarsjóðs innistæðueigenda og hópi breskra sveitarfélaga og stofnana gegn þrotabúi gamla Landsbankans, sem féll sl. þriðjudag, var það niðurstaðan, meðal annars með vísan til þeirrar meginreglu kröfuréttar að greiðslu bæri að inna af hendi í þeirri mynt sem hún væri tilgreind í, að þrotabú Landsbankans gæti ávallt staðið skil á greiðslum til kröfuhafa í íslenskum krónum. Orðrétt segir í dómnum: „Í samræmi við það er gert ráð fyrir því í lögum nr. 21/1991 (lög um gjaldþrotaskipti innsk.blm) að við úthlutun úr þrotabúi séu kröfur greiddar kröfuhöfum í íslenskum krónum, hvort sem kröfurnar eru greiddar í einu lagi eða aðeins hluti þeirra.“Segir dóminn í samræmi við málflutning framsóknarmanna Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, segir í samtali við Morgunblaðið að þetta sé í samræmi við málflutning framsóknarmanna í aðdraganda kosninga. Eðlilegt sé að greitt verði úr þrotabúunum í íslenskum krónum ef búin verði sett í greiðsluþrot. Núna eigi að vera kominn sterkur hvati fyrir kröfuhafa föllnu bankanna að leita lausna, enda ljóst að kröfuhafar vilji ekki fá kröfur sínar greiddar út í krónum á meðan gjaldeyrishöft eru enn við lýði. Stærsta kosningaloforð Framsóknarflokksins gekk út að nýta svigrúm, þ.e inneign sem skapast hjá ríkissjóði, við skiptingu krónueigna þrotabúanna í erlendan gjaldeyri til að færa niður verðtryggð húsnæðislán. Fleiri hafa látið stór orð falla um þennan dóm. Pétur Blöndal alþingismaður segir á Facebook að dómur Hæstaréttar sé stórtíðindi og mikilvægi hans standi nánast jafnfætis við Icesave-dóminn hjá EFTA-dómstólnum. Pétur segir að þetta þýðir að slitastjórnir verði að flytja heim gífurlegar eignir þrotabúanna í útlöndum og skipta þeim yfir í krónur.Alls ekki skylt að greiða í krónum Steinunn Guðbjartsdóttir, hæstaréttarlögmaður og formaður slitastjórnar Glitnis, segir umræðuna um þessa dómsniðurstöðu á villigötum. „Í dómnum kemur ekkert fram annað en að það er heimilt að greiða í íslenskum krónum en það er ekkert nýtt, það höfum við alltaf vitað. Það er hins vegar alls ekki tekið á því að það sé að einhverju leyti skylt og við teljum að svo sé ekki,“ segir Steinunn. Hún segir að það sé ekki neinn grundvöllur til að draga ályktanir af því orðalagi í dómnum að gengið sé út frá því í lögum um gjaldþrotaskipti að við úthlutun úr þrotabúi séu kröfur greiddar í íslenskum krónum. „Í þessum dómi lá fyrir sú staðreynd að Landsbankinn greiddi forgangskröfuhöfum í erlendri mynt og dómurinn gerir enga athugasemd við það.“Núna hafa margir tjáð sig um þetta. Þingmenn og einnig forsætisráðherra. Finnst þér að menn séu að draga of framsæknar ályktanir af niðurstöðunni? „Já, ég tel að svo sé og mér finnst umræðan undanfarna daga hafa í raun verið á villigötum. Bæði að það séu dregnar of miklar og beinlínis rangar ályktanir af þessari niðurstöðu hvað þetta varðar.“ Steinunn segir að slitastjórn vinni í þágu kröfuhafa. Verkefnið sé að hámarka virði krafna og ljúka skiptum. Hún segist ekki geta séð grundvöll fyrir því að skipta erlendum eignum búsins í íslenskar krónur og greiða síðan kröfuhöfum í íslenskum krónum. „Ég tel það, vægt til orða tekið, mjög hæpið,“ segir hún. Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira
Umræðan um dóm Hæstaréttar sem féll í vikunni í máli þrotabús Landsbankans hefur verið á villigötum. Ekki er hægt draga þá ályktun af honum að þrotabú föllnu bankanna þurfi að greiða kröfuhöfum í íslenskum krónum. Þetta segir Steinunn Guðbjartsdóttir hæstaréttarlögmaður sem stýrir slitastjórn Glitnis. Í dómi Hæstaréttar í máli breska tryggingarsjóðs innistæðueigenda og hópi breskra sveitarfélaga og stofnana gegn þrotabúi gamla Landsbankans, sem féll sl. þriðjudag, var það niðurstaðan, meðal annars með vísan til þeirrar meginreglu kröfuréttar að greiðslu bæri að inna af hendi í þeirri mynt sem hún væri tilgreind í, að þrotabú Landsbankans gæti ávallt staðið skil á greiðslum til kröfuhafa í íslenskum krónum. Orðrétt segir í dómnum: „Í samræmi við það er gert ráð fyrir því í lögum nr. 21/1991 (lög um gjaldþrotaskipti innsk.blm) að við úthlutun úr þrotabúi séu kröfur greiddar kröfuhöfum í íslenskum krónum, hvort sem kröfurnar eru greiddar í einu lagi eða aðeins hluti þeirra.“Segir dóminn í samræmi við málflutning framsóknarmanna Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, segir í samtali við Morgunblaðið að þetta sé í samræmi við málflutning framsóknarmanna í aðdraganda kosninga. Eðlilegt sé að greitt verði úr þrotabúunum í íslenskum krónum ef búin verði sett í greiðsluþrot. Núna eigi að vera kominn sterkur hvati fyrir kröfuhafa föllnu bankanna að leita lausna, enda ljóst að kröfuhafar vilji ekki fá kröfur sínar greiddar út í krónum á meðan gjaldeyrishöft eru enn við lýði. Stærsta kosningaloforð Framsóknarflokksins gekk út að nýta svigrúm, þ.e inneign sem skapast hjá ríkissjóði, við skiptingu krónueigna þrotabúanna í erlendan gjaldeyri til að færa niður verðtryggð húsnæðislán. Fleiri hafa látið stór orð falla um þennan dóm. Pétur Blöndal alþingismaður segir á Facebook að dómur Hæstaréttar sé stórtíðindi og mikilvægi hans standi nánast jafnfætis við Icesave-dóminn hjá EFTA-dómstólnum. Pétur segir að þetta þýðir að slitastjórnir verði að flytja heim gífurlegar eignir þrotabúanna í útlöndum og skipta þeim yfir í krónur.Alls ekki skylt að greiða í krónum Steinunn Guðbjartsdóttir, hæstaréttarlögmaður og formaður slitastjórnar Glitnis, segir umræðuna um þessa dómsniðurstöðu á villigötum. „Í dómnum kemur ekkert fram annað en að það er heimilt að greiða í íslenskum krónum en það er ekkert nýtt, það höfum við alltaf vitað. Það er hins vegar alls ekki tekið á því að það sé að einhverju leyti skylt og við teljum að svo sé ekki,“ segir Steinunn. Hún segir að það sé ekki neinn grundvöllur til að draga ályktanir af því orðalagi í dómnum að gengið sé út frá því í lögum um gjaldþrotaskipti að við úthlutun úr þrotabúi séu kröfur greiddar í íslenskum krónum. „Í þessum dómi lá fyrir sú staðreynd að Landsbankinn greiddi forgangskröfuhöfum í erlendri mynt og dómurinn gerir enga athugasemd við það.“Núna hafa margir tjáð sig um þetta. Þingmenn og einnig forsætisráðherra. Finnst þér að menn séu að draga of framsæknar ályktanir af niðurstöðunni? „Já, ég tel að svo sé og mér finnst umræðan undanfarna daga hafa í raun verið á villigötum. Bæði að það séu dregnar of miklar og beinlínis rangar ályktanir af þessari niðurstöðu hvað þetta varðar.“ Steinunn segir að slitastjórn vinni í þágu kröfuhafa. Verkefnið sé að hámarka virði krafna og ljúka skiptum. Hún segist ekki geta séð grundvöll fyrir því að skipta erlendum eignum búsins í íslenskar krónur og greiða síðan kröfuhöfum í íslenskum krónum. „Ég tel það, vægt til orða tekið, mjög hæpið,“ segir hún.
Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira