Þetta kemur allt á endanum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. maí 2013 07:00 Garðar Jóhannsson í skallaeinvígi gegn Víkingum á dögunum. Fréttablaðið/Valli Stjörnumaðurinn Garðar Jóhannsson á enn eftir að opna markareikninginn sinn í Pepsi-deild karla þetta árið. Síðan hann kom til Stjörnunnar árið 2011 hefur biðin eftir fyrsta markinu lengst með hverju árinu. „Ég hafði sjálfur vel gert mér grein fyrir þessu. Þess vegna hef ég engar áhyggjur, þetta kemur allt á endanum,“ sagði markahrókurinn og Stjörnumaðurinn Garðar Jóhannsson um markaþurrð sína í maímánuðum undanfarin ár. Frá því að hann kom aftur til Íslands og gekk til liðs við Stjörnuna árið 2011 hefur bið hans eftir fyrsta marki tímabilsins lengst með hverju árinu, eins og sést í meðfylgjandi úttekt. „Ég hef svo sem ekki mikið pælt í þessu. Helsta skýringin á þessu nú er að ég gat lítið æft í vetur. Ég meiddist í nóvember og byrjaði að æfa í apríl. Ég er því enn á undirbúningstímabilinu – mitt tímabil byrjar í júní.“ En þó svo að Garðar hafi ekki enn skorað hefur tímabilið byrjað vel hjá Stjörnunni. Liðið hefur ekki tapað síðan í fyrstu umferð og er í fjórða sæti deildarinnar með tíu stig af fimmtán mögulegum. „Við erum búnir að skora í hverjum leik. Hefðum við haldið hreinu í þeim værum við núna með fimmtán stig,“ sagði hann í léttum dúr. Liðið er þar að auki með nýjan þjálfara, Loga Ólafsson, og nokkra nýja leikmenn. Þeirra á meðal er Veigar Páll Gunnarsson, sem er ekki heldur búinn að finna netmöskvana í deildinni þetta tímabilið. „Menn eru enn að spila sig saman og það er ekki eins og að þetta hafi verið slæmt hjá okkur. Árangurinn nú er betri en á sama tíma í fyrra sem er auðvitað hið besta mál.“ Garðar er greinilega ekki upptekinn af árangri sínum fyrir framan markið og setur sér til að mynda ekki markmið um fjölda marka sem hann vill skora yfir sumarið. „Það hef ég aldrei gert og ég mun ekki byrja á því í sumar. Ég kem inn í leiki með það að markmiði að ná þremur stigum. Mér er sama hvort ég skora eða ekki,“ segir hann og bætir við: „Ef Stjarnan verður Íslandsmeistari yrði mér hjartanlega sama þótt ég næði ekki að skora eitt einasta mark.“ Tölfræði/Óskar Ófeigur Jónsson Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Stjörnumaðurinn Garðar Jóhannsson á enn eftir að opna markareikninginn sinn í Pepsi-deild karla þetta árið. Síðan hann kom til Stjörnunnar árið 2011 hefur biðin eftir fyrsta markinu lengst með hverju árinu. „Ég hafði sjálfur vel gert mér grein fyrir þessu. Þess vegna hef ég engar áhyggjur, þetta kemur allt á endanum,“ sagði markahrókurinn og Stjörnumaðurinn Garðar Jóhannsson um markaþurrð sína í maímánuðum undanfarin ár. Frá því að hann kom aftur til Íslands og gekk til liðs við Stjörnuna árið 2011 hefur bið hans eftir fyrsta marki tímabilsins lengst með hverju árinu, eins og sést í meðfylgjandi úttekt. „Ég hef svo sem ekki mikið pælt í þessu. Helsta skýringin á þessu nú er að ég gat lítið æft í vetur. Ég meiddist í nóvember og byrjaði að æfa í apríl. Ég er því enn á undirbúningstímabilinu – mitt tímabil byrjar í júní.“ En þó svo að Garðar hafi ekki enn skorað hefur tímabilið byrjað vel hjá Stjörnunni. Liðið hefur ekki tapað síðan í fyrstu umferð og er í fjórða sæti deildarinnar með tíu stig af fimmtán mögulegum. „Við erum búnir að skora í hverjum leik. Hefðum við haldið hreinu í þeim værum við núna með fimmtán stig,“ sagði hann í léttum dúr. Liðið er þar að auki með nýjan þjálfara, Loga Ólafsson, og nokkra nýja leikmenn. Þeirra á meðal er Veigar Páll Gunnarsson, sem er ekki heldur búinn að finna netmöskvana í deildinni þetta tímabilið. „Menn eru enn að spila sig saman og það er ekki eins og að þetta hafi verið slæmt hjá okkur. Árangurinn nú er betri en á sama tíma í fyrra sem er auðvitað hið besta mál.“ Garðar er greinilega ekki upptekinn af árangri sínum fyrir framan markið og setur sér til að mynda ekki markmið um fjölda marka sem hann vill skora yfir sumarið. „Það hef ég aldrei gert og ég mun ekki byrja á því í sumar. Ég kem inn í leiki með það að markmiði að ná þremur stigum. Mér er sama hvort ég skora eða ekki,“ segir hann og bætir við: „Ef Stjarnan verður Íslandsmeistari yrði mér hjartanlega sama þótt ég næði ekki að skora eitt einasta mark.“ Tölfræði/Óskar Ófeigur Jónsson
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira