Innlent

VG leggst gegn kvótavæðingu á makríl

Heimir Már Pétursson skrifar
mynd/óskar p. friðriksson
Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs hefur óskað eftir sérstakri umræðu við sjávarútvegsráðherra um áform varðandi kvótasetningu á makríl.

Í tilkynnmingu segir að þingflokkurinn hafni því alfarið að lagaskylda hvíli á ráðherra að kvótasetja makríl við núverandi aðstæður ekki síst í ljósi þess að ekki hafi verið samið um hlut Íslands í stofninum. Ráðherra boði sjálfur breytingar á lögum um stjórn fiskveiða og verði ekki séð að rétt sé að ráðstafa svo miklum verðmætum á grundvelli laga sem nú þegar séu til endurskoðunar.

Þingflokkurinn Vinstri grænna telur fráleitt að kvótinn sé afhentur endurgjaldslaust og skapi útgerðinni þannig framseljanleg verðmæti um allt að hundrað milljörðum króna. Þjóðin sjálf eigi fyrst og fremst að njóta hagnaðarins af þessari viðbót sem hér sé til skiptanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×