Innlent

Útvarpsstjóri hættir við að ráða dagskrárstjóra

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Páll Magnússon útvarpsstjóri hefur ákveðið að fresta því að ráða í stöðu dagskrárstjóra útvarps samkvæmt tölvupósti sem hann sendi starfsfólki í dag.

Magnús R. Einarsson og Þóra Pétursdóttir munu gegna starfinu þar til frekari ákvörðun verður tekin. Ákvörðunin tekur gildi frá og með deginum í dag.

Tölvupóst Páls má sjá hér að neðan:

„Sælt veri fólkið!

Ég hef ákveðið að fresta um sinn að ráða í stöðu dagskrárstjóra útvarps – og fella niður það ferli sem hófst í síðasta mánuði með auglýsingu á starfinu. Magnús R. Einarsson og Þóra Pétursdóttir munu gegna starfinu þar til ákvörðun um tilhögun þess til frambúðar liggur fyrir. Þessi ráðstöfun tekur gildi frá og með deginum í dag.

Bestu kveðjur, Páll M.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×